Góður árangur á Haustmóti

Haustmót Júdósambands Ísland í öllum aldursflokkum var haldið í Grindavik laugardaginn 5. október. Níu keppendur frá júdódeild Selfoss kepptu, stóðu sig allir vel og sýndu góð tilþrif á gólfinu.Alexander Adam Kuc, Egill Blöndal og Hrafn Arnarsson unnu sína flokka nokkuð örugglega.

Selfoss fallið úr EHF Cup eftir tap fyrir Malmö

Selfoss mættu HK Malmö frá Svíþjóð í Hleðsluhöllinni í EHF Cup í gærkvöldi.  Leiknum lauk með tveggja marka sigri Svíanna, 29-31.

Sigur í uppgjöri toppliðanna

Selfoss lagði ÍR í toppbaráttunni í Grill 66 deild kvenna í kvöld.  Leikið var í Austurbergi og enduðu leikar 25-23.Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en ÍR voru fyrri til að ná áhlaupi og leiddu um miðjan hálfleikinn með 3 mörkum.  Stelpurnar náðu þá að bæta aðeins í vörnina og komst Henriette í gang í markinu.  Það skilaði því að Selfyssingar leiddu í hálfleik 14-15.Í seinni hálfleik héldu þær áfram á svipaðri braut án þess þó að ná að slíta sig frá ÍR.  Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum náði Selfoss loks að bæta í forystuna og leiddu með 5 mörkum þegar mest var.  ÍR-ingar gerðu áhlaup á síðustu tveim mínútunum, það var of lítið og of seint og sigur Selfoss staðreynd, 23-25.Selfoss hefur þar með unnið alla 4 leiki sína og eru því á toppi deildarinnar.Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 7, Hulda Dís Þrastardóttir 5/5, Agnes Sigurðardóttir 4, Katla María Magnúsdóttir 4, Rakel Guðjónsdóttir 3, Katla Björg Ómarsdóttir 2.Varin skot: Henriette Østergård 9 (29%)Á laugardaginn er stórleikur hjá strákunum í EHF-keppninni gegn HK Malmö.

Fréttabréf UMFÍ

Ég vil sjá þig á laugardaginn

Handboltalið Selfoss tekur á móti HK Malmö, frá Svíþjóð, í Evrópukeppninni næstkomandi laugardag 12. október kl. 18. Þetta er seinni leikur liðanna í þessari þessari umferð í Evrópukeppninni.

Selfoss vann Suðurlandsslaginn

Selfyssingar gerðu góða ferð til Eyjunar fögru í kvöld og sóttu þar tvö stig og heiðurinn um Suðurland með eins marks sigri, 29-30.Selfyssingar byrjuðu leikinn af krafti og voru mun sterkari í fyrri hálfleik, þeir voru tveimur til fjórum mörkum yfir og staðan í leikhléi var 13-15.

Fimm Selfyssingar í landsliðshópnum

Guðmundur Þ. Guðmundsson hefur valið 19 manna æfingahóp A-landsliðs karla vegna landsleikjanna gegn Svíþjóð í lok október. Fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 25.

Selfoss sex mörkum undir í einvíginu

Selfoss tapaði með sex mörkum í gær, 33-27, gegn sænska liðinu HK Malmö í fyrri leik annarar umferðar Evrópukeppni félagsliða.Fyrri hálfleikur spilaðist nokkuð vel og voru Selfyssingar skrefi á undan fyrstu mínúturnar með Sölva fremstan í flokki.

Selfoss mætir HK Malmö í Svíþjóð

Í dag fer fram leikur HK Malmö og Selfoss í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða.  Leikurinn hefst kl 16.00 að sænskum tíma (14.00 að íslenskum tíma).   Við mælum með því að Íslendingar á stór Malmö-svæðinu fjölmenni í Baltiska Hallen, hún er stór og tekur lengi við.SelfossTV gengið er út í Svíþjóð og tók m.a.

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn októbermánaðar eru Ásta Kristín Ólafsdóttir og Jón Tryggvi Sverrisson. Jón Tryggvi er í 5. flokk og stundar hann æfingar af krafti, fyrstur mættur og oftast síðastur heim. Ásta Kristín æfir og spilar með 6.