Fréttir

Skellur gegn Haukum

Selfoss fékk skell í Hafnarfirðinum í kvöld er þeir mættu Haukum og töpuðu þeir með sjö mörkum, 36-29.Leikurinn var nokkuð jafn framan af en á 19.

Tæpar 400 þúsund krónur söfnuðust í styrktarleik

Í gærkvöld fór fram leikur Selfoss og KA/Þórs í Coca Cola bikarkeppni HSÍ.  Ákveðið var að leikurinn yrði styrktarleikur og rann allur aðgangseyrir af leiknum óskiptur til styrktar Gígju Ingvarsdóttur og fjölskyldu hennar.  Gígja er 11 ára handboltaiðkandi og ofurhetja sem er að berjast við krabbamein.  Hún á því í harðri baráttu og það reynir eðlilega á fjölskylduna.  Það var vel við hæfi að akkúrat þessi leikur yrði fyrir valinu, en Gígja á fjórar frænkur í liði KA/Þórs.Þess má geta að allir borguðu sig inn, starfsmenn sem og leikmenn beggja liða, einhverjir lögðu svo frjáls framlög ofan á miðverð sitt.  Alls söfnuðust 386.000 krónur á leiknum.  Við þökkum öllum sem komu að þessu með okkur innilega fyrir og sendum áframhaldandi baráttukveðjur til Gígju og fjölskyldu hennar.  Stelpurnar töpuðu reyndar leiknum þrátt fyrir flotta framistöðu, 21-29, en nánar má lesa um leikinnVið viljum vekja athygli á að hægt er að styrkja Gígju og fjölskyldu hennar með því að leggja inn á styrktarreikning fjölskyldunnar: 0123-15-203456 kt.110380-5189Leikmenn liðanna stilltu sér upp fyrir leik. Umf.

KA/Þór númeri of stórar

Stelpurnar féllu í kvöld úr leik í 16-liða úrslitum Coca Cola bikarkeppni HSÍ þegar þær mættu KA/Þór í Hleðsluhöllinni, 21-29.Selfyssingar virkuðu stressaðar í upphafi leiks og gengu Akureyringar á lagið og leiddu 1-6 þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum.  Stelpurnar náðu að vinna sig aftur inn í leikinn og náðu að hlaupa með KA/Þór út hálfleikinn, staðan í hálfleik 9-13.Akureyringar tóku smá áhlaup í upphafi síðari hálfleiks, en með góðri vörn og frábærri markvörslu héldu stelpurnar sér inn í leiknum.  Staðan um miðjan hálfleikinn 17-21.  Akureyringar sýndu svo reynslu sína og gæði á lokakaflanum og sigldu heim öruggum sigri, 21-29.  Í heildina mjög góður leikur hjá afar ungu Selfossliði gegn reynsluboltum í KA/Þór.Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 9/3, Katla María Magnúsdóttir 3, Agnes Sigurðardóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1, Elín Krista Sigurðardóttir 1, Sigríður Lilja Sigurðardóttir 1, Þuríður Ósk Ingimarsdóttir 1.Varin skot: Henriette Østergaard 21 (44%)Nánar er fjallað um leikinn á .Næsti leikur hjá stelpunum er á sunnudagskvöldið þegar þær taka á móti FH í Hleðsluhöllinni, slagur toppliðanna í Grill 66 deildinni.  Strákarnir eiga svo leik á mánudagskvöldið gegn Haukum á Ásvöllum, enn einn stórleikurinn í toppbaráttu Olísdeildarinnar. Henriette var frábær í kvöld. Umf.

Sigur á Stjörnunni í háspennuleik

Selfoss tók á móti Sjtörnunni í Hleðsluhöllinni í kvöld.  Eins og of vill verða þegar Selfoss leikur handbolta var háspenna og dramatík sem endaði með sigurmarki Selfyssinga á lokasekúndum leiksins, 31-30.Leikmenn beggja liða fóru varlega af stað og var jafnt á öllum tölum fram á 10 mínútu, þá tóku Selfyssingar leikinn til sín og komu forystunni upp í þrjú mörk, 6-3.  Stjörnumenn spyrntu við fótunum og héldu í við heimamenn eftir það og náðu að jafna leikinn, 10-10, á 24.

