Fréttir

Nettómótið í hópfimleikum

Fimleikadeild Selfoss heldur byrjendamót í hópfimleikum laugardaginn 14. mars 2015. Mótið verður haldið í íþróttahúsinu Baulu sem er íþróttahús Sunnulækjarskóla á Selfossi.Keppt verður eftir 5.

Silfur eftir harða keppni í 3.flokki á Íslandsmóti unglinga

Keppni lauk í 3.flokki á Íslandsmóti unglinga í gær.  Selfyssingar tefldu fram tveimur liðum í þeim flokki.  Annað liðið keppti í A-deild og átti þar í harðri keppni við lið Stjörnunnar sem hafði betur og uppskáru okkar stúlkur silfur.

Fyrsti titillinn í hús á Íslandsmóti unglinga í hópfimleikum

Selfossstúlkur í 4.flokki A-deild gerðu sér lítið fyrir og nældu sér í Íslandsmeistaratitil.  Þær gerðu svakalega gott og öruggt mót og voru efstar á öllum áhöldum.

Silfur og brons á fyrsta degi Íslandsmóts unglinga

Íslandsmót unglinga í hópfimleikum hófst í kvöld með keppni í tveimur flokkum.  Keppt var í eldri flokki drengja og 1.flokki stúlkna.

Unglingamót í hópfimleikum

Íslandsmót unglinga í hópfimleikum fer fram helgina 13.-15. febrúar í húsakynnum Gerplu í Kópavogi.Mótið er eitt það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi en alls eru 781 keppandi skráðir til leiks eða um 66 lið í fimm flokkum.

HSK mót í fimleikum

HSK mótið í fimleikum var haldið 8. febrúar 2015 í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn. Fimleikadeild Þórs Þorlákshöfn hélt mótið að þessu sinni og gekk mótið mjög vel fyrir sig.

Árangursríkt námskeið hjá Silju

Laugardaginn 24. janúar kom góður gestur í heimsókn í Fimleikadeild Selfoss. Silja Úlfarsdóttir fyrrverandi afrekskona í frjálsum íþróttum heimsótti þjálfara og iðkendur og var með námskeið í hlaupaþjálfun.

Hlaupatækni og hlaupastíll

Laugardaginn 24. janúar stendur Fimleikadeild Selfoss fyrir komu Silju Úlfarsdóttur þjálfara sem ætlar að vera með æfingu í hlaupastíl og hlaupatækni með það að markmiði að ná sem mestu út úr hlaupi á trampólínið.Silja er fyrrverandi afrekskona í frjálsum íþróttum en hún hefur mikla reynslu af hlaupum en það var hennar áhersla á ferlinum.Um morguninn fara þjálfararnir í deildinni á fyrirlestur og í verklega kennslu en eftir hádegið verða tveir tímar fyrir iðkendur deildarinnar í hlaupaþjálfun og fræðslu um tækni og stíl í spretthlaupi sem nýtist á trampólínið.

Selfossþorrablótið í Hvítahúsinu – Örfáir miðar eftir í matinn

Ákveðið hefur verið að færa Selfossþorrablótið 2015 í Hvítahúsið til að skapa enn meiri og þéttari stemningu um blótsgesti.

HSK mót í fimleikum

HSK mótið í fimleikum verður að þessu sinni haldið í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi þann 8. febrúar nk.Keppt verður eftir Team gym reglum auk byrjendaflokka með undanþágum líkt og undanfarin ár.