10.02.2020
Stelpurnar töpuðu fyrir Fjölni á útivelli í gær með einu marki í hádramatískum leik, 22-21.Allt var í járnum í upphafi leiks og jafnt var á öllum tölum. Selfoss steig þó á bensíngjöfina um miðbik fyrri hálfleiks og leiddi í hálfleik með þremur mörkum, 7-12. Áfram héldu stelpurnar að raða inn mörkum og voru komnar mest níu mörkum yfir, 11-20.
09.02.2020
Selfoss gerði góða ferð norður á land og sóttu tvö stig er þeir unnu KA með fimm marka mun, 26-31.Akureyringar byrjuðu leikinn af krafti og vörn Selfyssinga var jafnframt á hælunum. KA komust því snemma yfir í leiknum og virtust vera að fara sigla lengra fram úr. Ungur markmaður Selfoss, Alexander Hrafnkelsson, tók nokkra góða bolta á meðan liðið náði að stilla sig af. Fyrri hálfleikur var jafn eftir það. Staðan í hálfleik 13-14Vörn gestanna af flatlendinu þéttist en frekar í síðari hálfleik og sigu Selfyssingar hægt og bítandi fram úr. Að endingu nokkuð sigur, 26-31.Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 11/2, Einar Sverrisson 5/1, Atli Ævar Ingólfsson 4, Magnús Öder Einarsson 4, Alexander Már Egan 3, Guðni Ingvarsson 2, Ísak Gústafsson 1, Hannes Höskuldsson 1.Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 20 (45%%)Nánar er fjallað um leikinn á , og.Stelpurnar eiga næsta leik, en þær mæta Fjölni í Grafarvoginum í dag, sunnudag, kl.
06.02.2020
Selfoss steinlá í kvöld á móti Stjörnunni, 34-21. Strákarnir eru því fallnir úr leik í Coca-Cola bikarnum í ár.Stjarnan skoraði fyrstu tvö mörkin en Selfyssingar náðu að jafna í 3-3 og 4-4.
01.02.2020
Stelpurnar áttu síðari leik tvíhöfðans í Hleðsluhöllinni í kvöld. Þar unnu þær frískt lið ÍR í toppbaráttunni í Grill 66 deildinni, 24-22.Selfyssingar náðu snemma frumkvæðinu í leiknum þó munurinn hafi ekki verið mikill. Það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks sem munurinn fór í fyrsta sinn yfir þrjú mörk, ÍR náði þó marki til baka og staðan í hálfleik 13-11.Seinni hálfleikur var meira af því sama, Selfoss hélt frumkvæðinu án þess þó að hrista gestina af sér. Þær héldu haus allt til leiksloka og sigur niðurstaðan, 24-22.Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 7/3, Katla María Magnúsdóttir 6, Katla Björg Ómarsdóttir 5, Agnes Sigurðardóttir 3, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Rakel Guðjónsdóttir 1.Varin skot: Henriette Østergaard 8 (26%)Selfoss er því áfram í 3.
01.02.2020
Selfoss lá fyrir Eyjamönnum í Suðurlandsslagnum í dag með sjö mörkum, 29-36.Þetta var fyrsti leikur Einars Sverrissonar í Hleðsluhöllinni í langan tíma en hann var ekki lengi inná Einar fékk rautt spjald í byrjun leiks.
28.01.2020
Selfoss mætti HK í sínum fyrsta leik í Olísdeildinni á nýju ári. Íslandsmeistararnir sóttu öruggan sigur í greipar heimamanna, 29-34.Fyrsta mark leiksins skoraði Einar Sverrisson, en hann var að snúa aftur eftir tæpt ár á meiðslalistanum. Hann fór af stað af miklum krafti og skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum Selfyssinga. Á þessum fyrstu mínútum náðu Selfyssingar þriggja marka forystu sem HK vann þó upp aftur og jöfnuðu í 6-6. Eftir það var allt jafnt þar þar til lokamínúturnar runnu upp. Selfyssingar skoruðu þá síðustu fjögur mörk hálfleiksins og leiddu þar með 13-17.Sá munur hélst lítið breyttur fram eftir síðari hálfleik, allt þar til heimamenn minnkuðu muninn niður í tvö mörk á 50.
28.01.2020
Selfoss sigraði Fylki nokkuð örugglega í Árbænum í gær, 19-23, í Grill 66 deild kvenna.Selfyssingar voru með yfirhöndina allan leikinn, staðan í hálfleik var 9-13. Mest komust stelpurnar sjö mörkum yfir, 11-18, um miðjan seinni hálfleik. Þær gáfu aðeins eftir undir lokin og urðu lokatölur 19-23.Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 8, Hulda Dís Þrastardóttir 6/3, Agnes Sigurðardóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Þuríður Ósk Ingimarsdóttir 2, Hólmfríður Arna Steinsdóttir 1, Rakel Guðjónsdóttir 1, Elín Krista Sigurðardóttir 1.Varin skot: Henriette Østergaard 12 (38%)Selfoss er því áfram í 3.
23.01.2020
Dregið var í 8-liða úrslit í Coca Cola bikarnum í hádeginu í dag. Meistaraflokkur karla var fulltrúi okkar Selfyssinga í pottinum, en meistaraflokkur kvenna og frændur vorir í ÍF Mílan féllu úr leik í síðustu umferð.Strákarnir munu heimsækja Stjörnuna í Garðabæ. Leikurinn mun fara fram í kringum 6.
19.01.2020
Selfoss sigraði Víkinga með 13 mörkum, 29-16, þegar liðin mættust í Hleðsluhöllinni í Grill 66 deild kvenna í kvöld.Jafnræði var á með liðunum í byrjun og var staðan 4-4 eftir átta mínútna leik. Eftir það kom góður kafli hjá Selfyssingum með nokkrum auðveldum mörkum og var staðan orðin 12-5 eftir átján mínútna leik.
09.01.2020
Selfoss sigraði U-lið Vals á Hlíðarenda í kvöld, 25-22.Jafnræði var með liðunum lengst af í fyrri hálfleik, jafnt á nánast öllum tölum en Valur þó alltaf hænufetinu á undan. Undir lok hálfleiksins náðu Selfyssingar nokkrum góðum stoppum í vörninni en virtist fyrirmunað að komast yfir. Það mark kom þó að lokum og eftir það litu gestirnir varla um öxl, komu muninum strax í tvö mörk og voru í raun óheppnar að leiða ekki með þremur í hálfleik, staðan í hálfleik 13-15.Selfyssingar leiddu allan síðari hálfleikinn, komust fljótt fjórum mörkum yfir og leiddu með 4-5 mörkum allt til leiksloka. Sigur staðreynd í fyrsta leik ársins í Grill 66 deildinni hjá stelpunum, 22-27.Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 7/2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 6, Katla María Magnúsdóttir 6, Rakel Guðjónsdóttir 4, Agnes Sigurðardóttir 3.