Byko í hóp styrktaraðila Selfoss

Fulltrúar Byko og handknattleiksdeildar Selfoss undirrituðu á dögunum samstarfssamning, Byko verður þar með einn af styrktarðilum handboltans á Selfossi.

Fimm marka sigur eftir frábæran seinni hálfleik

Stelpurnar tóku á móti nágrönnum sínum frá Eyjum í Grill 66 deildinni í Hleðsluhöllinni í kvöld, Selfoss sigraði leikinn með 5 marka mun, 22-17.Bæði lið voru lengi í gang en Selfoss var sterkari aðilinn framan af í fyrri hálfleik, ÍBV náði að jafna leikinn í 9-9 en Selfyssingar tóku við sér og komust tveimur mörkum yfir fyrir leikhlé í 12-10.

Tap í Mosfellsbænum

Strákarnir töpuðu með einu marki gegn Aftureldingu í kvöld í Mosfellsbænum, 32-31.Selfyssingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 5-1 eftir sjö mínútna leik.  Eftir það var jafnræði á með liðunum og staðan 8-8 um miðjan fyrri hálfleik.  Leikurinn var í nokkru jafnvægi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Selfyssingar þó alltaf skrefi á undan.  Staðan í hálfleik var 14-17 Selfyssingum í vil.Selfyssingar héldu frumkvæðinu í síðari hálfleik þangað til tíu mínútur voru eftir en þá jafnaði Afturelding í 24-24.  Lokakaflinn var spennandi líkt og oft áður, Afturelding náði yfirhöndinni í blálokin og hélt henni til leiksloka.  Lokatölur 32-31 Aftureldingu í vil.Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 9/1, Guðjón Baldur Ómarsson 6, Árni Steinn Steinþórsson 4, Guðni Ingvarsson 4, Hergeir Grímsson 4/2, Magnús Öder Einarsson 2, Tryggvi Þórisson 1, Nökkvi Dan Elliðason 1.Varin skot: Sölvi Ólafsson 6 (22%), Einar Balvin Baldvinsson 1 (8,3%)Nánar er fjallað um leikinn á ,  og .Nóvembermánuður er pakkaður og næsti leikur strax á mánudaginn hjá strákunum, en þá mæta þeir Stjörnumönnum í Hleðsluhöllinni kl 19.30.  Stelpurnar mæta hins vegar Eyjastúlkum á morgun, föstudag, kl 18 í Hleðsluhöllinni.  Svo ef fólk vill toppa helgina þá er Selfoss U að keppa á laugardaginn gegn Herði, einnig í Hleðsluhöllinni, kl 16.30.  Mætum og styðjum okkar lið!Haukur Þrastarson var markahæstur Selfyssinga í kvöld með 9 mörk Sunnlenska.is / Guðmundur Karl

Vetrartilboð JAKO

Fimmtudaginn 31. október verður með vetrartilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19. Það verður boðið upp á á keppnistreyju Umf.

Sigur í Kórnum

Stelpurnur kíktu í Kópavoginn í dag og sigruðu þar lið HK U með þremur mörkum, 23-26.Selfoss byrjaði leikurinn mun betur og tóku fljótt yfirhöndina í leiknum, staðan í hálfleik var 9-15.

Fyrsta tapið í vetur hjá stelpunum

Selfoss mætti Fjölnisstúlkum í Hleðsluhöllinni í kvöld í 5. umferð Grill 66 deildarinnar og tapaði með 7 mörkum, 21-28.Leikurinn var jafn framan af og var Selfoss einu skrefi á undan fyrstu 25 mínúturnar.