Guðmundur og Þorsteinn Aron léku með U17 í Hvíta-Rússlandi

Selfyssingarnir Guðmundur Tyrfingsson og Þorsteinn Aron Antonsson léku með U17 ára landsliði Íslands sem endaði í sjöunda sæti á æfingamóti UEFA (UEFA Development tournament) sem fram fór í Hvíta-Rússlandi í seinustu viku.

Sigur á Fylki í Árbænum

Selfoss sigraði Fylki nokkuð örugglega í Árbænum í gær, 19-23, í Grill 66 deild kvenna.Selfyssingar voru með yfirhöndina allan leikinn, staðan í hálfleik var 9-13.  Mest komust stelpurnar sjö mörkum yfir, 11-18, um miðjan seinni hálfleik.  Þær gáfu aðeins eftir undir lokin og urðu lokatölur 19-23.Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 8, Hulda Dís Þrastardóttir 6/3, Agnes Sigurðardóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Þuríður Ósk Ingimarsdóttir 2, Hólmfríður Arna Steinsdóttir 1, Rakel Guðjónsdóttir 1, Elín Krista Sigurðardóttir 1.Varin skot: Henriette Østergaard 12 (38%)Selfoss er því áfram í 3.

Selfyssingar glímdu í Skotlandi

Selfyssingarnir Breki Bernhardsson, Hrafn Arnarsson og Jakub Oskar Tomczyk kepptu á Opna skoska meistaramótinu sem var haldið 18. janúar sl.

Strákarnir mæta Stjörnunni í bikarnum

Dregið var í 8-liða úrslit í Coca Cola bikarnum í hádeginu í dag. Meistaraflokkur karla var fulltrúi okkar Selfyssinga í pottinum, en meistaraflokkur kvenna og frændur vorir í ÍF Mílan féllu úr leik í síðustu umferð.Strákarnir munu heimsækja Stjörnuna í Garðabæ.  Leikurinn mun fara fram í kringum 6.

Fréttabréf ÍSÍ

Sterkur sigur á Víkingum

Selfoss sigraði Víkinga með 13 mörkum, 29-16, þegar liðin mættust í Hleðsluhöllinni í Grill 66 deild kvenna í kvöld.Jafnræði var á með liðunum í byrjun og var staðan 4-4 eftir átta mínútna leik. Eftir það kom góður kafli hjá Selfyssingum með nokkrum auðveldum mörkum og var staðan orðin 12-5 eftir átján mínútna leik.

Unnu 65" sjónvarp frá Árvirkjanum

Þann 19. desember síðastliðinn var dregið í jólahappadrætti unglingaráðs knattspyrnudeildar Selfoss. Aðalvinningurinn, 65“  led sjónvarp frá Árvirkjanum, kom á miða númer 619 sem er í eigu Stefáns og Iðunnar, en þau keyptu miðann af barnabarni sínu á Selfossi.

Íþróttaskólinn hefst á sunnudag

Ný námskeið í íþróttaskóla barnanna hefst sunnudaginn 19. janúar og er skráning í fullum gangi. Námskeiðin fara fram í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla.

Kveðja frá Knattspyrnudeild Umf. Selfoss

Félagi okkar, Steindór Sverrisson er fallinn frá langt um aldur fram.Hverju samfélagi sem og frjálsum félagasamtökum er lífsnauðsyn að eiga öfluga stuðningsmenn og bakhjarla sem standa vaktina og eru tilbúnir til að svara kalli um aðstoð þegar það kemur.

Selfyssingar í landsliðsverkefnum

Þau Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir, Guðmundur Tyrfingsson og Þorsteinn Aron Antonsson verða öll í verkefnum á vegum landsliða Íslands í þessum mánuði. Þær Áslaug og Barbára eru í æfingahópum U17 og U19 ára landsliða Íslands á meðan Guðmundur og Þorsteinn Aron eru í lokahóp U17 ára landsliðsins sem tekur þátt í móti í Hvíta Rússlandi í lok janúar. Frábær árangur hjá þessu knattspyrnufólki