01.03.2019
Stelpurnar í 7. flokki kepptu á Ákamóti HK helgina 9. og 10. febrúar og stóðu sig virkilega vel.Ljósmyndir frá foreldrum og þjálfurum Umf.
28.02.2019
Eftir frábæran sigur meistaraflokks karla á Val, mánudaginn s.l. er komið að næsta slag.Selfoss mætir FH, föstudaginn 1.mars. Liðin eru í 2-4.
27.02.2019
Stelpurnar töpuðu gegn Val í Hleðsluhöllinni í Olísdeild kvenna í kvöld, 30-17.Í upphafi leiks gekk báðum liðum illa að skora og voru markmennirnir frábærir, eftir 5 mínútna leik var staðan 0-1 fyrir Val. Eftir það voru Valsstúlkur fyrri til að finna taktinn og náðu forustu sem þær fóru svo með inn í hálfleik, 7-14. Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn mun betur en þann fyrri og náðu að minnka muninn í 11-15. Gestirnir höfðu lítinn húmor fyrir því og settu allt á fullt og keyrðu yfir okkar stelpur, staðan 12-27 með 22 mínútur á klukkunni og leikurinn í raun búinn. Eins og fyrr segir endaði leikurinn svo 30-17.Staða Selfoss er óbreytt eftir þessa umferð, liðið er sem fyrr á botni deildarinnar með 4 stig. Þrem stigum fyrir ofan er HK. Markmiðið núna hlýtur að vera að ná upp fyrir þær og komast í umspil um sæti í Olísdeildinni næsta vetur. Fjórar umferðir eru eftir og nóg af stigum í boði.Mörk Selfoss: Ída Bjarklind Magnúsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Sarah Boye 3, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Sólveig Erla Oddsdóttir 1, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 1.Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 7 (26%), Þórdís Erla Gunnarsdóttir 2 (40%).Nánar er fjallað um leikinn á Leikskýrslu má sjá Næsti leikur er á föstudaginn þegar strákarnir taka á móti FH. Það er svo smá pása hjá stelpunum, en þær fara í Safamýrina þar sem þær munu etja kappi við Fram á þriðjudagskvöldið 12.
25.02.2019
Selfoss náði að landa ævintýralegum eins marks sigri á Val í kvöld, 25-26, en úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins.Það er alltaf boðið upp á spennuleiki þegar Selfoss er annarsvegar, leikurinn í kvöld var engin undantekning.Leikurinn byrjaði hægt og bæði lið voru aðeins að þreifa fyrir sér.
25.02.2019
Hornamaðurinn Hergeir Grímsson hefur framlengt við handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára.Hergeir, sem á einmitt afmæli í dag, er 22 ára gamall.
24.02.2019
Boðið verður upp á fríar sætaferðir á leik meistaraflokks karla gegn Val á morgun, mánudag. Leikurinn hefst kl 19:30. Þetta er toppbarátta og við þurfum á stuðningi ykkar að halda. Boðið verður upp á fríar sætaferðir ef næg skráning næst.
18.02.2019
Hvorki meistaraflokki karla né kvenna náðu að tryggja sér sæti í undanúrslitum Coca Cola bikarsins í kvöld. Meistaraflokkur kvenna steinlá gegn Framstelpum 22-34 og meistaraflokkur karla töpuðu með 7 mörkum gegn Val, 24-31.Stelpurnar hófu þessa handboltaveislu og fengu Íslandsmeistara Fram í heimsókn. Fram byrjaði leikinn af krafti og fljótt var ljóst í hvað stefndi. Framstúlkur komust í 9-0 áður en Selfoss náði að skora sitt fyrsta mark. Fram var 12 mörkum yfir í hálfleik 5-17. Leikur Selfoss var mun betri í seinni hálfleik en það dugði ekki til og Framstúlkur sigldu 12 marka sigri í höfn 22-34.Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 4, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Sarah Boye 3, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Tinna Traustadóttir 1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1.Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 4, Þórdís Erla Gunnarsdóttir 2.Nánar er fjallað um leikinn á og Leikskýrslu má sjá Strákarnir tóku síðan við keflinu og tóku á móti Valsmönnum. Valur mætti af fullum krafti í leikinn og voru alltaf skrefi á undan, staðan í hálfleik var 9-13, Val í vil. Valur hélt alltaf ákveðinni fjarlægð og tryggðu sér að lokum sjö marka sigur, 24-31 eftir nokkrar tilraunir Selfyssinga til að hleypa leiknum upp.Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 7/1, Hergeir Grímsson 4/1, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Elvar Örn Jónsson 3, Nökkvi Dan Elliðason 3, Árni Steinn Steinþórsson 1, Guðni Ingvarsson 1, Einar Sverrisson 1.Varin skot: Pawel Kiepulski 9 og Alexander Hrafnkelsson 1.Nánar er fjallað um leikinn á og . Leikskýrslu má sjáBæði lið eru því dottin úr bikarkeppninni og ljóst að Selfoss verður ekki með meistaraflokk í höllinni í ár. Næstu leikir hjá Selfoss eru í deildinni gegn Val. Strákarnir mæta þeim á mánudaginn næsta kl 19:30 í Origohöllinni og stelpurnar taka á móti Valsstúlkum daginn eftir, einnig kl 19:30 í Hleðsluhöllinni.
15.02.2019
Mánudaginn 18. febrúar verður sannkölluð handboltaveisla í Hleðsluhöllinni en Selfossliðin keppa þá í fjórðungsúrslitum Coca Cola-bikarsins.Stelpurnar taka á móti Íslands- og bikarmeisturum Fram kl.
12.02.2019
Stelpurnar töpuðu gegn Haukum á Ásvöllum í Olísdeild kvenna í kvöld, 27-20.Haukar náðu fljótt frumkvæði í leiknum, Selfoss náði hins vegar fínum kafli um miðbik fyrri hálfleiks og komst yfir, 7-8.
11.02.2019
Selfoss lagði ÍBV í Suðurlandsslagnum í Olísdeild karla í kvöld með tveimur mörkum, 30-28. ÍBV hafði yfirhöndina mestan luta leiks og var yfirleitt með um 2-3 marka forystu, staðan í hálfleik 14-16 ÍBV í vil.