09.09.2015
Í tilefni að heilsueflandi september í Rangárþingi eystra verður Dagný Brynjarsdóttir leikmaður Selfoss og íslenska landsliðsins verður með fyrirlestur í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld, miðvikudag 9.
08.09.2015
Stelpurnar okkar heimsóttu í gær Alvogenvöllinn í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Selfoss valtaði yfir KR 7-1 og vann þar með sinn stærsta sigur í efstu deild frá upphafi.Dagný Brynjarsdóttir, Guðmunda Brynja Óladóttir og Donna Kay Henry gerðu tvö mörk hver auk þess sem Erna Guðjónsdóttir smellhitti boltann með vinstri fæti fyrir utan teig og klessti honum upp í samskeytin undir lok fyrri hálfleiks.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Fyrir seinustu umferðina eru stelpurnar í þriðja sæti með 33 stig, þremur stigum á undan Þór/KA en liðin leika hreinan úrslitaleik um þriðja sætið í Pepsi-deildinni laugardaginn 12.
07.09.2015
Um seinustu helgi tóku strákarnir á móti Gróttu í fallbaráttu fyrstu deildar og höfðu öruggan 2-0 sigur og eru komnir í vænlega stöðu þegar tvær umferðir eru eftir.Það voru Elton Barros og Haukur Ingi Gunnarsson sem skoruðu mörk Selfyssinga í leiknum en allir leikmenn stóðu fyrir sínu í leiknum og sigldu heim þremur nauðsynlegum stigum.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Selfyssingar eru enn sem fyrr í 10.
05.09.2015
Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson mætti á æfingu hjá sínum gömlu félögum í knattspyrnuliði Selfoss í lok ágústmánaðar.Hann var staddur hér á landi vegna tveggja landsleikja sem íslenska landsliðið spilar í Evrópukeppninni.
04.09.2015
Selfyssingar taka á móti Gróttu á JÁVERK-vellinum á morgun, laugardag, þar sem sæti í fyrstu deild að ári er í húfi.Leikurinn hefst kl.
02.09.2015
Stelpurnar okkar tóku á móti verðandi Íslandsmeisturum Breiðabliks í Pepsi deildinni á JÁVERK-vellinum í gær.Með sigri í leiknum gátu Blikar tryggt sér titilinn en Selfyssingar voru ekki á þeim buxunum og endaði leikurinn með jafntefli 1-1 í bráðfjörugum leik.
31.08.2015
Það var gríðarlega spenna á Suðurlandi á laugardag þegar Selfoss og Stjarnan mættust annað árið í röð í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli.Selfyssingar tóku daginn snemma og fjölmenntu á Hótel Selfoss þar sem boðið var upp á fjölskylduhátíð auk þess sem Suðurland FM útvarpaði stemningunni og lýsti leiknum.
28.08.2015
Selfyssingar lágu 3-0 fyrir Haukum á útivelli í 1. deildinni í gær.Nánar er fjallað um leikinn á vef Selfoss er áfram í 10. sæti deildarinnar með 17 stig og Grótta er þar fyrir neðan í fallsæti með 15 stig.
27.08.2015
Úrslitaleikur Borgunarbikarsins fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 29. ágúst kl. 16:00 þegar Selfoss og Stjarnan mætast. Þetta er annað árið í röð sem liðin mætast í úrslitaleik en í fyrra var sett aðsóknarmet þegar 2.011 áhorfendur studdu liðin dyggilega.
26.08.2015
Selfoss vann öruggan 1-3 útisigur á Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi.Það voru Guðmunda Brynja Óladóttir, Magdalena Anna Reimus og Dagný Brynjarsdóttir (víti) sem skoruðu mörk Selfyssinga auk þess sem vítaspyrna frá Guðmundu var varin.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Með sigrinum endurheimtu Selfyssingar þriðja sæti deildarinnar, en liðið hefur nú 29 stig og er með tveggja stiga forskot á Þór í 4.