13.11.2019
Vélaverkstæði Þóris og handknattleiksdeild Selfoss skrifuðu á dögunum undir áframhaldandi styrktarsamning, fyrirtækið verður því áfram einn af helstu styrktaraðilum deildarinnar.
13.11.2019
Fimleikadeild Umf. Selfoss og Íslandsbanki á Selfossi hafa endurnýjað samning sinn um að bankinn sé aðalstyrktaraðili fimleikadeildarinnar.
11.11.2019
Selfoss fékk skell í Hafnarfirðinum í kvöld er þeir mættu Haukum og töpuðu þeir með sjö mörkum, 36-29.Leikurinn var nokkuð jafn framan af en á 19.
10.11.2019
Stelpurnar gerðu í kvöld jafntefli við FH í toppbaráttunni í Grill 66 deildinni. Lokatölur í Hleðsluhöllinni voru 18-18FH stelpur voru sprækari í upphafi og náðu frumkvæðinu og að byggja upp ágætt forskot með Ragnheiði Tómasdóttur fremsta í flokki. Þær leiddu 4-10 eftir 18 mínútna leik. Selfyssingar settu þá í gír, lokuðu í vörninni og skoruðu síðustu 7 mörk hálfleiksins. Staðan í hálfleik 11-10.Í síðari hálfleik héldu Selfyssingar áfram að leika eins og þær sem valdið hafa og voru komnar með fjögurra marka forystu á 13.
07.11.2019
Í gærkvöld fór fram leikur Selfoss og KA/Þórs í Coca Cola bikarkeppni HSÍ. Ákveðið var að leikurinn yrði styrktarleikur og rann allur aðgangseyrir af leiknum óskiptur til styrktar Gígju Ingvarsdóttur og fjölskyldu hennar. Gígja er 11 ára handboltaiðkandi og ofurhetja sem er að berjast við krabbamein. Hún á því í harðri baráttu og það reynir eðlilega á fjölskylduna. Það var vel við hæfi að akkúrat þessi leikur yrði fyrir valinu, en Gígja á fjórar frænkur í liði KA/Þórs.Þess má geta að allir borguðu sig inn, starfsmenn sem og leikmenn beggja liða, einhverjir lögðu svo frjáls framlög ofan á miðverð sitt. Alls söfnuðust 386.000 krónur á leiknum. Við þökkum öllum sem komu að þessu með okkur innilega fyrir og sendum áframhaldandi baráttukveðjur til Gígju og fjölskyldu hennar. Stelpurnar töpuðu reyndar leiknum þrátt fyrir flotta framistöðu, 21-29, en nánar má lesa um leikinnVið viljum vekja athygli á að hægt er að styrkja Gígju og fjölskyldu hennar með því að leggja inn á styrktarreikning fjölskyldunnar:
0123-15-203456
kt.110380-5189Leikmenn liðanna stilltu sér upp fyrir leik.
Umf.
06.11.2019
Stelpurnar féllu í kvöld úr leik í 16-liða úrslitum Coca Cola bikarkeppni HSÍ þegar þær mættu KA/Þór í Hleðsluhöllinni, 21-29.Selfyssingar virkuðu stressaðar í upphafi leiks og gengu Akureyringar á lagið og leiddu 1-6 þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum. Stelpurnar náðu að vinna sig aftur inn í leikinn og náðu að hlaupa með KA/Þór út hálfleikinn, staðan í hálfleik 9-13.Akureyringar tóku smá áhlaup í upphafi síðari hálfleiks, en með góðri vörn og frábærri markvörslu héldu stelpurnar sér inn í leiknum. Staðan um miðjan hálfleikinn 17-21. Akureyringar sýndu svo reynslu sína og gæði á lokakaflanum og sigldu heim öruggum sigri, 21-29. Í heildina mjög góður leikur hjá afar ungu Selfossliði gegn reynsluboltum í KA/Þór.Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 9/3, Katla María Magnúsdóttir 3, Agnes Sigurðardóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1, Elín Krista Sigurðardóttir 1, Sigríður Lilja Sigurðardóttir 1, Þuríður Ósk Ingimarsdóttir 1.Varin skot: Henriette Østergaard 21 (44%)Nánar er fjallað um leikinn á .Næsti leikur hjá stelpunum er á sunnudagskvöldið þegar þær taka á móti FH í Hleðsluhöllinni, slagur toppliðanna í Grill 66 deildinni. Strákarnir eiga svo leik á mánudagskvöldið gegn Haukum á Ásvöllum, enn einn stórleikurinn í toppbaráttu Olísdeildarinnar. Henriette var frábær í kvöld.
Umf.
04.11.2019
Selfoss tók á móti Sjtörnunni í Hleðsluhöllinni í kvöld. Eins og of vill verða þegar Selfoss leikur handbolta var háspenna og dramatík sem endaði með sigurmarki Selfyssinga á lokasekúndum leiksins, 31-30.Leikmenn beggja liða fóru varlega af stað og var jafnt á öllum tölum fram á 10 mínútu, þá tóku Selfyssingar leikinn til sín og komu forystunni upp í þrjú mörk, 6-3. Stjörnumenn spyrntu við fótunum og héldu í við heimamenn eftir það og náðu að jafna leikinn, 10-10, á 24.
03.11.2019
Fulltrúar Byko og handknattleiksdeildar Selfoss undirrituðu á dögunum samstarfssamning, Byko verður þar með einn af styrktarðilum handboltans á Selfossi.
01.11.2019
Stelpurnar tóku á móti nágrönnum sínum frá Eyjum í Grill 66 deildinni í Hleðsluhöllinni í kvöld, Selfoss sigraði leikinn með 5 marka mun, 22-17.Bæði lið voru lengi í gang en Selfoss var sterkari aðilinn framan af í fyrri hálfleik, ÍBV náði að jafna leikinn í 9-9 en Selfyssingar tóku við sér og komust tveimur mörkum yfir fyrir leikhlé í 12-10.