Fréttir

Tap í síðasta heimaleiknum

Stelpurnar töpuðu gegn Eyjastúlkum með 9 mörkum, 19-28, þegar liðin mættust í Olísdeildinni í dag.ÍBV byrjaði leikinn betur og komst 1-4, Selfoss átti síðan góðan kafla og náði forystu.

Elvar Örn og Dagný María íþróttafólk HSK 2018

Selfyssingarnir Dagný María Pétursdóttir úr taekwondodeild Selfoss og Elvar Örn Jónsson úr handknattleiksdeild Selfoss eru íþróttakona og íþróttakarl Héraðssambandsins Skarphéðins fyrir árið 2018.

Aðalfundur handknattleiksdeildar 2019

Aðalfundur handknattleiksdeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 20. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Handknattleiksdeild Umf.

Grátlegt tap gegn Íslandsmeisturunum

Stelpurnar töpuðu gegn Íslandsmeisturum Fram í Framhúsinu, Safamýri í Olísdeild kvenna í kvöld, 25-24 eftir háspennu lokamínútur.Í upphafi leiks stimplaði Selfossliðið sig inn snemma og náði 1-3 forustu.  Eftir það skiptust liðin á að halda forustu, en þó munaði aldrei meira en einu marki.  Selfoss voru að spila góðan varnarleik og vel sem lið, þó er hægt að tala um að Katrín Ósk átti frábæran fyrri hálfleik  og varði mjög vel, þar á meðal nokkur dauðafæri.  Liðin gengu til búningsklefa í hálfleik í stöðunni 12-12.Í seinni hálfleik komu stelpurnar okkar aftur mjög ákveðnar inn í leikinn og skoruðu þrjú fyrstu mörkin og héldu áfram að þjarma að liði Fram þar til staðan var orðin 14-17.  Þá settu Framstelpur aukinn kraft í varnarleik sinn, urðu mun agressívari.  þá fjölgaði mistökum hjá okkar liði og Fram náðu að jafna 17-17.  Síðari helmingur hálfleiksins var svo keimlíkur fyrri hálfleik.  Liðin skiptust á að vera með forustu og aftur munaði aldrei meira en einu marki.  Selfoss jafnaði leikinn, 24-24, 14 sekúndum fyrir leikslok.  Þá tók Fram leikhlé og teiknuðu lokasóknina upp.  Hún gekk upp og skoruðu Framarar sigurmarkið 2 sekúndum áður en flautan gall.  Grátlegt tap staðreyndStaða Selfoss versnaði í þessari umferð, liðið er sem fyrr á botni deildarinnar með 4 stig.  Fimm stigum fyrir ofan er HK.  Ljóst er að stelpurnar okkar þurfa 5 stig hið minnsta í síðustu þrem leikjunum til að eiga möguleika á umspili um sæti í Olísdeildinni að ári.Mörk Selfoss:  Kristrún Steinþórsdóttir 5, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Sarah Boye 2.Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 14 (36%).Nánar er fjallað um leikinn á Leikskýrslu má sjá Næst á dagskrá er fyrsti leikurinn af þessum þrem sem stelpurnar okkar eiga eftir.  Sá leikur er á laugardaginn kl.

Perla með landsliðinu í Póllandi

Perla Ruth Albertsdóttir var valin í A-landslið kvenna sem tekur þátt í 4. liða móti í Gdansk í Póllandi nú undir lok mars.Axel Stefánsson tilkynnti hópinn nú í dag.

Selfoss sigraði FH með þremur mörkum

Selfoss sigraði FH með þremur mörkum, 26-23, í fullri Hleðsluhöll í Olísdeildinni í kvöld.Selfyssingar byrjuðu af krafti og náðu fljótt að slíta sig frá FH-ingum og á 18.

Góður árangur á Ákamótinu

Stelpurnar í 7. flokki kepptu á Ákamóti HK helgina 9. og 10. febrúar og stóðu sig virkilega vel.Ljósmyndir frá foreldrum og þjálfurum Umf.

Stórleikur gegn FH á föstudag

Eftir frábæran sigur meistaraflokks karla á Val, mánudaginn s.l. er komið að næsta slag.Selfoss mætir FH, föstudaginn 1.mars. Liðin eru í 2-4.

Toppliðið of stór biti í kvöld

Stelpurnar töpuðu gegn Val í Hleðsluhöllinni í Olísdeild kvenna í kvöld, 30-17.Í upphafi leiks gekk báðum liðum illa að skora og voru markmennirnir frábærir, eftir 5 mínútna leik var staðan 0-1 fyrir Val.  Eftir það voru Valsstúlkur fyrri til að finna taktinn og náðu forustu sem þær fóru svo með inn í hálfleik, 7-14.  Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn mun betur en þann fyrri og náðu að minnka muninn í 11-15.  Gestirnir höfðu lítinn húmor fyrir því og settu allt á fullt og keyrðu yfir okkar stelpur, staðan 12-27 með 22 mínútur á klukkunni og leikurinn í raun búinn.  Eins og fyrr segir endaði leikurinn svo 30-17.Staða Selfoss er óbreytt eftir þessa umferð, liðið er sem fyrr á botni deildarinnar með 4 stig.  Þrem stigum fyrir ofan er HK.  Markmiðið núna hlýtur að vera að ná upp fyrir þær og komast í umspil um sæti í Olísdeildinni næsta vetur.  Fjórar umferðir eru eftir og nóg af stigum í boði.Mörk Selfoss:  Ída Bjarklind Magnúsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Sarah Boye 3, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Sólveig Erla Oddsdóttir 1, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 1.Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 7 (26%), Þórdís Erla Gunnarsdóttir 2 (40%).Nánar er fjallað um leikinn á Leikskýrslu má sjá Næsti leikur er á föstudaginn þegar strákarnir taka á móti FH.  Það er svo smá pása hjá stelpunum, en þær fara  í Safamýrina þar sem þær munu etja kappi við Fram á þriðjudagskvöldið 12.

Dýrmæt stig í toppbáráttunni

Selfoss náði að landa ævintýralegum eins marks sigri á Val í kvöld, 25-26, en úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins.Það er alltaf boðið upp á spennuleiki þegar Selfoss er annarsvegar, leikurinn í kvöld var engin undantekning.Leikurinn byrjaði hægt og bæði lið voru aðeins að þreifa fyrir sér.