Fréttir

Lokahóf handboltaakademíunnar

Sameiginlegt lokahóf Handknattleiksakademíu og 3. flokks Selfoss fór fram um miðjan maí.  Þetta var að vanda skemmtileg samkoma, sól á himni og góður matur.  Þó nokkur verðlaun voru veitt og fjórir nemendur útskrifaðir.  Afrek ársins í Akademíunni var valið að leika á heimsmeistaramótinu í handbolta, ekki amalegt það.Við óskum þessu unga og efnilega fólki að sjálfsögðu til hamingju með sín verðlaun.    3.

17 Selfyssingar í landsliðsverkefnum

Það eru ekki allir Selfyssingar komnir í sumarfrí þrátt fyrir að almennri keppni sé lokið.  Nú í maí og fram í miðjan júní eru landsliðsverkefni hjá öllum landsliðum Íslands í handknattleik, bæði hjá A- og yngri landsliðum.  Hvorki meira né minna en 17 iðkendur Selfoss taka þátt í þessum landsliðsverkefnum, þar af fjórir með A-landsliðum Íslands.A-landslið karlaElvar Örn Jónsson Haukur Þrastarson Atli Ævar IngólfssonA-landslið kvennaPerla Ruth AlbertsdóttirU-19 ára landslið karlaAlexander Hrafnkelsson Guðjón Baldur Ómarsson Sölvi SvavarssonU-19 ára landslið kvennaKatla María MagnúsdóttirU-17 ára landslið karlaÍsak Gústafsson Reynir Freyr Sveinsson Tryggvi ÞórissonU-15 ára landslið karlaEinar Gunnar Gunnlaugsson Hans Jörgen Ólfasson Daníel Þór Reynisson Sæþór AtlasonU-15 ára landslið kvennaTinna Traustadóttir Hugrún Tinna RóbertsdóttirÞess má geta að Jón Birgir Guðmundsson er sjúkraþjálfari A-landsliðs karla, Einar Guðmundsson þjálfar U-15 ára landslið karla og kvenna ásamt öllum atvinnumönnunum okkar sem eru í A-landsliði karla.Efri röð f.v: Elvar Örn Jónsson (A), Tryggvi Þórisson (U-17), Guðjón Baldur Ómarsson (U-19), Ísak Gústafsson (U-17), Haukur Þrastarson (A), Alexander Hrafnkelsson (U-19), Sölvi Svavarsson (U-19).

Perla með landsliðinu til Spánar

Perla Ruth Albertsdóttir er úti með A-landsliði kvenna, en liðið hefur verið út í Noregi síðustu daga þar sem stelpurnar spiluðu m.a.

Handboltaskóli Selfoss

Handknattleiksdeild Selfoss verður með handboltaskóla í sumar eins og undanfarin ár. Það verða þrjár vikur í boði í ár það eru vikurnar 11.-14.

Sjö Selfyssingar með A-landsliði karla

Sjö Selfyssingar voru valdir í 19 manna æfingahóp sem landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson valdi vegna leikja Íslands gegn Grikkjum og Tyrkjum í júní.

5.flokkur eldri deildarmeistarar

5. flokkur eldra ár varð deildarmeistarar þegar þeir unnu alla sína leiki í 3. deild A örugglega. Strákarnir spiluðu á móti í HK-heimilinu í mánuðinum.

Elvar og Perla valin best á lokahófinu

Lokahóf handknattleiksdeildarinnar fór fram síðastliðinn laugardag í hátíðarsal Hótel Selfoss. Hófið fór vel fram og var góð mæting.

SELFOSS ÍSLANDSMEISTARAR 2019

Selfoss urðu í gær Íslandsmeistarar Olísdeildar karla árið 2019, í fyrsta skipti í sögu félagsins!Leikurinn endaði með 10 marka sigri Selfoss, 35-25.

Sigur sóttur á Ásvelli

Selfyssingar unnu ótrúlegan sigur á Haukum í Schenker höllinni á Ásvöllum í kvöld í framlengdum leik, 30-32.  Þetta var þriðji leikur liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta og staðan því orðin 2-1 fyrir Selfoss.Liðin skiptust á að halda forustu fyrstu mínútur leiksins.  Um miðbik hálfleiksins tóku Haukar frumkvæðið og náðu þriggja marka forskoti, Patrekur tók leikhlé og stöðvaði blæðinguna og endaði hálfleikurinn 15-14.Haukarnir héldu frumkvæðinu áfram þó munurinn væri áfram lítill.  Þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum gerðu tóku Haukar svo afgerandi forystu, þegar 8 mínútur voru eftir var munurinn kominn upp í 5 mörk, 26-21.  Þá settu Selfyssingar í lás í vörninni og Sölvi negldi fyrir markið, Selfoss náði að jafna leikinn og það var staðan þegar vejulegur leiktími rann út og því framlengt.Í framlengingu skiptust liðin á að gera mistök, enda bæði lið að spila hrikalega sterka vörn.  Selfoss náðu þó að skora fyrsta og síðasta mark fyrri hálfleiks framlengingar og leiddu með einu marki.  Í síðari hálfleik voru Selfyssingar sterkari og lönduðu góðum sigri, 30-32.Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 10/1, Elvar Örn Jónsson 6, Hergeir Grímsson 5, Haukur Þrastarson 4, Árni Steinn Steinþórsson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Nökkvi Dan Elliðason 1, Guðni Ingvarsson 1 og Alexander Már Egan 1.Varin skot: Sölvi Ólafsson 14 (54%), Pawel Kiepulski 7 (29%).Nánar er fjallað um leikinn á , og .Leikur 4 fer fram í Hleðsluhöllinni á miðvikudag kl 19:30.  Það er ljóst að með sigri munu Selfyssingar lyfta Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skiptið, vinni Haukar verður oddaleikur á Ásvöllum á föstudagskvöldið.  Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta í vínrauðu í Hleðsluhöllina og láta í sér heyra.

Eins marks tap í Hleðsluhöllinni

Selfoss tapaði naumlega gegn Haukum í leik tvö í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Hleðsluhöllinni í kvöld, 26-27.