14.05.2015
fyrir árið 2015 er komið á vef Sveitarfélagsins Árborgar. Í blaðinu er hægt að finna upplýsingar um flest námskeið og æfingar sem í boði eru fyrir börn og ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2015.Blaðinu verður dreift inn á öll heimili sveitarfélagsins í byrjun næstu viku.
08.05.2015
Þrjár deildir Umf. Selfoss fengu endurnýjun viðurkenninga sinna sem á aðalfundi félagsins fimmtudaginn 16. apríl sl. en um er að ræða frjálsíþróttadeild, knattspyrnudeild og taekwondodeild.Í umsögn ÍSÍ kemur fram að handbækur deildanna eru vel unnar og uppfylla vel öll ákvæði fyrirmyndarfélaga þannig að tryggt er að allir rói í sömu átt.Sveitarfélagið Árborg styrkir sérstaklega fyrirmyndarfélög innan sveitarfélagsins á ári hverju.
26.04.2015
Laugardaginn 25. apríl var Barnabikarmót TKÍ haldið í Ármanssheimilinu. Frá Taekwondodeild Selfoss mættu 12 keppendur sem öll stóðu sig mjög vel.Það var sérstaklega tekið eftir því hversu prúð og stillt þau voru og þau voru alltaf tilbúin þegar þau áttu að keppa, hið sama er ekki hægt að segja um öll lið. Margir keppenda voru að keppa í fyrsta sinn og fer þetta beint í reynslubankann þeirra.
Sigurður Hjaltason og Magnús Ari Melsteð lentu í sama flokki eins og oft áður og kepptu síðan til úrslita þar sem Sigurður hafði betur.
Allir aðrir keppendur frá Selfossi lentu í verðlaunasæti og skiptust verðlaunin svona:
Gullverðlaun hrepptu: Björn Jóel Björgvinsson, Sigurður Hjaltason og Viktor Kári Garðarsson.
Silfurverðlaun hrepptu: Eva Margrét Þráinsdóttir, Hugdís Erla Jóhannsdóttir, Óðinn Magnússon, Ísak Guðnason og Magnús Ari Melsteð.
Bronsverðlaun hrepptu: Óskar Ingi Helgason, Þór Davíðsson, Fannar Máni Björgvinsson og Alma Sóley Kristinsdóttir.
PJ.
19.04.2015
Helgina 11. og 12. apríl fóru tveir keppendur frá Taekwondodeild Selfoss á Nutzi open í Finnlandi. Það voru þau Kristín Björg Hrólfsdóttir og Gunnar Snorri Svanþórsson.Gunnar Snorri keppti bæði í kadett flokki og einnig í junior flokki. Skemmst er frá því að segja að hann gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í -61 kg flokki í cadett flokki og vann til bronsverðaluna í junior -63 kg flokki.
01.04.2015
Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2014 verður haldinn í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 16. apríl klukkan 20:00.Aðalfundur Umf.
26.03.2015
Sunnudaginn 15. mars var haldið Íslandsmeistaramót í taekwondo þ.e. í bardaga. Selfoss tefldi fram 16 keppendum en tveir keppendur, Dagný María og Bjarni Snær, fengu enga mótherja og gátu þar af leiðandi ekki keppt..ÚrvalsdeildÍ flokki Kadett -61 varð Gunnar Snorri Svanþórsson Íslandsmeistari og Sigurður Gísli Christensen hlaut silfurverðlaun.
19.03.2015
Hérðaðsþing HSK fór fram á Flúðum sunnudaginn 15. mars. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru veittar viðurkenningar á þinginu og bar þar hæst að knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir sem lék með Selfoss í Pepsi deildinni sl.
19.03.2015
Í seinustu viku fóru aðalfundir júdódeildar, sunddeildar og taekwondodeildar Umf. Selfoss fram í Tíbrá. Það er sammerkt með deildunum að þrátt fyrir viðamikið og öflugt starf hefur með ráðdeild og dugnaði tekist að reka deildirnar með miklum sóma.
09.03.2015
Að undanförnu hefur skapast nokkur umræða um höfuðhögg íþróttafólks. Að því tilefni er rétt að rifja upp að í apríl 2014 gaf heilbrigðisnefnd KSÍ út.
05.03.2015
Ungmennafélag Selfoss hefur gengið frá samningi við Namo ehf. heildsölu og verslun sem býður upp á Jako íþróttavörumerkið. Samningurinn, sem nær til aðalstjórnar Umf.