Sætaferðir á bikarleik Selfyssinga gegn KR

Knattspyrnudeild Selfoss í samstarfi við Guðmund Tyrfingsson ehf. býður upp á sætaferðir á bikarleik Selfoss og KR í Borgunarbikarkeppninni sem fram fer á Alvogenvellinum miðvikudaginn 25.

Leiknismenn leiknari

Selfyssingar urðu að játa sig sigraða gegn Leikni sem skoruðu eina mark leiksins þegar liðin mættust á JÁVERK-vellinum á föstudag.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Eftir þrjá leiki eru Selfyssingar með þrjú stig í 8.

Sumarblað Árborgar 2016

fyrir árið 2016 er komið á vef Sveitarfélagsins Árborgar. Í blaðinu er hægt að finna upplýsingar um flest námskeið og æfingar sem í boði eru fyrir börn og ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2016.Blaðinu var einnig dreift inn á öll heimili sveitarfélagsins.

Stjarnan hafði sigur á Selfossi

Stelpurnar okkar urðu að láta í minni pokann þegar þær töpuðu 1-3 á heimavelli gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í gær. Það var Guðmunda Brynja Óladóttir sem jafnaði fyrir heimastúlkur en staðan í hálfleik var 1-1.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Selfoss hefur þrjú stig í deildinni eftir tvo leiki og mætir næst ÍA á útivelli þriðjudaginn 24.

Ósigur gegn Keflvíkingum

Selfyssingar sóttu Keflvíkinga heim í Inkasso-deildinni um helgina og töpuðu á sannfærandi hátt 3-0. Keflvíkingar skoruðu tvívegis snemma í fyrri hálfleik og staðan var 2-0 í leikhléi.

Richard tryggði Selfyssingum ferð í Vesturbæinn

Selfoss lagði Njarðvík 2-1 í hörkuleik í Borgunarbikarnum í seinustu viku. Það voru þeir Pachu og Richard Sæþór sem skoruðu mörk Selfyssinga sem drógust á útivelli gegn stórliði KR í næstu umferð miðvikudaginn 25.

Stelpurnar lönduðu þremur stigum í Eyjum

Selfoss vann sterkan 0-1 sigur í Vestmannaeyjum í gær og var það Lauren Hughes sem skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu.Nánar er fjallað um leikinn á vef  en þar má einnig finna  í deildinni..---Lo Hughes skoraði fyrsta mark Pepsi-deildarinnar á þessu keppnistímabili. Ljósmynd: Mbl.is/Sigfús Gunnar.

Jón Daði með Íslandi á EM

Jón Daði Böðvarsson er einn 23 leikmanna sem Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, völdu í landsliðshópinn sem fer á Evrópumeistaramótið í knattspyrnu í Frakklandi í sumar.

Sigur í fyrsta leik Íslandsmótsins

Strákarnir okkar unnu fyrsta leik sumarsins í Inkasso-deildinni þegar þeir lögðu Leikni frá Fáskrúðsfirði að velli 3-2 á JÁVERK-vellinum á laugardag.

Lokaundirbúningur fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu

Undirbúningur meistaraflokka Selfoss fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu er á lokametrunum en strákarnir hefja leik í 1. deildinni, sem að þessu sinni kallast Inkasso-deildin, laugardaginn 7.