31.03.2016
Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2016 verður haldinn í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 14. apríl klukkan 20:00.Aðalfundur Umf.
22.03.2016
Fimleikasamband Íslands stóð fyrir sameiginlegri drengjaæfingu hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ sl. laugardag. Saman voru komnir drengir á aldrinum átta til fjórtán ára úr fjórum félögum og æfðu þeir undir stjórn landsliðsþjálfaranna Yrsu Ívarsdóttur, Kristins Guðlaugssonar og Henriks Pilgaard.
21.03.2016
Fyrstu landsliðsæfingar í hópfimleikum voru haldnar um liðna helgi.Unglingarnir æfðu í Gerplu og fullorðnir í Fjölni. Mikil spenna og stemning var í hópunum og greinilegt að það verður barist fyrir sæti í landsliðum Íslands á Evrópumótinu 2016. Ísland mun senda lið til keppni í fimm flokkum það er kvennalið, blandað lið og karlalið í flokki fullorðinna en í unglingaflokki verða send tvö lið það er stúlknalið og blandað lið unglinga.Selfyssingar eiga 17 þátttakendur í úrvalshópum FSÍ og verður gaman að fylgjast með þeim í þessu spennandi verkefni.
15.03.2016
94. héraðsþing HSK var haldið í Fjölbrautaskóla Suðurlands sl. laugardag og er þetta í níunda sinn sem þingið er haldið á Selfossi.
07.03.2016
Blandað lið Selfyssinga gerði sér lítið fyrir og sigraði á bikarmótinu í hópfimleikum sem fram fór í Ásgarði sunnudaginn 6. mars.
04.03.2016
Fimleikasamband Íslands hefur birt úrvalshópa vegna Evrópumótsins í hópfimleikum sem fram fer í Slóveníu í haust. Þetta er fyrsti æfingahópur sem er valinn en næsti hópur verður minni og verður tilkynntur í maí.
02.03.2016
Blandað lið meistaraflokks Selfoss verður í eldlínunni á sunnudag þegar WOW-bikarinn í hópfimleikum fullorðinna fer fram í Ásgarði í Garðabæ.Selfoss hefur titil að verja frá fyrra ári og mun án efa mæta grimmt til leiks en búast má við spennandi keppni í flokki blandaðra liða.
02.03.2016
Aðalfundur fimleikadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 9. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnirFimleikadeild Umf.
29.02.2016
Bikarmót unglinga í hópfimleikum fór fram helgina 26.-28. febrúar. Mótið var haldið í Versölum, íþróttahúsi Gerplu í Kópavogi, og er þetta fjölmennasta hópfimleikamót sem haldið hefur verið hér á landi.Fimleikadeild Selfoss sendi alla sína keppnishópa á mótið, alls fimmtán lið.
23.02.2016
Um komandi helgi fer fram stærsta hópfimleikamót á Íslandi frá upphafi en keppendur eru orðnir yfir 1.000. Fimleikadeild Selfoss sendir 15 lið til keppni eða rúmlega 160 keppendur.Dagskráin verður stíf frá morgni til kvölds og má búast við skemmtilegri keppni í öllum flokkum en margir eru að stíga sín fyrstu spor á keppnisgólfinu.