28.12.2018
Þau Perla Ruth Albertsdóttir og Elvar Örn Jónsson voru kosin íþróttakona og íþróttakarl Árborgar árið 2018, annað árið í röð. Kjörinu var lýst á verðlaunahátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar í hátíðarsal FSu í gærkvöldi.
28.12.2018
Toyota Selfossi hefur endurnýjað styrktarsamning sinn við handknattleiksdeildina, en Toyota hefur verið dyggur styrktaraðili deildarinnar á undanförnum árum.
25.12.2018
Nú ættu allir á Selfossi, í það minnsta, að vera komin með í hendurnar. Það er veglegt að vanda og mikið af skemmtilegu efni í því, m.a.
24.12.2018
Handknattleiksdeild Selfoss óskar öllum þeim stuðningsmönnum, styrktaraðilum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.Liðið ár hefur verið viðburðaríkt í handboltanum.
23.12.2018
Árni Steinn Steinþórsson var valinn í úrvalslið fyrri hluta Olísdeildar karla á dögunum. Úrvalsliðið var tilkynnt í þættinum og voru verðlaunin valin í samstarfi við HSÍ og Olís.Í kvennaflokki var það Íris Björk Símonardóttir leikmaður Vals sem kjörin var besti leikmaður fyrri hlutar.
20.12.2018
Selfyssingar eiga fjórtán fulltrúa í hópum yngri landsliða og hæfileikamótun Handknattleikssambands Íslands, sem æfa og keppa öðru hvoru megin við áramótin.
20.12.2018
Í gær valdi Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, 20 manna æfingahóp sem kemur saman milli jóla og nýárs til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í janúar. Í hópnum eru fjórir Selfyssingar, þeir Haukur Þrastarson og Elvar Örn Jónsson ásamt þeim Janusi Daða Smárasyni og Ómari Inga Magnússyni, sem báðir leika með Aalborg í Danmörku. Áður hafði verið tilkynnt um 28 manna leikmannahóp sem komu til greina í æfingahópinn.
16.12.2018
Selfoss fékk vænan skell gegn botnliði Akureyrar í dag þegar norðanmenn komu og sigruðu Selfyssinga með 6 mörkum, 28-34.Akureyringar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu fljótlega góðu forskoti á Selfyssinga sem áttu engin svör.
14.12.2018
Selfoss er komið í átta liða úrslit í Coca Cola-bikarkeppni karla í handknattleik eftir sigur gegn Fram 32:31 í æsispennandi leik sem fram fór í Safamýri í gær.Framarar höfðu frumkvæðið í leiknum allan fyrri hálfleik og leiddu í hálfleik 16-14.
10.12.2018
Selfoss sigraði ÍR-inga í Hleðsluhöllinni í kvöld með einu marki, 31-30.Selfoss byrjaði betur og náði þriggja marka forskoti í upphafi fyrri hálfleiks, ÍR-ingar náðu að minnka muninn í 10-9 en staðan í leikhléi var 15-13.