07.04.2019
Selfoss gerði sér lítið fyrir og lagði Stjörnuna með 16 mörkum í lokaleik sínum í Olísdeild karla í TM-höllinni í gær.Það var ljóst frá upphafi hvoru megin sigurinn myndi enda, Selfoss var með leikinn í höndum sér frá A til Ö og Stjörnumenn sýndu litla mótspyrnu, staðan í leikhléi var 4-15. Selfoss gat leyft sér að hvíla menn og yngri kynslóðin fékk sínar mínútur, öruggur sigur í höfn, 16-32 og allir útileikmenn Selfoss skoruðu í leiknum!Mörk Selfoss: Nökkvi Dan Elliðason 5, Elvar Örn Jónsson 4, Hannes Höskuldsson 3, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 3, Hergeir Grímsson 3, Haukur Þrastarson 3/1, Guðni Ingvarsson 2, Alexander Egan 2, Árni Steinn Steinþórsson 2, Sverrir Pálsson 1 og Ari Sverrir Magnússon 1/1.Varin skot: Sölvi Ólafsson 14 (56%) og Pawel Kiepulski 4 (50%).Nánar er fjallað um leikinn á og .Olísdeildinni er eins og áður sagði lokið og endanleg niðurstaða komin í mótið. Selfoss endar með 34 stig og í öðru sæti, jafnir Haukum sem eru yfir á innbyrðis viðureignum liðanna í vetur. Þetta er jöfun á besta árangri Selfoss frá því í fyrra. Næst á dagskrá hjá strákunum er smá hlé á meðan landsliðið tekur tvo leiki, á miðvikudag í Laugardalshöll og á sunnuag úti. Báðir leikirnir eru gegn Norður-Makedóníu. Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson eru báðir í 20 manna hóp sem Gummi valdi á dögunum. Að því loknu hefst svo úrslitakeppnin, fyrsti leikur verður væntanlega laugardaginn 20.
03.04.2019
Það má loksins segja það að Selfoss hafi unnið öruggan sigur, það gerðist þegar liðið vann Gróttu í Hleðsluhöllinni í kvöld með níu mörkum, 29-20.Það var nokkuð ljóst í hvað stefndi strax í byrjun leiks, Selfoss komst 4-0 yfir og 8-1 skömmu seinna.
02.04.2019
Stelpurnar léku sinn síðasta leik í Olísdeildinni á þessu tímabili í kvöld, en liðið sigraði HK í Digranesi með 6 mörkum, 24-30. Stelpurnar skoruðu fyrsta mark leiksins, en HK jöfnuðu, en eftir 5 mínútur var staðan í síðasta skipti jöfn í leiknum, 2-2. Selfoss stúlkur sigldu framúr jafnt og þét þar til munurinn var orðinn 5 mörk, hann hélst svo þannig síðustu mínútur fyrri hálfleiks. Hálfleikstölur voru 11-16. Í síðari hálfleik virtist sigurinn aldrei vera í hættu, munurinn fór upp í 8 mörk mest. Þá komu HK stúlkur með áhlaup og náðu að minnka muninn niður í 3 mörk þegar 7 mínútur voru eftir af leiknum. Selfoss gaf þá aftur í og endaði eins og áður sagði með sigri, 24-30.Það var þó ljóst fyrir 2 umferðum síðan að Selfoss væru að fara að kveðja Olísdeildina að sinni, enda einu stigi fyrir neðan HK þrátt fyrir sigur í síðust tveim leikjum tímabilsins. Sárgrætilegt þegar horft er á alla þessa leiki sem duttu ekki með stelpunum okkar, margir staðir sem þetta eina stig sem upp á vantaði í lokin hefðu getað komið frá.Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 13/4, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Agnes Sigurðardóttir 3, Katla María Magnúsdóttir 3, Sarah Boye 2, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 1Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 6 (20%)Nánar er fjallað um leikinn á Leikskýrslu má sjá Tímabilinu er því formlega lokið hjá stelpunum, það fór ekki eins og við vonuðumst eftir. Við komum tvíefldar til baka í Grill66 deildinni í haust. Áfram Selfoss!!Mynd: Hópmynd af liðinu eftir leikinn í kvöld.
02.04.2019
Örvhenti hornamaðurinn Alexander Már Egan hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Alexander er uppalinn Selfyssingur og spilaði sinn 100.
