04.02.2019
Stelpurnar í 8. flokki tóku þátt í Cheerios-mótinu seinustu helgina í janúar. Mótið var haldið á Seltjarnarnesinu og voru stelpurnar félaginu til mikils sóma.Ljósmyndir frá þjálfurum og foreldrum.
30.01.2019
Dregið var í 8 liða úrslit í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola bikarnum í hádeginu í dag. Bæði meistaraflokkur karla og kvenna voru í pottinum.Stelpurnar drógust á móti bikarmeisturum Fram og strákarnir á móti Völsurum. Bæði lið fengu heimamaleiki og fara leikirnir fram í Hleðsluhöllinni í kringum 18.
30.01.2019
Heimsmeistaramótinu í handbolta lauk á sunnudag með sigri frænda okkar Dana en íslenska liðið endaði í ellefta sæti. Eins og Íslendingum er kunnugt léku Selfyssingar stórt hlutverk í liðinu og má segja að handboltaheimurinn bíði spenntur eftir framgangi þessa unga og efnilega liðs á næstu árum.Þegar tölfræði mótsins er skoðuð sést að framlag okkar pilta til liðsins var töluvert en Selfyssingar skoruðu samtals 73 mörk og voru með yfir 50% skotnýting, gáfu 32 stoðsendingar og áttu 61 brotin fríköst.Þá eru ónefndar allar þær bólgur sem Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari losaði á mótinu en það er a.m.k.
29.01.2019
Tilkynnt var um úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Sveitarfélagsins Árborgar á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar sem fram fór í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands 27.
26.01.2019
Stelpurnar tóku á móti Eyjastúlkum nú í dag í síðasta leik annarar umferðar Olísdeildar kvenna.Selfoss var betri aðilinn í fyrri hálfleik og sýndu stelpurnar flotta takta, bæði í vörn og sókn.
25.01.2019
Hannes Jón Jónsson mun taka við sem þjálfari meistaraflokks Selfoss eftir þetta keppnistímabil, en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Selfoss nú í gær.
23.01.2019
Stelpurnar lágu fyrir Haukum í kvöld, 33-20 á Ásvöllum í HafnarfirðiLeikurinn var jafn framan af en undir lok fyrri hálfleiks sigu Haukastúlkur fram úr og höfðu þriggja marka forystu í hálfleik, 15-12.
22.01.2019
Ísland tapaði í gær gegn heimsmeisturum Frökkum með 9 marka mun, 31-22. Áður hafði liðið tapað gegn Þjóðverjum í milliriðlinum en liðið sigraði Barein, Japan og Makedóníu eftir tap gegn Króötum og Spánverjum í undanriðlinum.
21.01.2019
Sláturfélag Suðurlands og handknattleiksdeild Selfoss hafa gert með sér samstarfssamning, en Hafþór Úlfarsson, deildarstjóri markaðsdeildar SS skrifaði undir samninginn fyrir hönd SS.
18.01.2019
Stelpurnar tóku á móti Valskonum í Hleðsluhöllinni í kvöld. Leikurinn fór 27-28 fyrir Val eftir mark á síðustu sekúndubrotum leiksins.Leikurinn var jafn fyrsta korterið en síðan setti Valur í næsta gír og fór inn í hálfleik með 5 marka forskot, 11-16.