15.11.2016
Stelpurnar í Selfoss 6 kepptu á Haustmóti síðasta laugardag. Stelpurnar stóðu sig vel en þær hafa þó átt betri dag, þessar efnilegu stelpur eiga mikið inni og mæta ennþá sterkari til leiks á næsta mót.
14.11.2016
Stelpurnar í Selfoss 3 kepptu á Haustmóti síðastliðinn sunnudag. Þær voru að keppa í fyrsta skipti með nýjan dans sem gekk mjög vel hjá þeim, þær áttu ekki sinn besta dag á trampolíni en létu það ekki á sig fá og framkvæmdu frábær dýnustökk.
14.11.2016
Stelpurnar í Selfoss 5 kepptu á Haustmóti síðasta sunnudag. Þær stóðu sig mjög vel en þeirra besta áhald var dans. Þær eiga þó helling inni og það verður gaman að fylgjast með þeim í vetur.
12.11.2016
Dagana 12. - 13. nóvember fer fram fyrra haustmótið í hópfimleikum. Mótið er að þessu sinni haldið í Ásgarði, í umsjón fimleikadeildar Stjörnunnar.Í ár er haustmótið í tvennu lagi og verða keppnisflokkar á þessu fyrra haustmóti 4.
21.10.2016
Það fór vart fram hjá neinum sem fylgdist með Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í sjónvarpinu að Sunnlendingar fjölmenntu á pallana til að styðja sitt fólk.
19.10.2016
Selfoss átti átta fulltrúa í landsliðum Íslands sem kepptu á Evrópmótinu í hópfimleikum sem fram fór í Slóveníu um síðustu helgi.Þær Aníta Sól Tyrfingsdóttir og Júlíana Hjaltadóttir urðu Evrópumeistarar með stúlknaliðinu sem átti frábæran dag en þær fengu hæstu einkunn bæði í dansi og á trampólíni.Eva Grímsdóttir var fulltrúi Selfoss í kvennaliðinu sem eftir harða baráttu endaði í öðru sæti tæplega 0,3 frá gullinu.Hekla Björt Birkisdóttir keppti með blönduðu liði unglinga sem stóð sig frábærlega og enduðu í þriðja sæti á eftir sterkum liðum Danmerkur og Noregs.Í blönduðu liði fullorðinna átti Selfoss fjóra fulltrúa þau Margréti Lúðvígsdóttur, Eystein Mána Oddsson, Konráð Oddgeir Jóhannsson og Rikharð Atla Oddsson þau áttu frábæran dag og hækkuðu sig um tvö sæti frá því úr undanúrslitunum og nældu sér í bronsverðlaun.Þetta öfluga íþróttafólk hefur æft fimleika frá barnsaldri og lagt mjög hart að sér við æfingar. Undirbúningur landsliða undir Evrópumótið hefur staðið í tíu mánuði og hafa þau æft mjög stíft með landsliðunum síðustu sex mánuði í allt að 20 tíma á viku.Einnig er fjallað um árangur landsliðsfólksins okkar og móttökuna á vef .Það er mjög ánægjulegt að sjá að þrotlausar æfingar hafa skilað þessum frábæra árangri og ekki á hverjum degi sem Umf.
17.10.2016
Tveir Selfyssingar eru í íslenska landsliðinu sem tekur þátt í Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Þrándheimi í Noregi helgina 22.
16.10.2016
EM ævintýrið er á enda og krakkarnir á leiðinni heim frá Slóveníu. Þau stóðu sig öll frábærlega og af því tilefni verður tekið vel á móti þeim mánudaginn 17.
15.10.2016
Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum hafnaði í 2. sæti á Evrópumótinu í hópfimleikum í dag.Sáralitlu munaði á því sænska og því íslenska eða einungis 0.294 stigum.
15.10.2016
Íslenska liðið í blönduðum flokki átti ærið verkefni fyrir höndum í dag eftir að hafa lent í 5. sæti í undankeppninni. Markmiðið var sett á verðlaun og til að það gengi upp þurfti liðið að bæta sig á öllum áhöldum.Dagurinn byrjaði því ekki vel því Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman veiktist í nótt og urðu þjálfarar því að kippa inn varamanni.