Fréttir

Aðalfundur fimleikadeildar 2016

Aðalfundur fimleikadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 9. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnirFimleikadeild Umf.

Tvö lið Selfyssinga bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmót unglinga í hópfimleikum fór fram helgina 26.-28. febrúar. Mótið var haldið í Versölum, íþróttahúsi Gerplu í Kópavogi, og er þetta fjölmennasta hópfimleikamót sem haldið hefur verið hér á landi.Fimleikadeild Selfoss sendi alla sína keppnishópa á mótið, alls fimmtán lið.

Bikarmót unglinga - Skipulag

Um komandi helgi fer fram stærsta hópfimleikamót á Íslandi frá upphafi en keppendur eru orðnir yfir 1.000. Fimleikadeild Selfoss sendir 15 lið til keppni eða rúmlega 160 keppendur.Dagskráin verður stíf frá morgni til kvölds og má búast við skemmtilegri keppni í öllum flokkum en margir eru að stíga sín fyrstu spor á keppnisgólfinu.

Frábær árangur á Wow-mótinu

WOW-mótið í hópfimleikum fór fram í Iðu á Selfossi síðastliðinn laugardag. Selfoss sendi tvö lið til keppni þ.e. blandað lið fullorðinna og 1.

Wow-mótið í hópfimleikum á Selfossi

Laugardaginn 20. febrúar heldur fimleikadeild Selfoss Wow-mótið í hópfimleikum í Iðu á Selfossi en það er fyrsta mótið í meistaraflokki í vetur.

Selfoss got talent 2016

Nú er loksins komið að því en hæfileikakeppnin fer fram í annað sinn á Hótel Selfossi laugardagskvöldið 30. janúar.Þar leiða saman hesta sína allar helstu íþróttastjörnur úr meistaraflokkum á Selfossi og reyna aldrei þessu vant að heilla dómarana sem oftar en ekki eru í því hlutverki að skakka leikinn.

Gyða Dögg íþróttamaður Ölfuss 2015

Akstursíþróttamaðurinn Gyða Dögg Heiðarsdóttir var valin íþróttamaður Ölfuss árið 2015. Gyða Dögg, sem keppir fyrir mótokrossdeild Umf.

Líf og fjör í íþróttaskóla barnanna

Íþróttaskóli barnanna hjá fimleikadeildinni hófst að nýju seinasta sunnudag í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. Fjöldi nýrra iðkenda hóf æfingar en einnig voru mörg andlit frá því fyrir áramót.

Þjálfararáðstefna Árborgar 2015-2016

Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Sunnulækjarskóla á Selfossi föstudaginn 15. og laugardaginn 16. janúar 2016. Þema ráðstefnunnar í ár er markmið, skipulag og vellíðan.Á ráðstefnuna er boðið öllum þjálfurum sem starfa á sambandssvæði HSK og eru yfir 18 ára aldri. Mikil áhersla er lögð á það af vegum sveitarfélagsins að allir þjálfarar í sveitarfélaginu mæti á ráðstefnuna. En rétt er að geta þess að ráðstefnan er öllum opin þó sérstök áhersla sé lögð að sunnlenska þjálfara.Þátttökugjald á ráðstefnuna er kr.

Íþróttaskóli barnanna hefst á sunnudag

Íþróttaskóli barnanna hefst að nýju sunnudaginn 10. janúar. Kennt er í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla í alls tíu skipti.Kennt er í tveimur hópum.Hópur 1 - Klukkan 10:00-10:50 fyrir börn fædd 2013 og 2014. Hópur 2 - Klukkan 11:00-11:50 fyrir börn fædd 2010-2012.Kennarar eru Steinunn Húbertína Eggertsdóttir grunnskólakennari og Sigurlín Garðarsdóttir íþróttafræðingur.Skráning á staðnum frá klukkan 9:30.