11.11.2013
Stelpurnar í 6. flokki kvenna eldra ár gerðu sér lítið fyrir og unnu alla sína leiki í 2. umferð Íslandsmótsins sem fram fór í Kórnum í Kópavogi um seinustu helgi.
11.11.2013
Fjórir núverandi og fyrrverandi nemendur Fimleikaakademíu Umf. Selfoss og FSu kepptu um helgina á Norðurlandamóti fullorðinna í hópfimleikum sem fram fór í Danmörku.
10.11.2013
Meistaraflokkur kvenna tók á móti Íslandsmeisturum Fram á laugardag. Þrátt fyrir virkilega góðan leik varð niðurstaðan svekkjandi eins marks tap, lokastaðan 21-22.
10.11.2013
Mfl. karla tók á móti KR á föstudaginn en KR-ingar eru nýliðar í deildinni og tefla fram ágætu liði með öfluga handboltamenn innanborðs.KR skoraði fyrsta mark leiksins en Selfoss svaraði með þremur mörkum í röð og hélt forystunni allan leikinn.
08.11.2013
Undanfarin ár hefur farið fram metnaðarfullt yngri flokka starf hjá handboltanum á Selfossi. Í stuttri samantekt sem Gunnar Gunnarsson þjálfari meistaraflokks karla tók saman kemur fram að það er einungis Fram sem er með fleiri leikmenn en Selfoss í yngri landsliðum HSÍ sem valin voru í október.Hvorki fleiri né færri en 15 leikmenn frá Selfossi voru valdir í landsliðin eða rúmlega 10% allra landsliðsmanna yngri landsliðanna.
07.11.2013
Karlalið Selfoss í knattspyrnu fær að minnsta kosti einn leikmann til liðs við sig frá Brentford á Englandi á næsta ári. Þetta er niðurstaðan úr heimsókn forsvarsmanna liðsins til Brentford á dögunum.
06.11.2013
Unglingamót HSK í sundi fer fram í Sundhöll Selfoss sunnudaginn 17. nóvember. Upphitun hefst kl. 9:15 og mót kl. 10:00.Keppnisflokkar eru eftirfarandi:Hnátur og hnokkar eru 10 ára og yngri (2003 og yngri).Sveinar og meyjar eru 11-12 ára (2001 - 2002).Telpur og drengir eru 13-14 ára (1999 -2000).Hver keppandi má synda þrjár greinar til stiga og verðlauna.
06.11.2013
Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara æfingarnar fram í Kórnum og í Egilshöll.Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, völdu þrjá leikmenn Selfoss á æfingarnar.
05.11.2013
Það var stór stund í sögu knattspyrnunnar á Selfossi þegar Guðmunda Brynja Óladóttir lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Serbum í undankeppni HM í knattspyrnu fimmtudaginn 31.
05.11.2013
Á herrakvöldi knattspyrnudeildar sem haldið var í Hvítahúsinu sl. föstudag afhenti Kjartan Björnsson minjanefnd Ungmennafélagsins safn sitt sem spannar sögu knattspyrnunnar á Selfossi á ferli hans sem leikmaður, stjórnarmaður og dómari fyrir félagið.