18.05.2020
Daníel Karl Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss. Daníel, sem er aðeins 19 ára gamall, steig sín fyrstu skref með meistaraflokki í vetur og stimplaði sig þar rækilega inn. Handknattleiksdeildin fagnar þessum tíðindum og verður gaman að fylgjast með Daníel og öllum þeim fjölmörgu ungu og efnilegu leikmönnum sem eru að koma upp í yngriflokkastarfinu á Selfossi á komandi árum.Mynd: Umf.
15.05.2020
Þann 22. maí næstkomandi er ár liðið frá stóra deginum okkar, þegar við lyftum okkar fyrsta Íslandsmeistaratitli!
Að sjálfsögðu munum við halda upp á það.
12.05.2020
Eyjamaðurinn Nökkvi Dan Elliðason hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss. Nökkvi, sem er 22 ára gamall, kom til liðsins í byrjun árs 2019 og var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Selfoss það ár. Hann hefur glímt við meiðsli á nýliðnu tímabili og hefur þar af leiðandi ekki náð að sína sitt rétta andlit, hann var að ná vopnum sínum að ný þegar tímabilið var blásið af. Handknattleiksdeildin fagnar því að Nökkvi skuli halda áfram hjá Selfoss og verður gaman að fá að fylgjast aftur með þessum gleðigjafa á næsta tímabili.Mynd: Umf.
08.05.2020
Rakel Guðjónsdóttir hefur framlengt samning sinn við Selfoss til tveggja ára. Rakel hefur verið lykilmaður í ungu og efnilegu liði meistaraflokks kvenna í Grill 66 deildinni í vetur.
07.05.2020
Búið er að draga í vorhappdrætti handknattleiksdeildar Selfoss árið 2020. Fulltrúar handknattleiksdeildar drógu út 72 glæsilega vinninga að heildarverðmæti 1.127.857 kr í viðurvist sýslumanns.Efstu þrír vinningarnir komu á þessi númer
1.
05.05.2020
Hin ungi og efnilegi Arnór Logi Hákonarson hefur framlengt samning sinn við Selfoss. Arnór, sem er 18 ára gamall, er leikstjórnandi og tók sín fyrstu skref með meistaraflokk í vetur. Hann hefur einnig verið lykilmaður í ungmennaliði Selfoss sem komst upp í Grill 66 deild karla í vetur. Handknattleiksdeild Selfoss fagnar því að ungir og efnilegir leikmenn haldi áfram að vaxa og dafna í Hleðsluhöllinni.---Mynd: Umf.
30.04.2020
Markmaðurinn Henriette Østergaard framlengdi samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss á dögunum. Henriette, sem er tvítug, kom í fyrra til Selfoss frá Elitehåndbold Aalborg sem er félag í efstu deild í dönskum kvennahandbolta.
30.04.2020
Samkvæmt tilskipun heilbrigðisráðherra verður íþróttastarf barna og unglinga með eðlilegu móti frá og með 4. maí. Handboltaæfingar yngri flokka (7-15 ára) byrja þar af leiðandi af fullum krafti í Hleðsluhöllinni samkvæmt venjulegri stundaskrá næstkomandi mánudag.
27.04.2020
Það voru svo sannarlega gleðitíðindi sem bárust okkur í lok vetrar þegar heilbrigðisráðherra kynnti breytingar á samkomubanni. Í því felst að fjöldamörk samkomubanns hækka úr 20 í 50 manns 4.
21.04.2020
Ef fram fer sem horfir með tilslökunum á takmörkunum á samkomum, skólahaldi og skipulögðu íþróttastarfi þann 4. maí nk. munu æfingar hjá deildum Umf.