20.08.2020
Strákarnir sigruðu Hauka í fyrri leik kvöldsins með tveimur mörkum, 34-32. Selfyssingar leiddu í byrjun leiks og náðu fljótt tveggja marka forskoti.
19.08.2020
Í fyrri leik kvöldsins vann Afturelding góðan sigur á Eyjamönnum, 28-32. Leikurinn var jafn framan af en Afturelding hafði alltaf yfirhöndina og leiddu þeir með einu í hálfleik, 13-14.
18.08.2020
Selfoss tapaði fyrir Fram með fimm mörkum, 24-29, í fyrri leik kvöldsins á Ragnarsmóti karla. Framarar leiddu allan leikinn og voru fljótlega komnir í fjögurra marka forystu.
18.08.2020
Haukar sigruðu Fjölnir/Fylki með einu marki, 23-22, í eina leik kvöldsins á Ragnarsmóti kvenna. Leikurinn einkenndist af góðri vörn og markvörslu beggja liða.
16.08.2020
Meistaraflokkur kvenna sigraði sameiginlegt lið Fjölnis og Fylkis í fyrsta leik Ragnarsmótsins 2020 með 10 mörkum, 37-27. COVID-19 setur svip sinn á mótið og mega sem dæmi engir áhorfendur vera á mótinu.
15.08.2020
Ragnarsmótið í handbolta verður haldið í 32. skiptið, en mótið er eitt elsta og virtasta æfingamót á Íslandi.Mótið fer fram í Hleðsluhöllinni og verður mótið tvískipt eins og undanfarin ár.
10.08.2020
Handboltaæfingar yngri flokka hefjast mánudaginn 17. ágúst, og auglýstir á samfélagsmiðlum.Handknattleiksdeild Umf. Selfoss leggur mikla áherslu á að hafa vel menntaða og reynslumikla þjálfara og hefur verið mikill stöðugleiki í mannaráðningum undanfarin ár.
13.07.2020
Elín Krista Sigurðardóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Elín, sem er örvhent skytta, er aðeins 19 ára gömul og mjög efnileg. Hún var lykilleikmaður í liði meistaraflokks kvenna í vetur, sem var aðeins hársbreidd frá því að komast upp úr Grill 66 deildinni. Handknattleiksdeildin fagnar þessum tíðindum, en það verður spennandi að fylgjast með meistaraflokk kvenna í vetur.---Mynd: Elín Krista Sigurðardóttir
Umf.
10.07.2020
Litháíski landsliðsmarkmaðurinn Vilius Rašimas hefur gert tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss.Rašimas er þrítugur og reynslumikill markmaður en hann hefur verið í landsliði Litháen síðan 2010. Hann kemur til Selfoss frá Þýska liðinu EHV Aue, en hann hefur meðal annars leikið með Kaunas í heimalandi sínu og pólsku vinum okkar í Azoty Pulawy.Handknattleiksdeild Selfoss býður Vilius Rašimas hjartanlega velkominn til okkar og verður gaman að sjá þennan reynda markmann spreyta sig með liðinu í Olísdeildinni í vetur en það er ljóst að hann mun verða liðinu góð styrking.
30.06.2020
Miðvikudaginn 1. júlí verður Jako með sumartilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 17 og 19.Það verður boðið upp á á félagsgalla Umf.