Fréttir

Margrét valin íþróttamaður HSK 2016

Ársþing HSK fór fram um helgina í Hveragerði en á þinginu var fimleikakonan Margrét Lúðvígsdóttir valin íþróttamaður HSK  árið 2016.Margrét hefur æft fimleika frá unga aldri og náð miklum árangri innan greinarinnar.

Ræktó styður fimleika

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða fagnaði 70 ára afmæli á  liðnu ári og var af því tilefni ákveðið að veita styrk til verðugs verkefnis.

Bikarmót unglinga í hópfimleikum

Bikarmót unglinga í hópfimleikum fór fram helgina 25.-26. febrúar.  Mótið fór fram í Versölum, íþróttahúsi Gerplu í Kópavogi, þar tóku þátt um 900 keppendur á aldrinum 9 til 13 ára.Fimleikadeild Selfoss sendi alla sína keppnishópa á þessum aldri á mótið, alls ellefu lið.

Aðalfundur fimleikadeildar 2017

Aðalfundur fimleikadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá þriðjudaginn 28. febrúar klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Fimleikadeild Umf.

Mikið fjör á Nettómótinu

Nettómótið var haldið um helgina í íþróttahúsinu  Iðu á Selfossi. Þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið en í ár tóku rúmlega 150 krakkar þátt á mótinu.Það voru 16 lið sem kepptu frá sex félögum en það voru Afturelding, Björk, Gerpla, Rán, Stokkseyri og heimaliðið Selfoss.

Nettómótið á sunnudaginn

Hið árlega Nettómót í hópfimleikum verður haldið í íþróttahúsinu Iðu sunnudaginn 19. febrúar. Mótið hefst klukkan 9:00 og stendur til 14:00.

Íþróttaskólinn hefst á sunnudaginn

Íþróttaskóli barnanna hefst að nýju sunnudaginn 15. janúar 2017. Kennt er í Baulu íþróttahúsi Sunnulækjarskóla í alls tíu skipti .Kennarar eru Steinunn Húbertína Eggertsdóttir kennari og Sigurlín Garðarsdóttir íþróttafræðingur.Kennt er í tveimur hópum:Hópur 1 kl.

Fullorðinsfimleikar

Fullorðinsfimleikar á vegum fimleikadeildar Ungmennafélags Selfoss byrja í kvöld, fimmtudaginn 12. janúar kl. 20:30-22:00 í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. Tíu skipta námskeið hjá reyndum þjálfara.Skráning í gegnum Nóra á slóðinni .Mjög góð og skemmtileg hreyfing fyrir alla og engar kröfur um kunnáttu í fimleikum.

Uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands og TM

Síðasta fimmtudag fór fram uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands og TM. Hátíðin var öll hin glæsilegasta, hún fór fram í salnum Flóa í Hörpu.Góð mæting var á hátíðina og var gleðin allsráðandi.

Hekla Björt íþróttamaður Hveragerðis

Fimleikakonan Hekla Björt Birkisdóttir sem keppir með Umf. Selfoss var kjörin íþróttamaður ársins í Hveragerði árið 2016 í hófi menningar, íþrótta- og frístundanefndar Hveragerðis í síðustu viku.