05.12.2019
Handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson og knattspyrnukonan Barbára Sól Gísladóttir voru valin íþróttakarl og íþróttakona ársins 2019 hjá Ungmennafélagi Selfoss á verðlaunahátíð félagsins sem var haldin í félagsheimilinu Tíbrá í gær.Barbára Sól er lykilleikmaður hjá Selfoss en liðið hampaði í sumar Mjólkurbikar KSÍ eftir glæstan sigur á KR í framlengdum úrslitaleik.
03.12.2019
Fimmtudaginn 5. desember verður með jólatilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.
Það verður boðið upp á á keppnistreyju Umf.
02.12.2019
Selfyssingar töpuðu fyrir FH í Hleðsluhöllinni í kvöld með sex mörkum, 31-37.Jafnræði var með liðunum fram á 12. mínútu en þá komust FH þremur mörkum yfir, úr 6-6 í 6-9. Munurinn hélst 2-4 mörk út fyrri hálfleik og staðan í leikhléi 14-18. Lítið gekk hjá Selfyssingum í seinni hálfleik. FH byggðu upp forystu og náðu mest átta marka forskoti. Selfyssingar minnkuðu muninn niður í sex mörk fyrir leikslok en sigur FH-inga var aldrei í hættu. Lokatölur 31-37.Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 10, Hergeir Grímsson 6/4, Haukur Þrastarson 4, Guðni Ingvarsson 3, Magnús Öder Einarsson 2, Reynir Freyr Sveinsson 2, Alexander Már Egan 2, Ísak Gústafsson 1, Guðjón Baldur Ómarsson 1.Varin skot: Sölvi Ólafsson 11 (30%) og Einar Baldvin Baldvinsson 3 (20%)Nánar er fjallað um leikinn á ogNæsti leikur hjá strákunum er á laugardaginn gegn ÍR í Austurbergi kl 16.00.
01.12.2019
Selfoss sigraði U-lið Stjörnunnar með þremur mörkum í kvöld í Hleðsluhöllinni, 25-22.Selfyssingar byrjuðu leikinn betur en Stjarnan jafnaði í 4-4 og tók í framhaldi frumkvæðið.
26.11.2019
Handknattleiksdeild Selfoss og Kaffi Krús skrifuðu á dögunum undir áframhaldandi samstarfssamning. Vinir okkar á Kaffi Krús hafa verið stoltir bakhjarlar handboltans á Selfossi um nokkurt skeið og verða það áfram.Handknattleiksdeildin er með til sölu 10 þúsund kr.
24.11.2019
Selfyssingar unnu öruggan sigur gegn Fjölni í Olísdeildinni í kvöld, leikurinn fór fram í Dalhúsum og endaði 35-26.Heimamenn voru á undan að skora fyrstu tíu mínútur leiksins. Í stöðunni 5-5 tóku Selfyssingar frumkvæðið og náðu Fjölnismenn aldrei að jafna leikinn eftir það. Í sókninni fundu menn Guðna vel á línunni og betur gekk varnarlega. Staðan í hálfleik var 18-12 í leik sem virtist ekki hafa verið frábærlega leikinn af hvorugu liðinu.Sá munur hélst lítið breyttur fram á 42.
20.11.2019
Meistaraflokkur karla tryggði sig áfram í átta liða úrslit Coca Cola bikar karla eftir 13 marka sigur á Þór Akureyri norðan heiða nú í kvöld, 29-36.Selfyssingar komust fljótt yfir í leiknum og alveg ljóst í hvað stefndi, staðan í hálfleik 9-20.
17.11.2019
Selfyssingar unnu Fram í Hleðsluhöllinni í kvöld með sex mörkum, 30-24.Selfoss hafði yfirhöndina nánast allan fyrri hálfleik en Framarar náðu að jafna í stöðunni 7-7 og héldu jöfnum leik um miðbik fyrri hálfleiks, Selfyssingar sigu aftur fram úr og voru komnir með tveggja marka forystu í hálfleik, 17-15.
16.11.2019
Stelpurnar gerðu jafntefli gegn Gróttu á Seltjarnanesinu í dag, 22-22.Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann og liðin skiptust á að hafa forystu í fyrri hálfleik, staðan í hálfleik var 13-13.
13.11.2019
Vélaverkstæði Þóris og handknattleiksdeild Selfoss skrifuðu á dögunum undir áframhaldandi styrktarsamning, fyrirtækið verður því áfram einn af helstu styrktaraðilum deildarinnar.