Landsbankinn áfram einn af aðalstyrktaraðilum Brúarhlaupsins

Í vikunni var skrifað undir áframhaldandi samstarf Landsbankans á Selfossi og frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss. Landsbankinn og frjálsíþróttadeildin hafa um árabil átt mjög gott samstarf sem hefur verið báðum aðilum til gagns.

Fimleikadeildin safnar fyrir fjölskyldusvæði

Sunnudaginn 13. ágúst ætlar fimleikadeildin í samstarfi við Sumar á Selfossi að halda söfnunaræfingu og mun allur peningurinn renna til uppbyggingar á „fjölskyldusvæði* á Selfossi.

Skráning er hafin fyrir íþróttaskólann

Skráning er hafin fyrir íþróttaskóla barnanna og nú þarf að skrá sig í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra á slóðinni en ekki á staðnum eins og undanfarin ár.Hér eru upplýsingar um hvernig skal skrá sig .Íþróttaskólinn byrjar sunnudaginn 3.

Æfingar að hefjast

Taekwondoæfingar fyrir 13 ára og eldri hefjast aftur miðvikudaginn 9. ágúst klukkan 18:00-19:30.Við hlökkum til að sjá sem flesta í salnum okkar í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. .

Unglingalandsmótið verður á Selfossi árið 2020

Unglingalandsmót UMFÍ fór fram á Egilsstöðum nú um verslunarmannahelgina og var fjöldi Selfyssinga á mótinu ásamt tæplega 150 keppendum frá HSK.

ÓB-mótið fer fram um helgina

Hið árlega ÓB-mót í knattspyrnu fyrir stráka í 5. flokki fer fram á Selfossi um helgina. Flautað verður til leiks í fyrstu leikjum á mótinu klukkan 14.00 á föstudag, þá verður spilað hraðmót til að getuskipta liðunum fyrir riðlakeppnina sem fer fram á laugardag og sunnudag.Tæplega 50 lið eru skráð til leiks á mótinu og verður því fjöldi fólks á Selfossi um helgina gagngert til að fylgjast með mótinu.

Seinni hluti sumaræfinga hefst í dag

Sumaræfingar í fimleikum hefjast aftur í dag, þriðjudaginn 8. ágúst og standa til 18. ágúst.Það eru sömu æfingatímar og í júní.Vetraræfingar hefjast síðan í september en skráning er í fullum gangi.

Brúarhlaup Selfoss 2017

Brúarhlaup Selfoss fer fram laugardaginn 12. ágúst í tengslum við bæjarhátíðina. Keppt er í 5 og 10 km hlaupi, 2,8 km skemmtiskokki og 800 metra Sprotahlaupi barna 8 ára og yngri.

Bosníumaður í mark Selfyssinga

Handknattleiksdeild Selfoss hefur gert samning við hinn bráðefnilega bosníska markvörð Anadin Suljaković.Anadin er aðeins 19 ára gamall en er þrátt fyrir það reynslumikill markmaður.

Selfyssingar sigruðu Sindra

Selfyssingar unnu afar mikilvægan útisigur á Sindra í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær og endurheimtu þar með toppsætið í deildinni.Magdalena Anna Reimus kom Selfyssingum yfir strax á 3.