Fréttir

2. flokkur kominn í bikarúrslit!

Okkar menn í 2. flokki unnu FH í undanúrslitum hér á Selfossi í gærkvöld. Lokatölur urðu 25 - 24 eftir að gestirnir úr Hafnarfirði höfðu yfir 11 - 15 í leikhléi.

Stórleikur á Selfoss í kvöld!

Það verður sannkallaður stórleikur á Selfoss í kvöld er 2.flokkur mætir FH. Hefst leikurinn kl 19.00 í Vallaskóla og hvetur síðuritari sem og heimasíðan alla til að mæta og styðja strákana til sigurs.

Öruggur 9 marka sigur á Fjölni

Strákarnir í meistaraflokki unnu á föstudag Fjölni örugglega í Reykjavík, 28-19, eftir að hafa verið yfir 10-7 í leikhléi. Okkar menn voru alltaf með undirtökin í leiknum og létu aldrei af stjórninni.

4. flokkur tapaði fyrir Haukum

Selfyssingar fóru slæma ferð á Ásvelli í dag í 4. flokki karla. Bæði lið töpuðu eftir slaka byrjun í báðum leikjum.Í A-liðum mættu Selfyssingar ekki til leiks fyrr en eftir tæplega 20 mínútna leik en þá voru Haukar komnir 13-5 yfir.

Góður sigur hjá strákunum í 2. flokki

Strákarnir í 2. flokki gerðu góða ferð í Hafnarfjörð í gær og unnu þar heimamenn í Haukum 29 - 26. Mest náðu okkar menn átta marka forustu og leiddu í hálfleik 13 - 10.

4. flokkur karla í bikarúrslit!

Í gær sigraði 4. flokkur karla ÍBV, 27-26, í afar dramatískum leik í undanúrslitum bikarkeppninnar og tryggði sér þannig sæti í úrslitaleiknum sem fram fer í Laugardalshöllinni.

Önnur bikarvika í Vallaskóla

Í þessari viku fara fram tveir undanúrslitaleikir í bikarkeppni yngri flokka HSÍ. Leikirnir fara fram í íþróttahúsi Vallaskóla á þriðjudag og fimmtudag.

Selfoss náði í stig í Breiðholtinu

Selfyssingar sóttu ÍR-inga heim í Austurberg síðastliðinn föstudag og fengu úr þeim þeim leik eitt stig. Um hörkuleik var að ræða sem endaði 28 - 28, en í leikhléi var einnig jafnt, 13 - 13.Leikurinn var jafn og gat allt eins farið þannig að annað hvort liðið hefði heppnina með sér og næði fram sigri.

3. flokkur vann stórsigur í Eyjum

3. flokkur karla fór í gær til Vestmannaeyja og lék við heimamenn. Lið ÍBV hefur verið að bæta sig mikið að undanförnu en í þessum leik mættu þeir öflugum Selfyssingum sem voru greinilega staðráðnir í að koma sér aftur í gang eftir tvö töp að undanförnu.

4. flokkur sigraði ÍBV tvívegis

Á föstudag léku bæði lið 4. flokks karla gegn ÍBV í íþróttahúsi Vallaskóla. A-liðið reið á vaðið og sigraði 30-27 eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik.