Leikmenn mánaðarins

Leikmenn nóvembermánaðar eru þau Embla Dís Gunnarsdóttir og Magnús Tryggvi Birgisson.Embla Dís er á yngra ári í 3. flokki kvenna.

Tap í Mosfellsbænum

Strákarnir töpuðu með einu marki gegn Aftureldingu í kvöld í Mosfellsbænum, 32-31.Selfyssingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 5-1 eftir sjö mínútna leik.  Eftir það var jafnræði á með liðunum og staðan 8-8 um miðjan fyrri hálfleik.  Leikurinn var í nokkru jafnvægi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Selfyssingar þó alltaf skrefi á undan.  Staðan í hálfleik var 14-17 Selfyssingum í vil.Selfyssingar héldu frumkvæðinu í síðari hálfleik þangað til tíu mínútur voru eftir en þá jafnaði Afturelding í 24-24.  Lokakaflinn var spennandi líkt og oft áður, Afturelding náði yfirhöndinni í blálokin og hélt henni til leiksloka.  Lokatölur 32-31 Aftureldingu í vil.Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 9/1, Guðjón Baldur Ómarsson 6, Árni Steinn Steinþórsson 4, Guðni Ingvarsson 4, Hergeir Grímsson 4/2, Magnús Öder Einarsson 2, Tryggvi Þórisson 1, Nökkvi Dan Elliðason 1.Varin skot: Sölvi Ólafsson 6 (22%), Einar Balvin Baldvinsson 1 (8,3%)Nánar er fjallað um leikinn á ,  og .Nóvembermánuður er pakkaður og næsti leikur strax á mánudaginn hjá strákunum, en þá mæta þeir Stjörnumönnum í Hleðsluhöllinni kl 19.30.  Stelpurnar mæta hins vegar Eyjastúlkum á morgun, föstudag, kl 18 í Hleðsluhöllinni.  Svo ef fólk vill toppa helgina þá er Selfoss U að keppa á laugardaginn gegn Herði, einnig í Hleðsluhöllinni, kl 16.30.  Mætum og styðjum okkar lið!Haukur Þrastarson var markahæstur Selfyssinga í kvöld með 9 mörk Sunnlenska.is / Guðmundur Karl

Fréttabréf ÍSÍ

Vetrartilboð JAKO

Fimmtudaginn 31. október verður með vetrartilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19. Það verður boðið upp á á keppnistreyju Umf.

Kenan Turudija skrifar undir

Gleðifréttir frá Selfossi að Kenan Turudija skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss. Kenan var kosinn besti leikmaður 2.

MSÍ | Heiðar Íslandsmeistari - Bjarki og Bergrós nýliðar ársins

Uppskeruhátíð MSÍ var haldin um seinustu helgi þar sem afhent voru verðlaun fyrir árangur sumarsins. Iðkendur frá mótokrossdeild Selfoss fengu þó nokkur verðlaun, bæði í mótokross og enduro.Heiðar Örn Sverrison varð Íslandsmeistari í MX2.

Sigur í Kórnum

Stelpurnur kíktu í Kópavoginn í dag og sigruðu þar lið HK U með þremur mörkum, 23-26.Selfoss byrjaði leikurinn mun betur og tóku fljótt yfirhöndina í leiknum, staðan í hálfleik var 9-15.

Barbára Sól og Áslaug Dóra framlengja við Selfoss

Unglingalandsliðskonurnar Barbára Sól Gísladóttir og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skrifuðu í síðustu viku undir nýja samninga við knattspyrnudeild Selfoss.Barbára Sól er 18 ára og hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 81 meistaraflokksleik fyrir Selfoss auk þess að spila 29 landsleiki með U16, U17 og U19 liðum Íslands.

Fimleikadeildin leitar að framkvæmdastjóra

 Fimleikadeild Ungmennafélags Selfoss leitar að framkvæmdastjóra í 75% starfshlutfall. Starfið er krefjandi, skemmtilegt og fjölbreytt.

Forvarnardagur Árborgar 2019

Miðvikudaginn 2. október síðastliðinn fór Forvarnardagur Árborgar fram í sjötta skipti. Forvarnardagurinn er haldinn á landsvísu fyrsta miðvikudag í október ár hvert en grunnskólarnir þrír í Árborg hafa haldið sérstaklega upp á daginn með því að setja upp dagskrá hannaða af forvarnarteymi Árborgar, deildarstjórum unglingastiga grunnskólanna og Ungmennafélagi Selfoss.Í ár var dagskráin mjög metnaðarfull eins og fyrri ár en það eru nemendur 9.