Fréttir

Góður árangur á Ákamótinu

Stelpurnar í 7. flokki kepptu á Ákamóti HK helgina 9. og 10. febrúar og stóðu sig virkilega vel.Ljósmyndir frá foreldrum og þjálfurum Umf.

Stórleikur gegn FH á föstudag

Eftir frábæran sigur meistaraflokks karla á Val, mánudaginn s.l. er komið að næsta slag.Selfoss mætir FH, föstudaginn 1.mars. Liðin eru í 2-4.

Toppliðið of stór biti í kvöld

Stelpurnar töpuðu gegn Val í Hleðsluhöllinni í Olísdeild kvenna í kvöld, 30-17.Í upphafi leiks gekk báðum liðum illa að skora og voru markmennirnir frábærir, eftir 5 mínútna leik var staðan 0-1 fyrir Val.  Eftir það voru Valsstúlkur fyrri til að finna taktinn og náðu forustu sem þær fóru svo með inn í hálfleik, 7-14.  Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn mun betur en þann fyrri og náðu að minnka muninn í 11-15.  Gestirnir höfðu lítinn húmor fyrir því og settu allt á fullt og keyrðu yfir okkar stelpur, staðan 12-27 með 22 mínútur á klukkunni og leikurinn í raun búinn.  Eins og fyrr segir endaði leikurinn svo 30-17.Staða Selfoss er óbreytt eftir þessa umferð, liðið er sem fyrr á botni deildarinnar með 4 stig.  Þrem stigum fyrir ofan er HK.  Markmiðið núna hlýtur að vera að ná upp fyrir þær og komast í umspil um sæti í Olísdeildinni næsta vetur.  Fjórar umferðir eru eftir og nóg af stigum í boði.Mörk Selfoss:  Ída Bjarklind Magnúsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Sarah Boye 3, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Sólveig Erla Oddsdóttir 1, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 1.Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 7 (26%), Þórdís Erla Gunnarsdóttir 2 (40%).Nánar er fjallað um leikinn á Leikskýrslu má sjá Næsti leikur er á föstudaginn þegar strákarnir taka á móti FH.  Það er svo smá pása hjá stelpunum, en þær fara  í Safamýrina þar sem þær munu etja kappi við Fram á þriðjudagskvöldið 12.

Dýrmæt stig í toppbáráttunni

Selfoss náði að landa ævintýralegum eins marks sigri á Val í kvöld, 25-26, en úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins.Það er alltaf boðið upp á spennuleiki þegar Selfoss er annarsvegar, leikurinn í kvöld var engin undantekning.Leikurinn byrjaði hægt og bæði lið voru aðeins að þreifa fyrir sér.

Hergeir framlengir við Selfoss

Hornamaðurinn Hergeir Grímsson hefur framlengt við handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára.Hergeir, sem á einmitt afmæli í dag, er 22 ára gamall.

Frítt í rútu á leik Vals og Selfoss

Boðið verður upp á fríar sætaferðir á leik meistaraflokks karla gegn Val á morgun, mánudag. Leikurinn hefst kl 19:30. Þetta er toppbarátta og við þurfum á stuðningi ykkar að halda. Boðið verður upp á fríar sætaferðir ef næg skráning næst.

Hvorugt liðið áfram í bikarnum

Hvorki meistaraflokki karla né kvenna náðu að tryggja sér sæti í undanúrslitum Coca Cola bikarsins í kvöld.  Meistaraflokkur kvenna steinlá gegn Framstelpum 22-34 og meistaraflokkur karla töpuðu með 7 mörkum gegn Val, 24-31.Stelpurnar hófu þessa handboltaveislu og fengu Íslandsmeistara Fram í heimsókn.  Fram byrjaði leikinn af krafti og fljótt var ljóst í hvað stefndi.  Framstúlkur komust í 9-0 áður en Selfoss náði að skora sitt fyrsta mark.  Fram var 12 mörkum yfir í hálfleik 5-17.  Leikur Selfoss var mun betri í seinni hálfleik en það dugði ekki til og Framstúlkur sigldu 12 marka sigri í höfn 22-34.Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 4, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Sarah Boye 3, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Tinna Traustadóttir 1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1.Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 4, Þórdís Erla Gunnarsdóttir 2.Nánar er fjallað um leikinn á og  Leikskýrslu má sjá Strákarnir tóku síðan við keflinu og tóku á móti Valsmönnum.  Valur mætti af fullum krafti í leikinn og voru alltaf skrefi á undan, staðan í hálfleik var 9-13, Val í vil.  Valur hélt alltaf ákveðinni fjarlægð og tryggðu sér að lokum sjö marka sigur, 24-31 eftir nokkrar tilraunir Selfyssinga til að hleypa leiknum upp.Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 7/1, Hergeir Grímsson 4/1, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Elvar Örn Jónsson 3, Nökkvi Dan Elliðason 3, Árni Steinn Steinþórsson 1, Guðni Ingvarsson 1, Einar Sverrisson 1.Varin skot: Pawel Kiepulski 9 og Alexander Hrafnkelsson 1.Nánar er fjallað um leikinn á   og . Leikskýrslu má sjáBæði lið eru því dottin úr bikarkeppninni og ljóst að Selfoss verður ekki með meistaraflokk í höllinni í ár.  Næstu leikir hjá Selfoss eru í deildinni gegn Val.  Strákarnir mæta þeim á mánudaginn næsta kl 19:30 í Origohöllinni og stelpurnar taka á móti Valsstúlkum daginn eftir, einnig kl 19:30 í Hleðsluhöllinni.

Tvíhöfði í bikarnum

Mánudaginn 18. febrúar verður sannkölluð handboltaveisla í Hleðsluhöllinni en Selfossliðin keppa þá í fjórðungsúrslitum Coca Cola-bikarsins.Stelpurnar taka á móti Íslands- og bikarmeisturum Fram kl.

Tap gegn Haukum í Hafnarfirði

Stelpurnar töpuðu gegn Haukum á Ásvöllum í Olísdeild kvenna í kvöld, 27-20.Haukar náðu fljótt frumkvæði í leiknum, Selfoss náði hins vegar fínum kafli um miðbik fyrri hálfleiks og komst yfir, 7-8.

Sigur eftir háspennu

Selfoss lagði ÍBV í Suðurlandsslagnum í Olísdeild karla  í kvöld með tveimur mörkum, 30-28. ÍBV hafði yfirhöndina mestan luta leiks og var yfirleitt með um 2-3 marka forystu, staðan í hálfleik 14-16 ÍBV í vil.