21.10.2019
Knattspyrnudeild Selfoss heldur sitt árlega herrakvöld í Hvítahúsinu föstudaginn 8. nóvember. Veislustjóri verður hinn skemmtilegi Kristinn Kærnested betur þekktur sem Kiddi Ken, ræðumaður kvöldsins verður enginn annar en Gummi Ben.Að auki verða þarna hefðbundin föst leikatriði, eins og happdrætti, skemmtiatriði, uppboð, steikarhlaðborð o.fl.
20.10.2019
Selfoss mætti Fjölnisstúlkum í Hleðsluhöllinni í kvöld í 5. umferð Grill 66 deildarinnar og tapaði með 7 mörkum, 21-28.Leikurinn var jafn framan af og var Selfoss einu skrefi á undan fyrstu 25 mínúturnar.
18.10.2019
Mynd af Íslandsmeisturum í handknattleik árið 2019 var vígð á sigurleik Selfoss gegn KA sem fram fór í Hleðsluhöllinni á miðvikudagskvöld.
18.10.2019
51. sambandsþing UMFÍ var haldið á Hótel Laugarbakka í Miðfirði um síðustu helgi. Um 100 fulltrúar mættu á þingið. HSK sendi 19 manna fullmannað þinglið til þings sem tók virkan þátt í störfum þingsins.Helstu tíðindi þingsins voru að þingfulltrúar samþykktu með nær öllum atkvæðum umsókn íþróttabandalaga að UMFÍ.
17.10.2019
Hinir árlegu Bronsleikar ÍR voru haldnir laugardaginn 5. október í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Mótið er haldið til að heiðra Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.Á leikunum er keppt í fjölþraut barna, en greinarnar byggjast á styrk, snerpu, úthaldi og samhæfingu.
17.10.2019
Dregið var í 16-liða úrslit karla og kvenna í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola bikarnum, í hádeginu í dag.Strákarnir munu heimsækja Þór Akureyri og Stelpurnar fá Olísdeildarlið KA/Þór í Hleðsluhöllina. Þess má geta að Mílan, vinafélag Selfoss, mætir ÍR í Hleðsluhöllinni.Leikurinn hjá stelpunum mun fara fram í kringum 6.
16.10.2019
Það var nóg af mörkum fyrir alla í leik Selfoss og KA í þessum leik í Olísdeild karla í kvöld, en þar lögðu Selfyssingar gestina 36-34.Selfyssingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Stefán og Jónatan voru þá búnir að sjá nóg og tóku leikhlé eftir rétt rúmar 2 mínútur. Það gekk hjá þeim að skerpa sína menn og skiptust liðin á að skora en Akureyringar náðu að jafna leikinn þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af hálfleiknum, áfram skiptust liðin á að skora og lítið um varnir. Allt jafnt í hálfleik, 19-19.Það er ljóst að þjálfararnir í báðum klefum töluðu um að þétta vörnina, en liðin héldust áfram í hendur og jafnt á öllum tölum fyrstu 10 mínúur síðari hálfleiksins. Þá bættu Selfyssingar í og sigldu framúr og var forystan komin í 5 mörk, 29-24, þegar 46 mínútur voru á klukkunni. Þá tóku KA sitt síðasta leikhlé og ákváðu að taka Hauk Þrastarson úr umferð. Sóknarleikur Selfyssinga riðlaðist heldur við það, en ró komst yfir hann fljótlega aftur. KA-menn reyndu hvað þeir gátu og fóru maður á mann síðustu mínúturnar og hleyptu leiknum upp. Þeir náðu að koma spennu i lokamínútuna, en Selfyssingar stóðust áhlaupið.Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 11/3, Árni Steinn Steinþórsson 9, Haukur Þrastarson 9, Atli Ævar Ingólfsson 3, Nökkvi Dan Elliðason 3, Guðjón Baldur Ómarsson 1.Varin skot: Sölvi Ólafsson 8 (31%), Einar Baldvin Baldvinsson 4 (23%).Nánar er fjallað um leikinn á ogStrákarnir eru þar með komnir með 9 stig og náðu með þessum sigri að lyfta sér í 4.
15.10.2019
Ný námskeið í hefjast fimmtudaginn 24. október, föstudaginn 24. október og laugardaginn 25. október. Kennt er einu sinni í viku í átta vikur.Eftirfarandi námskeið eru í boði.Fimmtudaga
Klukkan 17:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða)
Klukkan 18:00 námskeið 4 (um 2-4 ára)
Klukkan 18:45 námskeið 5 (um 4-6 ára)
Klukkan 19:30 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)Föstudaga
Klukkan 15:45 sundskóli (börn sem fara í skóla núna í haust og næsta haust eða eldri).
Klukkan 16:30 námskeið 3 (um 1-2 ára börn)
Klukkan 17:15 námskeið 4 ( um 2-4 ára börn)
Klukkan 18:00 námskeið 5 (um 4-6 ára börn)Laugardaga
Klukkan 9:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða)
Klukkan 10:00 námskeið 5 (um 4-6 ára)
Klukkan 10:45 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)Skráning er hafin og nánari upplýsingar á og í síma 848-1626.
Guðbjörg H.
15.10.2019
Laugardaginn 11. október voru settar upp átta stórar ljósmyndir á stúkuna Selfossvelli. Þessar myndir sýna nokkra merka áfanga í sögu fótboltans á Selfossi, bikarmeistarar kvenna 2019, Íslandsmeistarar í þriðju deild 1966, Íslandsmeistarar í þriðja flokki kvenna 2010, 1.
15.10.2019
Handknattleiksdeildin vill koma sérstökum þökkum á framfæri til þeirra sem hafa stutt við liðið í gegnum Evrópukeppnina. Liðið féll úr keppni um helgina eftir tap gegn sænska liðinu HK Malmö í 2.