24.08.2019
Þá eru æfingar hafnar hjá yngri flokkum í handboltanum. Æfingatöfluna má sjá hér meðfylgjandi. Allar æfingar fara fram í Hleðsluhöllinni, Iðu íþróttahúsi FSu.Allir eru velkomnir að prófa að æfa handbolta. Allar nánari upplýsingar gefur yfirþjálfari yngri flokka, Einar Guðmundsson.Gengið er frá skráningu í gegnum á slóðinni selfoss.felog.is en þar er einnig hægt að nýta með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.Vinsamlegast athugið að rétt netfang verður að vera skráð í Nóra til að upplýsingar komist til skila.
23.08.2019
Hulda Dís Þrastardóttir verður áfram í herbúðum Selfoss en hún samdi á dögunum við handknattleiksdeild Selfoss. Huldu þarf ekki að kynna fyrir Selfyssingum enda búin að spila með liðinu í nokkur ár.
22.08.2019
ÍR-stelpur sigruðu Ragnarsmót kvenna sem lauk í gær. Mótið var æsispennandi fram að lokasekúndu, ÍR var undir gegn Gróttu, en síðasta mark ÍR tryggði þeim sigur á mótinu vegna innbyrðis markatölu.
19.08.2019
Valur sigraði Ragnarsmót karla 2019 eftir sigur á ÍBV í úrslitaleik á laugardaginn s.l. Selfoss endaði í 5. sæti á mótinu. Mótið er árlegt æfingamót í handbolta til minningar um Ragnar Hjálmtýsson sem lést í bílslysi ungur að árum árið 1988, mótið hefur verið haldið árlega síðan og markar upphaf handboltavertíðarinnar.Valur vann alla sína leiki nokkuð örugglega og stóðu uppi sem sigurvegarar Ragnarsmótsins.
14.08.2019
Í dag hefst hið árlega Ragnarsmót í handbolta á Selfossi, eitt elsta og virtasta æfingamót á Íslandi sem nú er haldið í 29. skiptið.
30.07.2019
Guðni Ingvarsson hefur ákveðið að taka slaginn áfram á Selfossi og hefur framlengt við handknattleiksdeild Umf. Selfoss.Guðni er uppalinn hér á Selfossi en hann lék í nokkur ár með ÍBV þar sem hann vann Íslands- og bikarmeistaratitil áður en hann tók eitt tímabil á Seltjarnarnesinu með Gróttu, hann gekk síðan aftur til liðs við Selfoss haustið 2016.
27.07.2019
U-17 ára landslið Íslands lauk leik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Azerbaijan í dag þegar þeir sigruðu Slóveníu í leik um 5.
22.07.2019
Magnús Øder Einarsson hefur samið við Selfoss til tveggja ára. Hann er Selfyssingum að góðu kunnur, enda uppalinn hér. Þessi 22 ára leikmaður lék síðast með Selfoss í Olísdeildinni tímabilið 2016-17 þegar Selfoss lenti í 5.
21.07.2019
Harpa Sólveig Brynjarsdóttir kveður Selfoss þar sem hún flytur til Álaborgar í Danmörku en hún mun leika þar með danska B-deildarliðinu Vendsyssel á næstu leiktíð. Harpa er 22 ára gömul og hefur leikið með Selfoss undanfarin tvö tímabil, hún skoraði m.a.
19.07.2019
Ari Sverrir Magnússon framlengdi á dögunum við Selfoss til tveggja ára. Ari Sverrir lék með U-liði og 3. flokki Selfoss síðasta vetur ásamt því að taka sín fyrstu skref með meistaraflokki. Hann kláraði svo veturinn á því að útskrifast úr Handboltaakademíu Selfoss. Ungur og efnilegur leikmaður sem spennandi verður að fylgjast með í vetur.Mynd: Ari Sverrir Magnússon á heimavelli í Hleðsluhöllinni.
Umf.