Fréttir

Guðmunda Brynja og Daníel Jens íþróttafólk Árborgar

Knattspyrnukonan Guðmunda Brynja Óladóttir og taekwondomaðurinn Daníel Jens Pétursson, bæði úr Umf. Selfoss, eru íþróttakona og íþróttakarl Sveitarfélagsins Árborgar árið 2014. Uppskeruhátíð Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar var haldin í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands þriðjudagskvöldið 30.

Uppskeruhátíð ÍMÁ 2014

Hin árlega uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar verður haldin í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þriðjudaginn 30.

Beltapróf og HSK mót

Um helgina var haldið beltapróf og Taekwondodeild Umf. Selfoss stóð fyrir HSK móti í þróttahúsinu Iðu.62 aðilar vor skráðir í beltapróf og mættu flest allir þrátt fyrir veikindi á sumum bæjum. Allir þáttakendur í beltaprófinu stóðust próf, en aðeins tveir aðilar þurfa að sýna yfirþjálfara formin sín til að fá nýju beltin sín.Um 40 manns mættu til leiks á HSK mótinu þrátt fyrir slæmt veðurútlit. Keppt var í Poomsae, sparring og hinni sívinsælu þrautabraut. Einnig var sýningahópur Taekwondodeildar að frumsýna nýtt atriði sem vakti mikla lukku viðstaddra.Það er skemmst frá því að segja að mótið gekk í alla staði frábærlega og allir keppendur stóðu sig með stakri prýði.Stjórn Taekwondodeildar þakkar öllum keppendum og fjölskyldum þeirra fyrir frábært mótpj---.

HSK mótið í taekwondo

HSK mótið í taekwondo verður haldið sunnudaginn 14. desember í Iðu á Selfossi.Mótið byrjar klukkan 10:00 og verður keppt í þremur greinum: Sparring (bardaga), Poomse (form) og þrautabraut.

Ingibjörg Erla tapaði fyrsta bardaga

Ingibjörg Erla varð fyrir því óhappi að tábrotna á móti í Skotlandi tveimur vikum fyrir opna mótið í París.Hún mætti því tábrotin til leiks og gat ekki beitt sér sem skyldi og tapaði fyrsta bardaganum á móti keppanda frá Brasilíu.

Daníel Jens í 9.-16. sæti

Daníel Jens Pétursson og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir keppa um helgina á Paris open í taekwondo en mótið er G - class mót sem er mjög sterkt mót.Daníel Jens vann fyrsta bardaga sinn á París open 15-9 en seinni bardaga sínum tapaði hann 7-11.

Taekwondo æfingar í Þorlákshöfn

Það er föngulegur hópur af krökkum sem æfir taekwondo í Þorlákshöfn. Taekwondodeild Selfoss hefur verið með æfingar þar undanfarin misseri og eru þeir iðkendur sem lengst eru komnir með blá og græn belti.Iðkendur eru áhugasamir og mæta mjög vel.

Ingibjörg Erla hlaut styrk úr Afrekskvennasjóði

Í dag var úthlutað úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2014. Taekwondokonan Ingibjörg Erla Grétarsdóttir var ein þriggja kvenna sem hlaut styrk að þessu sinni. Ingibjörg Erla sem keppir fyrir Ungmennafélag Selfoss hefur verið ein fremsta taekwondokona landsins um árabil þrátt fyrir ungan aldur.

Paris Open Taekwondo 2014

10. TOURNOI INTERNATIONAL DE PARIS - WTF G1Helgina 22. og 23. nóvember munu Daníel Jens Pétursson og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir keppa á þessu firna sterka móti í París.

Frábær árangur á bikarmóti TKÍ I

Um liðna helgi var Bikarmót TKÍ I haldið í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Átta keppendur Umf. Selfoss kepptu í eldri hóp þ.e.