28.08.2019
Vetrarstarfið hjá yngstu hópum í frjálsum hefjast mánudaginn 2. september, iðkendur 10-13 ára hefja æfingar mánudaginn 9. september og meistarahópurinn hefur tímabilið mánudaginn 23.
18.08.2019
Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram helgina 17.-18. ágúst sl. á Akureyri. Veðuraðstæður voru fremur óhagstæðar, kuldi og vindur sem gerðu þrautina enn erfiðari fyrir keppendur.
18.08.2019
Eva María Baldursdóttir náði þeim frábæra árangri að krækja sér í silfurverðlaun í hástökki á Norðurlandameistaramóti í frjálsum íþróttum undir 20 ára aldri sem fram fór í Noregi helgina 17.-18.ágúst sl.
01.08.2019
Brúarhlaup Selfoss fer fram laugardaginn 10. ágúst í tengslum við bæjarhátíðina. Keppt er í 5 og 10 km hlaupi, 2,8 km skemmtiskokki og 800 metra Sprotahlaupi barna 8 ára og yngri.
01.07.2019
Þrjú ungmenni frá Frjálsíþróttadeild Selfoss tóku þátt í Gautaborgarleikunum í frjálsum íþróttum sem haldnir voru dagana 28.-30.júní í Gautaborg. Mótið er mjög fjölmennt og sterkt og virkilega vel að því staðið. Eva María Baldursdóttir, 16 ára, stökk 1.71m í hástökki og náði þeim frábæra árangri að vinna til silfurverðlauna.
25.06.2019
Vormót ÍR fór fram á Laugardalsvelli 25.júní. Þrír keppendur frá Frjálsíþróttadeild Selfoss tóku þátt í mótinu og stóðu sig með miklum ágætum. Eva María Baldursdóttir sigraði hástökk í kvennaflokki með því að stökkva léttilega yfir 1.70m og hún reyndi síðan við 1.76m og átti fínar tilraunir.
24.06.2019
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í flokki 11-14 ára fór fram á Laugardalsvelli við góðar aðstæður helgina 22.-23.júní sl.
21.06.2019
Hin stórefnilega Eva María Baldursdóttir er komin í Stórmótahóp FRÍ. Á Vormóti UMSB þann 2.júní sl. stökk hún 1.75m í hástökki en lágmark í hópinn í hennar aldurflokki (16-17 ára) er 1.73m.
18.06.2019
Meistaramót Íslands í flokki 15-22 ára fór fram á Selfossvelli við góðar aðstæður helgina 15.-16.júní sl. HSK/Selfoss sendi sameiginlegt lið til keppninnar og endaði liðið í 3.sæti örfáum stigum á eftir Breiðablik en ÍR-ingar unnu öruggan sigur.
12.06.2019
Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum fer fram um næstu helgi á Selfossvelli. Mótið hefst klukkan 10 báða dagana.Alls eru 212 keppendur frá 25 félögum víðs vegar um landið skráðir til keppni.