Fréttir

Góð Partille ferð að baki hjá 4. flokk

Yngra ár 4.flokks tók þátt í Partille Cup á dögunum en mótið er eitt stærsta og skemmtilegasta handboltamót heims og er haldið í Gautaborg í Svíþjóð ár hvert.Selfoss sendi út tvö lið til keppni í u-15, eitt stráka- og eitt stelpu-lið.  Stelpuliðið lenti í mjög sterkum riðli en stóðu sig engu að síður vel og enduðu í 4.

Selfoss mætir Malmö eða Spartak Moskva í EHF Cup

Selfoss mun mæta annaðhvort liði HK Malmö frá Svíþjóð eða HC Spartak Moskva frá Rússlandi í 2 .umferð Evrópukeppni félagsliða (EHF Cup).

Hrafnhildur Hanna út í atvinnumennsku

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur samið við franska úrvalsdeildarliðið Bourg-de-Péage Drôme Handball.Hrafnhildur Hanna er uppalin á Selfossi og hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með Selfossliðinu, allt frá 16 ára aldri árið 2011.  Franska liðið sem hún er að ganga til liðs við er nýlega komið aftur í efstu deildina og er í ákveðinni uppbyggingu og ætlar sér stóra hluti á komandi árum.  Franska úrvalsdeildin er ein allra sterkasta deild í heimi kvennahandboltans.  Við óskum Hönnu okkar hjartanlega til hamingju með þetta stóra skref.Mynd: Hrafnhildur Hanna í leik með Selfoss í vetur. Umf.

Selfoss kemur inn í 2.umferð í EHF Cup

Í gær gaf Evrópska handknattleikssambandið út lista yfir þáttökulið í Evrópukeppni félagsliða (EHF Cup). Selfoss kemur þar inn í 2.

Selfyssingar gerðu gott mót með U-17

Í síðustu viku tók U-17 landslið karla þátt í árlegu móti, European Open 17, sem fram fer í Svíþjóð samhliða Partille Cup.  Þrír Selfyssingar voru valdir í þetta verkefni, það voru þeir Reynir Freyr Sveinsson, Ísak Gústafsson og Tryggvi Þórisson.  Samanlagt skoruðu þeir 44 mörk í þessum 9 leikjum og léku stór hlutverk.Íslensku strákarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu undanriðilinn.  Í milliriðlinum höfðu Svíar betur í hreinum úrslitaleik um efsta sæti og þar með sæti í úrslitaleik mótsins.  Annað sæti milliriðilsins kom strákunum okkar í leik um bronsið gegn Hvíta-Rússlandi.  Það var æsispennandi leikur þar sem Hvít-Rússar virtust ætla að kafsigla Íslandi, en stákarnir spyrntu við fótum og unnu á endanum með einu marki.Þriðja sætið var því niðurstaðan fyrir íslensku strákana.  Svíar töpuðu svo nokkuð sannfærandi fyrir Færeyjingum í úrslitaleik mótsins.  Tryggvi Þórisson var valinn besti varnarmaður mótsins.  Við óskum strákunum okkar og liðinu öllu til hamingju með árangurinn.

Katla Björg framlengir við Selfoss

Línumaðurinn Katla Björg Ómarsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Katla er aðeins 21 árs og gríðarlega duglegur og metnaðarfullur leikmaður.

Sölvi framlengir við Selfoss

Markmaðurinn Sölvi Ólafsson hefur framlengt við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.  Sölvi hlaut sitt handboltalega uppeldi á Selfossi þar sem hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2012.  Hann fór svo aðeins að skoða heiminn þegar hann gekk í Aftureldingu árið 2015.  Sumarið 2017 kom Sölvi svo aftur heim á Selfoss þar sem hann hefur spilað síðan.  Við fögnum því að Sölvi haldi sinni vegferð áfram á Selfossi.Mynd: Sölvi stendur keikur, tilbúinn í að verja Hleðsluhöllina. Umf.

Danskur markmaður til Selfoss

Meistaraflokki kvenna hefur borist liðsstyrkur frá Danaveldi.  Markmaðurinn Henriette Østergaard hefur samið við Selfoss til tveggja ára.  Henriette er tvítug og kemur úr yngri flokka starfi Elitehåndbold Aalborg sem er félag í  efstu deild í dönskum kvennahandbolta.Við bjóðum Henriette hjartanlega velkomna á Selfoss. 

Þjálfarateymi Íslandsmeistaranna frágengið

Í síðustu viku var Grímur Hergeirsson ráðinn þjálfari meistaraflokks karla.  Nú hefur verið gengið frá öðrum stöðum í þjálfarateyminu.  Þórir Ólafsson sem verið hefur aðstoðarþjálfari síðustu þrjú ár hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. Örn Þrastarson kemur inn í teymið og verður hægri hönd Gríms.  Örn er jafnframt þjálfari mfl.

Styrktar- og hreyfifærninámskeið

Í júlí verður haldið styrktar- og hreyfifærninámskeið fyrir krakka fædda 2004-2007 í Hleðsluhöllinni.  Námskeiðið er opið öllum krökkum á þessum aldri.Yfirþjálfari er Rúnar Hjálmarsson og honum til aðstoðar verður Sólveig Erla Oddsdóttir leikmaður Selfoss.Á námskeiðinu mun Rúnar fara með krakkana í alhliða styrktar- og liðleikaþjálfun og vinna í fyrirbyggjandi styrktaræfingum.