Fréttir

4. flokkur sótti fjögur stig í Kópavoginn

Í 4. flokki karla léku bæði lið gegn HK á útivelli og náðu Selfyssingar sér í tvo sigra úr ferðinni.A-liðið var kraftlaust framan af og menn ekki nægilega vel tilbúnir í leikinn.

Selfoss 2 tapaði í 3. flokki karla

Selfoss 2 í 3. flokki lék gegn Fram um helgina. Fór svo að Framarar höfðu sigur 25-23 eftir að Selfyssingar höfðu verið öflugri framan af leik.

Tveir sigrar hjá meistaraflokki karla

Selfoss vann á föstudaginn síðastliðinn Stjörnuna heima 28 - 27 eftir að hafa verið undir 14 - 16 í hálfleik. Í gærkvöld gerðu svo okkar menn góða ferð til Eyja og unnu 21 - 23 eftir að hafa forustu 11 - 14 í leikhléi.Leikurinn gegn Stjörnunni var afar erfiður enda vantar marga leikmenn í okkar lið.

Mfl. kv. tapaði fyrir Víkingi í toppslagnum

Þessi úrslit þýða að Víkingur er orðinn deildarmeistari enda bara búnar að tapa 1 leik. Selfoss hins vegar hefur tapað 3 leikjum (2 fyrir Víking og 1 fyrir Fylki).  Selfoss var eina liðið sem gat náð Víkingi en til þess þá hefðu okkar stelpur þurft að vinna leikinn minnst með 3 mörkum til þess að hafa betur í innbyrðisviðureignum liðanna.Leikurinn var skemmtilegur og jafn allan tímann og fyrri hálfleikur var svo jafn að aldrei var meira en 1 marks munur á liðunum.

Selfoss-2 vann líka í 3. flokki

Selfoss 2 í 3. flokki sigraði Gróttu á sunnudaginn líkt og A-liðið gerði. Leikurinn endaði 23-22 en Selfyssingar voru með yfirhöndina allan leikinn.Selfoss náði snemma í fyrri hálfleik þriggja marka forskoti en Grótta komst þá nær Selfyssingum og eins marks munur í hálfleik 13-12.

Grátlegt tap gegn Víkingum

Strákarnir í meistaraflokki töpuðu sínum fyrsta leik frá því í nóvember á síðasta ári er Víkingur höfðu sigur. Tapaðist leikurinn með minnsta mun, 22 - 23, eftir að okkar menn leiddu í hálfleik 13 - 12.Selfyssingar stóðu sig vel í leiknum og hefðu átt að vinna.

Öruggur sigur í 4. flokki

Selfyssingar mættu KR í 4. flokki karla í dag. Í Selfoss liðið vantaði tvo sterka pósta, þá Hergeir og Richard, sem voru frá vegna meiðsla en auk þeirra var Guðjón slappur og gat ekki beitt sér af fullu.

Gekk ekki hjá 4. flokki

Selfoss náði ekki að tryggja sér bikarmeistaratitil í gær í 4. flokki. Liðið mætti FH-ingum sem voru beittari framan af og komust í 0-4.

2. flokkur bikarmeistari 2012!

Selfoss varð nú í kvöld bikarmeistari í 2. flokki í Eimskipsbikarkeppni HSÍ. Strákarnir eru vel að þessum titli komnir og hafa lagt mikið á sig til að landa honum.

Bikarúrslit yngri flokka – Allir í Höllina!

Eins og fram hefur komið á síðunni hafa tvö lið frá Selfossi tryggt sér sæti í bikarúrslitaleikjum yngri flokka sem fram fara í Laugardalshöll næstkomandi sunnudag.