06.12.2015
Í ljósi mjög slæmrar veðurspár og tilmæla frá um að fólk sé ekki á fer eftir klukkan 12:00 á hádegi mánudaginn 7. desember, munu allar æfingar hjá Umf. Selfoss falla niður í dag, mánudag.Allar æfingar hjá fimleikadeild, frjálsíþróttadeild, handknattleiksdeild, júdódeild, knattspyrnudeild, sunddeild og taekwondodeild falla niður.
03.12.2015
Jólasýning fimleikadeildar árið 2015 ber heitið Helga Nótt og kærleikstréð.Sýningar verða í íþróttahúsi Vallaskóla laugardaginn 12.
25.11.2015
Haustmót Fimleikasambandsins var haldið á Akranesi síðastliðna helgi. Fimleikadeild Selfoss átti tíu lið á mótinu en alls tóku 67 lið þátt eða um 800 keppendur.
16.11.2015
Blandað lið Selfoss hafnaði í sjötta sæti af átta liðum á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fram fór á Íslandi um helgina.
13.11.2015
Stjórn Verkefnasjóðs HSK hefur úthlutað tæpum þremur milljónum til 35 verkefna á sambandssvæði sínu en alls bárust 49 umsóknir til sjóðsins í ár.
11.11.2015
Selfoss keppir á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fram fer í Vodafonehöllinni laugardaginn 14. nóvember. Þetta er stór dagur í sögu félagsins þar sem þetta er í fyrsta skipti sem lið Selfyssinga nær inn á Norðurlandamót í fullorðinsflokki en félagið hefur tvisvar sinnum áður keppt á Norðurlandamóti unglinga, árið 2008 í Bergen og 2014 í Garðabæ.
28.10.2015
Jón R. Bjarnason, bankastjóri Íslandsbanka á Selfossi handsalaði fyrir skömmu styrktarsamning við Fimleikadeild Umf. Selfoss.Íslandsbanki hefur um árabil verið aðalstyrktaraðili fimleikadeildarinnar og var samningurinn endurnýjaður í upphafi október.
27.10.2015
Meistaraflokkur Selfoss mun ásamt liðum Íslands sem taka þátt á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sýna á sem haldið verður á sunnudag hjá Stjörnunni í Ásgarði.
26.10.2015
Í síðustu viku birt á heimasíðu ASÍ niðurstaða úr könnun verðlagseftirlits ASÍ sem tók saman hvað það kostar að æfa fimleika fyrir 8-10 ára börn haustið 2015.Óhætt er að segja að fimleikadeild Selfoss komi vel út úr samanburðinum en mánaðargjald í hjá deildinni er um 40% ódýrara en hjá sambærilegum félögum á höfuðborgarsvæðinu.
19.10.2015
Á formanna- og framkvæmdastjórafundi Fimleikasambands Íslands í haust voru þær nýjungar kynntar í tengslum við mót hjá FSÍ að félögin þurfa að greiða mótagjöld um leið og skráð er á mót.