18.04.2016
Selfoss fékk ÍBV í heimsókn í A-deild Lengjubikars kvenna á laugardag. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og lengi vel stefndi í markalaust jafntefli. Það fór hins vegar ekki svo því þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði ÍBV og tryggði sér 1-0 sigur í leiknum.Selfoss tapaði því öllum leikjum sínum í Lengjubikarnum þetta árið.
14.04.2016
Aðalfundur Umf. Selfoss fer fram í Tíbrá í kvöld klukkan 20:00. Fyrir fundinum liggur fjöldi tillagna og ber hæst ályktun um uppbyggingu íþróttamiðstöðvar á Selfossi.
11.04.2016
Knattspyrnudeild Selfoss og Íslandsbanki skrifuðu á föstudag undir samning þess efnis að Íslandsbanki verður áfram aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildarinnar.Það voru þeir Jón Rúnar Bjarnason (t.v.), útibússtjóri Íslandsbanka á Selfossi, og Adólf Ingvi Bragason, formaður knattspyrnudeildarinnar, sem skrifuðu undir samninginn í íþróttahúsinu Iðu að viðstöddum glæsilegum fulltúum deildarinnar í 7.
05.04.2016
Selfyssingar áttu ekki í neinum vandræðum með Fjarðabyggð þegar liðinu mættust í lokaumferð Lengjubikars karla á JÁVERK-vellinum á laugardag.Fjarðabyggð missti mann af velli með rautt spjald á 19.
05.04.2016
Selfoss mætti Fylki í A-deild Lengjubikars kvenna í Egilshöll í seinustu viku. Fylkir komst yfir snemma leiks en Magdalena Anna Reimus jafnaði fyrir Selfoss eftir rúmlega hálftíma leik og var jafnt í hálfleik.
31.03.2016
Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2016 verður haldinn í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 14. apríl klukkan 20:00.Aðalfundur Umf.
30.03.2016
Íslendingar unnu frækin sigur á Grikkjum í vináttuleik í knattspyrnu í seinustu viku. Það bar helst til tíðinda fyrir okkur Selfyssinga að sóknarlína liðsins var skipuð tveimur Selfyssingum en félagarnir Jón Daði Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson voru saman í fremstu víglínu liðsins.
29.03.2016
Rosenborg hefur fengið Selfyssinginn Guðmund Þórarinsson í sínar raðir frá FC Nordsjælland. Greint var frá því á vef að Guðmundur hafi skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við Rosenborg.Guðmundur, sem er uppalinn hjá Selfossi, hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands auk þess að eiga þrjá leiki fyrir A-landsliðið.„Hann þekkir norska fótboltann vel og gefur okkur fleiri möguleika á miðjunni," sagði Stig Inge Björnebye, yfirmaður íþróttamála hjá Rosenborg, og fyrrum leikmaður Liverpool.Rosenborg er ríkjandi Noregsmeistari og stórveldi í Skandinavíu en fyrir hjá félaginu eru tveir Íslendingar; Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson.---Guðmundur og Stig Inge eftir undirskrift.
Ljósmynd af heimasíðu Rosenborg.
21.03.2016
Meistaraflokkar Selfoss léku tvo leiki í Lengjubikarnum norðan heiða á laugardag. Stelpurnar mættu Þór/KA í leik sem lauk með 2-0 sigri Akureyringa.
15.03.2016
Knattspyrnukonan Guðmunda Brynja Óladóttir hélt í vikunni í víking til Noregs en hún hefur verið lánuð til norska úrvalsdeildarliðsins Klepp.„Þetta er eitthvað sem ég er búin að stefna að lengi og er mjög spennt fyrir því að fá að prófa eitthvað nýtt.