Fréttir

Fimleikaæfingar hefjast á föstudaginn

Búið er að raða í hópa fyrir æfingar vetrarins í fimleikum og hefjast æfingar skv. stundatöflu föstudaginn 1. september. Æfingar fara fram í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla.Tímasetningar æfinga voru sendar til foreldra og forráðamanna í tölvupósti.

Tómstundamessa í Árborg

Fimmtudaginn 31. ágúst mun Sveitarfélagið Árborg standa fyrir svokallaðri „Tómstundamessu" í íþróttahúsinu Vallaskóla í samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir barna á leik- og grunnskólaaldri í sveitarfélaginu.Öllum aðilum sem vinna með frítíma barna og unglinga fá tækifæri til að kynna starfið sitt fyrir nemendum í grunnskólum Árborgar og elstu bekkjum leikskóla og foreldrum þeirra.

Skráningu í fimleika lýkur á sunnudag

Opið er fyrir skráningar í fimleika og hefur skráningarfrestur verið framlengdur til sunnudagsins 20. ágúst. Skráning fer fram í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra á slóðinni .Vinna við að raða í hópa fyrir veturinn er í fullum gangi og verður vonandi hægt að kynna hópaskiptingu og æfingatíma í næstu viku. .

Söfnunardagur fimleikadeildar heppnaðist vel

Sunnudaginn 13. ágúst stóð fimleikadeild Selfoss fyrir fjáröflun til uppbyggingar á fjölskyldusvæði sem á að rísa á Selfossi. Haldin var fimleikaæfing í Baulu, íþróttahúsinu á Selfossi og kostaði kr.

Fimleikadeildin safnar fyrir fjölskyldusvæði

Sunnudaginn 13. ágúst ætlar fimleikadeildin í samstarfi við Sumar á Selfossi að halda söfnunaræfingu og mun allur peningurinn renna til uppbyggingar á „fjölskyldusvæði* á Selfossi.

Skráning er hafin fyrir íþróttaskólann

Skráning er hafin fyrir íþróttaskóla barnanna og nú þarf að skrá sig í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra á slóðinni en ekki á staðnum eins og undanfarin ár.Hér eru upplýsingar um hvernig skal skrá sig .Íþróttaskólinn byrjar sunnudaginn 3.

Seinni hluti sumaræfinga hefst í dag

Sumaræfingar í fimleikum hefjast aftur í dag, þriðjudaginn 8. ágúst og standa til 18. ágúst.Það eru sömu æfingatímar og í júní.Vetraræfingar hefjast síðan í september en skráning er í fullum gangi.

Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina

Unglinaglandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum nú um verslunarmannahelgina, hefðbundin íþróttakeppni hefst á föstudag og mótsslit verða á sunnudagskvöld.

Opið fyrir skráningu í fimleika

Opnað hefur verið fyrir skráningu í fimleika fyrir næsta fimleikaár en æfingar byrja 1 september. Vinsamlegast passið upp á að klára skráninguna en ganga þarf frá greiðslu 0,- krónur til að skráningin gangi í gegn.

Skráningarfrestur á Unglingalandsmót framlengdur

Ákveðið hefur verið að lengja frestinn til að skrá þátttakendur á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.