Fréttir

Óskað eftir nýju dansgólfi

Fimleikadeild Umf. Selfoss hefur sent bæjarráði Árborgar bréf þar sem deildin óskar eftir fjárveitingu til að kaupa nýtt dansgólfi fyrir deildina.

Fimleikafólk á leið á EM

Átta ungmenni frá fimleikadeild Selfoss keppa með landsliðum Íslands á sem haldið verður í Maribor í Slóveníu í næstu viku.Þetta er gríðarlega góður árangur fyrir fimleikadeild Umf Selfoss og sýnir hversu öflug deildin er.Úrtökuæfingar fyrir landsliðin byrjuðu í febrúar en frá því í vor hafa ungmennin lagt nótt við dag og æft 5-6 sinnum í viku eða um 20 tíma á viku til að vera sem best undirbúin fyrir mótið.Ungmennin standa sjálf straum af miklum kostnaði vegna verkefnisins eða um 400 þúsund krónur á hvert þeirra.

Vertu mEMm

Nú styttist í Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer í Maribor í Slóveníu 12.-15. október. Á sunnudaginn var haldið keyrslumót fyrir landsliðin okkar þar sem áhorfendum gafst kostur á að sjá þau keyra sínar æfingar á lokametrum undirbúnings.Ísland sendir að þessu sinni fjögur lið til keppni: kvennalandslið, blandað lið, stúlknalandslið og blandað lið unglinga.

Fullorðinsfimleikar

Fullorðinsfimleikar á vegum fimleikadeildar Ungmennafélags Selfoss byrja í kvöld, fimmtudaginn 15. september kl. 20:30 - 22:00 í Baulu, íþróttahúsinu við Sunnulækjarskóla. Tíu skipta námskeið hjá reyndum þjálfara.

Um æfingagjöld

Vegna umræðu um æfingagjöld vill stjórn fimleikadeildar Umf. Selfoss koma eftirfarandi skýringum á framfæri. Það er misdýrt að æfa einstakar íþróttagreinar því að ólíku er saman að jafna.Æfingagjöld eru reiknuð út frá tímafjölda iðkenda, fjölda barna í hóp og fjölda þjálfara á hóp.

Frístundastyrkurinn greiddur samstundis

Nú er vetrarstarfið hjá deildum Umf. Selfoss að hefjast og er hægt að ganga frá skráningu og greiðslu í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra.Sú ánægjulega breyting hefur orðið að nú er hægt að sækja um leið og gengið er frá greiðslu í.

Æfingar í fimleikum hefjast í dag

Vetraræfingar hjá fimleikadeild Selfoss hefjast í dag, fimmtudaginn 1. september. Foreldrar og forráðamenn hafa þegar fengið tölvupóst með upplýsingum um æfingahópa, þjálfara og tímasetningu æfinga.Ef foreldrar hafa ekki fengið neinn póst eða önnur viðbrögð frá fimleikadeildinni er velkomið að senda póst á Evu Þórisdóttur, yfirþjálfara deildarinnar á póstfangið .---Iðkendur í meistaraflokki hafa alist upp í hvetjandi og skemmtilegu umhverfi fimleikadeildar Selfoss en fimm einstaklingar úr þessum hópi æfa nú fyrir Evrópumótið sem fer fram í október. Ljósmynd: Umf.

Skráning í fimleika

Skráning í fimleika fyrir haustið 2016 er hafin inn á. Vinsamlegast passið upp á að klára skráninguna en ganga þarf frá greiðslu 0,- krónur til að skráningin gangi í gegn.

Átta í landslið fimleika

Átta iðkendur frá Fimleikadeild Ungmennafélags Selfoss hafa verið valdir í landslið Íslands sem keppir á Evrópumeistaramóti í hópfimleikum sem haldið verður í Slóveníu í október.Eva Grímsdóttir er í A landsliði kvenna.

Þjóðahátíðarblöðrur og hátíðarkaffi

Fimleikadeild Umf. Selfoss verður með blöðrusölu í tjaldinu í miðbæjargarðinum á 17. júní. Tjaldið opnar klukkan 11 og hægt að nálgast blöðrur strax þá.