Fréttir

Aðalfundur Taekwondodeildar 2015

Aðalfundur Taekwondodeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá fimmtudaginn 12. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnirTaekwondodeild Umf.

Vilt þú bóka gleði, virðingu og fagmennsku?

Ungmennafélag Selfoss leitar eftir dugmiklum og drífandi bókara í 50% starfshlutfall. Um er að ræða starf sem er í sífelldri mótun og mun starfsmaðurinn koma að mótun starfsins.Við leitum að þjónustulunduðum og jákvæðum einstaklingi sem hefur áhuga á íþrótta- og félagsstarfi sem og gleði af því að vinna með fólki.Menntun, reynsla og eiginleikar: Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur Reynsla af bókhaldsstörfum Góð þekking og reynsla af notkun DK bókhaldshugbúnaðar og töflureiknis (Excel) Nákvæmni í vinnubrögðum og lipurð í samskiptum Gleði, virðing og fagmennska Meðal verkefna: Færsla á öllu bókhaldi félagsins Launaútreikningur allra deilda Umsjón með skráningar- og greiðslukerfinu Nóra Aðstoð við bókhaldsmál og fjáramálastjórn deilda Bókari Umf.

Góður árangur á Bikarmóti II TKÍ

Þrenn gullverðlaun, tvenn silfuverðlaun og ein bronsverðlaun!Sunnudaginn 15. febrúar var Bikarmót II haldið að Varmá í Mosfellsbæ og sendi taekwondodeild Selfoss sex keppendur á mótið , sem allir unnu til verðlauna.Kristín Björg Hrólfsdóttir keppti í flokki A senior -67 kg vann báða bardagana sína á 12 stiga reglunni eða 13-1 og vann til gullverðlauna.Gunnar Snorri Svanþórsson keppti í flokki A junior -55 kg / cadett -57 kg en hann er í cadett flokki.

Allir frá Selfossi á pall á NM í Taekwondo

Norðurlandamótið í taekwondo fór fram um helgina. Umf. Selfoss átti fimm fulltrúa á mótinu og komust þeir allir á verðlaunapall.Daníel Jens Pétursson Norðurlandameistari 2015 Ingibjörg Erla Grétarsdóttir Norðurlandameistari 2015 Gunnar Snorri Svanþórsson Norðurlandameistari 2015 Dagný María Pétursdóttir silfurverðlaun Kristín Björg Hrólfsdóttir bronsverðlaun.Allir í Selfossliðinu þurftu að hafa mikið fyrir sínum verðlaunum og kepptu allir í fjölmennum flokkum.Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.PJ---Frá vinstri: Daníel Jens, Dagný María, Master Sigursteinn, Gunnar Snorri, Kristin Björg og Ingibjörg Erla. Umf.

Fimm Selfyssingar keppa á NM í taekwondo

Um næstu helgi fara fimm aðilar frá Taekwondodeild Umf. Selfoss til keppni á Norðurlandamótinu í taekwondo.Kvintettinn frá Selfossi sem keppir fyrir Íslands hönd eru Daníel Jens Pétursson, Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Krístín Björg Hrólfsdóttir, Dagný María Pétursdóttir og Gunnar Snorri Svanþórsson. Þau voru öll valin af landsliðsþjálfara Íslands til að keppa á þessu mótinu.

Allir velkomnir á æfingar í taekwondo

Æfingar í taekwondo eru hafnar á ný í Baulu og fara fram á sömu tímum og fyrir áramót.Öllum er velkomið að koma og prófa æfingar hjá taekwondodeildinni.Hér á eftir má finna nánari upplýsingar um .

Selfossþorrablótið í Hvítahúsinu – Örfáir miðar eftir í matinn

Ákveðið hefur verið að færa Selfossþorrablótið 2015 í Hvítahúsið til að skapa enn meiri og þéttari stemningu um blótsgesti.

Frábær árangur hjá Taekwondodeild á RIG

Taekwondodeild Selfoss vann til sjö verðlauna á alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum, RIG, um liðna helgi. Alls unnu kependur deildarinnar til fjögurra gullverðlauan, einna silfurverðlauna og tveggja bronsverðlauna.Daníel Jens vann fyrri bardagann sinn 23-11 á móti Kristmundi Gíslasyni frá Keflavík.

Selfossþorrablótið 2015

Selfossþorrablótið 2015 verður haldið í íþróttahúsi Vallaskóla laugardaginn 24. janúar,Miðasala og borðapantanir fer fram í , til kl.

Úthlutað úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Árborgar

Tilkynnt var um úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Árborgar á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar sem fram fór í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands 30.