Fréttir

Fimleikadeild Selfoss óskar eftir þjálfara

Fimleikadeild Selfoss óskar eftir að ráða þjálfara fyrir elstu hópa félagsins í hópfimleikum. Um er að ræða þjálfun á iðkendum fæddum 2002 og eldri bæði strákum og stelpum.

Forskráning í fimleika haust 2016

Forskráning í fimleika er hafin inn á . Allir þeir sem skrá sig fyrir 1. júlí eru í forgangi í hópa hjá deildinni.Þegar forskráð er inn á síðunni þarf að athuga að ganga frá skráningunni alla leið það er ganga frá greiðslu núll krónur.

Nýr yfirþjálfari fimleikadeildar Selfoss

Fimleikadeild Ungmennafélags Selfoss hefur ráðið Evu Þórisdóttur í stöðu yfirþjálfara deildarinnar frá 1. ágúst 2016.Eva þekkir vel til fimleika á Selfossi en hún hefur stundað æfingar og þjálfað hjá deildinni auk þess sem hún hefur fjölbreytta dómarareynslu í greininni.Sú breyting verður hjá deildinni í haust að í stað 3ja yfirþjálfara á mismunandi aldursstigum mun einn hafa yfirumsjón með starfinu.Við bjóðum Evu  velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins.Stjórn fimleikadeildar Umf.

Sex Selfyssingar í unglingalandsliðunum

Landsliðshópar unglinga í hópfimleikum fyrir Evrópumótið 2016 hafa verið valdir. Sex Selfossstelpur eru í hópunum sem munu æfa á fullu í allt sumar.

Selfyssingar unnu þrjá Íslandsmeistaratitla og tvo deildarmeistaratitla

Subway Íslandsmótið í hópfimleikum var haldið á Selfossi um liðna helgi. Mótið er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í hópfimleikum á Íslandi en alls tóku um 1100 keppendur þátt í 90 liðum frá 16 félögum víðs vegar af landinu.

Elmar ráðinn framkvæmdastjóri

Fimleikadeild Ungmennafélags Selfoss hefur ráðið Elmar Eysteinsson í stöðu framkvæmdastjóra deildarinnar frá 1. ágúst 2016 en þá kveður Olga Bjarnadóttir eftir 25 ára starf hjá deildinni.Elmar er menntaður íþróttafræðingur og rekur sjálfstæða einkaþjálfararáðgjöf.

Sumarblað Árborgar 2016

fyrir árið 2016 er komið á vef Sveitarfélagsins Árborgar. Í blaðinu er hægt að finna upplýsingar um flest námskeið og æfingar sem í boði eru fyrir börn og ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2016.Blaðinu var einnig dreift inn á öll heimili sveitarfélagsins.

Subway-mótið á Selfossi 2016

Stærsta hópfimleikamót sem haldið hefur verið á Íslandi fer fram á Selfossi um helgina en um er að ræða Subway-Íslandsmótið í hópfimleikum.

Átta Selfyssingar í íslenska hópnum

Átta Selfyssingar eru í landsliðshópum Íslands í fullorðinsflokkum fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer í Slóveníu 10.-16.

Viðurkenningar veittar á minningarmóti

Minningarmótið um Magnús Arnar Garðarsson var haldið í íþróttahúsi Iðu fimmtudaginn 5. maí. Iðkendur á aldrinum 8-24 ára tóku þátt í þessum hluta mótsins en minningarmót fyrir yngri iðkendur verður haldið síðar í mánuðinum.Krakkarnir sýndu flotta fimleika á mótinu og var gaman að sjá framfarirnar eftir veturinn.