05.10.2019
Í dag fer fram leikur HK Malmö og Selfoss í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða. Leikurinn hefst kl 16.00 að sænskum tíma (14.00 að íslenskum tíma). Við mælum með því að Íslendingar á stór Malmö-svæðinu fjölmenni í Baltiska Hallen, hún er stór og tekur lengi við.SelfossTV gengið er út í Svíþjóð og tók m.a.
01.10.2019
Selfoss tyllti sér á toppinn á Grill66-deildinni eftir sigur á Fylki í Hleðsluhöllinni, 22-17.Stelpurnar voru lengi í gang og skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en á 8.
28.09.2019
Selfyssingar tóku á móti HK í 3. umferð Olísdeildarinnar í Hleðsluhöllinni í kvöld, 29-25.Selfyssingar byrjuðu fyrri hálfleik betur og voru tveimur til fjórum mörkum yfir fyrstu 20 mínúturnar.
28.09.2019
Meistaraflokkur karla tekur nú þátt í Evrópukeppni annað árið í röð. Við mætum HK Malmö frá Svíþjóð í 2.umferð keppninnar.
27.09.2019
Á dögunum skrifuðu fulltrúar handknattleiksdeildarinnar undir áframhaldandi samstarfssamning við Hótel Selfoss. Deildin er gríðarlega ánægð með samstarfið og hefur verið það undanfarin ár, en Hótel Selfoss hefur verið einn af tryggustu styrktaraðilum handbolta á Selfossi í gegnum árin.Mynd: Nökkvi Dan Elliðason leikmaður Selfoss og Þórir Haraldsson formaður deildarinnar ásamt Ragnari J.
20.09.2019
Stelpurnar unnu sex marka sigur gegn liði Víkings í kvöld, 19-25. Þetta var leikur í annar leikur þeirra í Grill 66 deildinni.Selfyssingar byrjuðu leikinn betur náðu fljótt frumkvæðinu. Um miðjan fyrri hálfleikinn var munurinn orðin 4 mörk, 4-8. Þá var eins og lukkan hafi yfirgefið Selfossliðið og enduðu mörg góð færi í eða framhjá stönginni. Víkingsstelpur nýttu sér það og leiddu með einu marki í hálfleik, 12-11.Jafnræði var með liðunum stærstan hluta seinni hálfleiks sem einkenndist af frekar hægum leik og löngum sóknum. Þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum settu stelpurnar í næsta gír, bættu í hörkuna í vörninni og juku hraðann. Það dugði til að komast framúr og hrista Víkingana af sér og landa að lokum sex marka sigri, 19-25.Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 8, Agnes Sigurðardóttir 7, Rakel Guðjónsdóttir 3, Katla María Magnúsdóttir 3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Elín Krista Sigurðardóttir 1Varin skot: Henriette Ostegaard 17 (47%)Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Fylki þriðjudaginn 1.
17.09.2019
Miðvikudaginn 18. september verður með hausttilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.Það verður boðið upp á á keppnistreyju Umf.
16.09.2019
Selfyssingar lutu í lægra haldi fyrir ÍR í sínum fyrsta heimaleik í Olísdeildinni í kvöld, 28-35.Leikurinn var nokkuð jafn framan af og liðin skiptust á að hafa forystu.
16.09.2019
Í vetur verður boðið upp á sérstakar markmannsæfingar fyrir alla iðkendur yngri flokkum handboltans. Í sumar fékk handknattleiksdeildin til sín Selfyssinginn Gísla Rúnar Guðmundsson til að hafa yfirumsjón með markmannsþjálfun hjá deildinni, en hann sér einnig um markmannsþjálfun hjá meistaraflokki karla í vetur.
15.09.2019
Meistaraflokkur kvenna hóf leik í Grill66-deildinni í Hleðsluhöllinni í kvöld með sigri á U-liði Vals, 26-21.Valsstúlkur mættu ákveðnari til leiks og skoruðu fyristu 2 mörk leiksins. Það dugði til að fá Selfyssinga til þess að stimpla sig inn og skoruðu þær næstu 4 mörk leiksins, Valur náði aftur forystunni, 5-4 og var það í síðasta skiptið í leiknum sem þær voru yfir. Seinni 15 mínútur fyrri hálfleiks byggði Selfoss upp smá forystu og var staðan í hálfleik 15-10. Valur minnkaði munin í upphafi síðari hálfleiks en Selfyssingar svöruðu vel og náðu fljótt aftur 5 marka forskoti og héldu þeim mun út leikinn og lönduðu að lokum 5 marka sigri, 26-21.Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 9, Hulda Dís Þrastardóttir 8, Rakel Guðjónsdóttir 4, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1, Agnes Sigurðardóttir 1, Sigríður Lilja Sigurðardóttir 1.Varin skot: Henriette Østegaard 14 (40%)Nánar er fjallað um leikinn á . Næsti leikur hjá stelpunum er á föstudaginn gegn Víkingum í Víkinni kl 19:30, við hvetjum fólk til að fjölmenna í Víkina og hvetja okkar stelpur til dáða.