Fréttir

Sverrir áfram innan herbúða Selfoss

Sverrir Pálsson mun spila áfram með Selfoss en Sverrir framlengdi á dögunum við handknattleiksdeildina til tveggja ára. Sverrir er einn af þeim leikmönnum sem kom Selfoss upp um deild á sínum tíma og hefur verið lykilmaður í vörn síðan.

Grímur ráðinn þjálfari meistaraflokks karla

Grímur Hergeirsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla til næstu tveggja ára. Grímur er Selfyssingur í húð og hár og hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins s.l.

Elvar bestur og Haukur efnilegastur annað árið í röð

Á sunnudaginn fór fram verðlaunahóf HSÍ og Olís. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar í Olís- og Grill66-deildunum heiðraðir fyrir góða frammistöðu í vetur.Annað árið í röð var Elvar Örn Jónsson valinn besti leikmaður Olísdeildar karla í handbolta og Haukur Þrastarson valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar.Elvar Örn fékk einnig Valdimarsbikarinn en hann er veittur þeim leikmanni sem þykir mikilvægasti leikmaður deildarinnar á tímabilinu.Við óskum þeim Elvari, Hauki og öllum þeim sem fengu verðlaun á hófinu hjartanlega til hamingju!Mynd: Guðmundur B.

Haukur tilnefndur sem besti ungi leikstjórnandi heims

Haukur okkar Þrastarson er tilnefndur sem besti ungi leikstjórnandi heims af vefsíðunni HandballPlanet.com.Hauk­ur er til­nefnd­ur sem besti leik­stjórn­and­inn ásamt Frakk­an­um Kyli­an Vil­lem­inot úr liði Mont­p­ellier, Slóven­an­um Fomen Makuc úr liði Celje Laso og Ung­verj­an­um Matyas Gyori sem leik­ur með Tata­banya.Blaðamenn víðs veg­ar um Evr­ópu til­nefndu 28 leik­menn, fjóra í hverri stöðu og það eru síðan les­end­ur hand­ball-pla­net.com sem taka þá í að velja þá bestu.

Einar Baldvin til Selfoss

Markmaðurinn efnilegi Einar Baldvin Baldvinsson hefur skrifað undir eins árs lánssamning við handknattleiksdeild Selfoss.Einar Baldvin kemur til okkar frá Val þar sem hann hefur leikið með meistaraflokki síðustu tvö ár.  Hann gekki í raðir Valsmanna vorið 2017 frá Víking þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn.  Þá hefur hann leikið með yngri landsliðum Íslands, enda einn efnilegasti markmaðaður landsins.Handknattleiksdeild Selfoss býður Einar Baldvin hjartanlega velkominn og hlakkar til að sjá hann vaxa og dafna sem leikmann.Mynd: Einar Baldvin ásamt Þóri Haraldssyni formanni deildarinnar Umf.

Handknattleiksdeildin og Sportís semja

Handknattleiksdeild Selfoss og Sportís hafa gert með sér samning til þriggja ára um að meistaraflokkar Selfoss spili í Asics skóm.Asics er hágæða japanskt vörumerki og er meðal fremstu aðila í skóm fyrir handbolta.

Ísland úr leik þrátt fyrir sigur

Kvennalandslið Íslands kemst ekki á HM 2019 en það var ljóst eftir eins marks sigur gegn Spánverjum í gær. Fyrri leikurinn út í Malaga tapaðist með 9 mörkum, 35-26.

Selfoss í Meistaradeild Evrópu

Selfoss hefur skráð meistaraflokk karla til leiks í Meistaradeild Evrópu. Selfoss vann sér rétt til þáttöku í Meistaradeildinni með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn en Ísland á rétt á einu sæti í deildinni eftir mikla velgengi í Evrópukeppnum á síðustu árum.

Íslandsmeistara-handboltaskóli Selfoss í sumar

Handknattleiksdeild Selfoss verður með handboltaskóla í sumar eins og undanfarin ár. Það verða þrjár vikur í boði í ár það eru vikurnar 11.-14.

Sumartilboð Jako

Þriðjudaginn 4. júní verður Jako með sumartilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 18.Það verður boðið upp á á félagsgalla Umf.