31.03.2019
Lið Selfoss í 4. flokki karla eldri fékk í dag afhentan deildarmeistaratitilinn í 2. deild, en þeir unnu aðra deildina nokkuð sannfærandi og tryggðu sér þar með sæti í úrslitakeppninni þar sem þeir mæta A-liði Selfoss sem varð í 2.
30.03.2019
Meistaraflokkar karla og kvenna gerðu góða ferð í kaupstaðinn í dag og sóttu þangað fjögur stig. Stelpurnar unnu sannfærandi fimm marka sigur á Stjörnunni og strákarnir unnu góðan tveggja marka sigur á Fram.Stjarnan 27-32 Selfoss Stelpurnar byrjuðu leikinn af krafti og náðu fljótt fjögurra marka forystu, munurinn varð mestur fimm mörk í fyrri hálfleik, 7-12. Þá kom góður kafli hjá Stjörnukonum sem náðu að jafna í 14-14, staðan í hálfleik var 16-15. Selfoss jafnaði síðan fljótt aftur í 18-18 og eftir það var jafnt á öllum tölum þar til Selfoss náði að slíta sig frá Stjörnunni þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. Þær lokuðu síðan leiknum með stæl og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 27-32.Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 9, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Katla María Magnúsdóttir 7, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 3/2, Carmen Palamariu 2, Rakel Guðjónsdóttir 1, Sarah Boye 1, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1
Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 15 (36%)Nánar er fjallað um leikinn á Leikskýrslu má sjá Fram 29-31 Selfoss Strákarnir byrjuðu leikinn af krafti og komust í 1-3. Framarar náðu að jafna leikinn í 4-4 og náðu síðan að komast yfir, mest þremur mörkum, í 11-8. Selfoss fínstillti sinn leik og náðu aftur yfirhöndinni áður en langt um leið, staðan í hálfleik 15-18. Selfoss hafði yfirhöndina í seinni hálfleik og hélt Frömmurum tveimur til þremur mörkum frá sér. Selfyssingar nýttu þó tækifærið og gerðu leikinn spennandi undir lokin þar sem Fram minnkaði muninn niður í eitt mark. Selfoss stóðust þó áhlaupið og vörðu stigin tvö og lokatölu 29-31.Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 7/1, Elvar Örn Jónsson 6, Árni Steinn Steinþórsson 5, Hergeir Grímsson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 3, Nökkvi Dan Elliðason 2Varin skot: Sölvi Ólafsson 11 (38%), Pawel Kiepulski 1 (10%)Nánar er fjallað um leikinn á .is. Leikskýrslu má sjá Stelpurnar eru áfram í botnsæti deildarinnar og geta ekki bjargað sér þaðan, þær fara í Digranesið á þriðjudag og spila þar sinn síðasta leik í deildinni gegn HK. Strákarnir eru í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Haukum. Þeir eiga leik gegn botnliði Gróttu hér heima á miðvikudaginn n.k.Perla Ruth var mögnuð í leiknum í dag, með 9 mörk í 9 skotum.
JÁE
27.03.2019
Þeir Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson. Teitur Örn Einarsson, Ómar Ingi Magnússon og Bjarki Már Elísson verða allir í landsliðshópi Íslands sem mætir Norður-Makedóníu nú í apríl.Fyrri leikurinn verður í Laugardalshöll þann 10.
26.03.2019
Þeir Hannes Höskuldsson, Tryggvi Þórisson og Ísak Gústafsson hafa allir framlengt samninga sína við handknattleiksdeild Selfoss á síðustu misserum. Allir hafa þeir verið viðloðandi meistaraflokk í vetur. Hannes Höskuldsson er 19 ára gamall vinstri hornamaður og hefur verið öflugur með U liði Selfoss í vetur ásamt því að vera í meistaraflokk. Tryggvi Þórisson er 16 ára línumaður. Hann hefur spilað með 3.
24.03.2019
Selfoss mætti Haukum í troðfullri Hleðsluhöll í Olísdeildinni í kvöld, uppselt var á leikinn og þurfti að vísa fólki frá. Leikurinn endaði með tveggja marka sigri Hauka, 27-29.Leikurinn var meira og minna í járnum og aldrei munaði meira en þremur mörkum á liðunum.
23.03.2019
Það var fjör í Hleðsluhöllinni á föstudaginn þegar alls mættu 47 hressir krakkar á aldrinum 6-14 ára á opna æfingu hjá handknattleiksdeildinni.