26.04.2019
Um helgina fer fram Bónusmótið í handbolta, en það er stærsta handboltamót á Íslandi. Mótið er fyrir iðkendur 7. flokks og eru þátttakendur um 850 á því.
24.04.2019
Ómar Vignir Helgason var tekinn inn í Heiðurshöll Selfoss í hálfleik í leik Selfoss og ÍR á laugardaginn s.l. Til að komast inn í Heiðurshöll Selfoss þarf að hafa leikið með félaginu í 10 ár.
22.04.2019
Selfoss er komið áfram í undanúrslit Íslandsmótsins eftir dramatískan eins marks sigur á ÍR í Austurbergi í kvöld, 28-29. Selfoss vann því einvígið samtals 2-0 og mætir Val í undanúrslitum.Selfoss byrjaði betur og komst 0-1 yfir, ÍR-ingar tóku síðan við og leiddu leikinn fram að 55.
21.04.2019
Selfoss vann ÍR 27-26 í fyrsta leik í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í Hleðsluhöllinni í gær.Leikurinn var jafn framan af en Selfoss náði fjögurra marka forskoti undir lok fyrri hálfleiks, staðan í hálfleik var 15-13.
19.04.2019
Hafin er sala miða í vorhappadrætti handknattleiksdeildar Selfoss. Vinningar eru af fáheyrðum gæðum og heildaverðmæti rúm ein milljón króna.Um er að ræða eina stærstu fjáröflun deildarinnar og því hvetjum við alla til að taka vel á móti iðkendum sem verða á ferðinni í net- og raunheimum næstu tvær vikur.
19.04.2019
Það voru öflugir Selfyssingar sem æfðu með U-15 ára landsliði karla og kvenna um síðustu helgi í Kórnum. Það voru þeir Daníel Þór Reynisson, Sæþór Atlason, Hans Jörgen Ólafsson og Einar Gunnar Gunnlaugsson sem æfðu með U-15 ára landsliði karla og Tinna Sigurrós Traustadóttir sem æfði með U-15 ára landsliði kvenna. Einar Guðmundsson er þjálfari liðanna.Mynd: Daníel Þór Reynisson, Sæþór Atlason, Tinna Sigurrós Traustadóttir, Hans Jörgen Ólafsson og Einar Gunnar Gunnlaugsson.
17.04.2019
Framundan er úrslitakeppni Olísdeildarinnar en Selfyssingar hefja leik í Hleðsluhöllinni laugardaginn 20. apríl þegar þeir taka á móti ÍR í fyrsta leik liðanna kl.
14.04.2019
Hannes Jón Jónsson hefur rift samningi sínum við Handknattleiksdeild Umf. Selfoss og mun ekki taka við þjálfun liðsins á næsta tímabili.
09.04.2019
Atli Ævar Ingólfsson hefur framlengt við Selfoss til tveggja ára. Eru þetta mjög svo ánægjulegar fréttir enda var Atli Ævar einn besti línumaðurinn í Olísdeildinni í vetur og skorað þar 81 mark. Handknattleiksdeildin er ánægð með að halda þessum öfluga leikmanni innan sinna raða og verður hann án efa áfram einn af lykilmönnum liðsins.
07.04.2019
Nú er að skella á landsliðsverkefni hjá flestöllum yngri landsliðum og A-landsliði karla.A-landslið karla tekur á móti Norður-Makedóníu nú í vikunni eins og áður hefur verið nefnt og með liðinu eru þeir Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson.