Fréttir

Strákarnir byrja Olísdeildina með sigri

Meistaraflokkur karla hóf leik í Olísdeildinni þennan veturinn í kvöld í stórleik fyrstu umferðar.  Þar mættu þeir FH sem spáð hefur verið góðu brautargengi í vetur.  Leiknum lauk með sterkum útisigri strákanna frá Selfossi, 30-32.Þetta var hörkuleikur eins og oft vill verða þegar þessi lið eigast við og einkenndust fyrstu mínútur leiksins af mikilli baráttu, hraða og mistökum, mistökunum átti eftir að fækka en hraðinn minnkaði lítið.  Fyrstu 10 mínúturnar var allt jafnt en eftir það tóku Selfyssingar forustuna til sín og héldu 3-4 marka forustu og staðan í hálfleik 13-17.Í síðari hálfleik breyttu FH-ingar áherslum í varnarleiknum og Selfyssingar áttu erfiðara með að koma boltanum í netið.

Selfoss mætir HK Malmö í EHF cup

Það er ljóst að Selfoss mæti HK Malmö frá Svíþjóð í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða (EHF Cup). Þetta varð ljóst eftir að HK Malmö sigraði Spartak Mosvka með einu marki í dag 29:30 í Rússlandi, en Svíarnir höfðu áður unnið Rússanna með átta mörkum, 31:23.Fyrri leikur liðanna fer fram fyrstu helgina í október úti í Svíþjóð og seinni leikurinn viku seinna hér heima.

Alexander framlengir við Selfoss

Alexander Hrafnkelsson hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild Selfoss. Alexander er ungur og efnilegur markmaður og hefur staðið sig gríðarlega vel í yngri flokkum og með U-liðinu síðastliðið tímabil.

Tap gegn FH í meistarakeppni HSÍ

Selfoss tapaði í kvöld í framlengdum leik gegn FH í meistarakeppni HSÍ, 33-35.  Liðin áttust við í Hleðsluhöllinni í þessum leik sem jafnan markar upphaf handboltavertíðarinnar.Leikurinn byrjaði í járnum og jafnt á öllum tölum fyrstu 17 mínúturnar.  Eftir það tóku FH-ingar frumkvæðið og náðu að auka muninn í þrjú mörk og staðan í hálfleik 12-14.Selfyssingar mættu ákveðnari til leiks í upphafi síðari hálfleiks og eftir 7 mínútur voru þeir búnir að jafna leikinn 17-17.  Einar Baldvin var að verja vel og strákarnir að finna Atla Ævar á línunni.  Með þessari uppskrift náði Selfoss tveggja marka forystu.  FH voru ekki á þeim buxunum að kasta inn handklæðinu og náðu að jafna leikinn þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum og var rétt eins og í upphafi jafnt á öllum tölum.  Árni Steinn kom Selfyssingum í forystu með marki 20 sekúndum fyrir leikslok en Ásbjörn Friðriksson jafnaði úr vítakasti á lokaandartökum leiksins og því þurfti að framlengja.FH náði frumkvæðinu strax í upphafi framlengingar og leiddi með einu marki í hálfleik hennar.  Í síðari hluta framlengingar kláraði svo Phil Döhler markmaður FH-inga leikinn og sigur FH staðreynd, 35-33.Bikarmeistarar FH unnu því Íslandsmeistara Selfoss í meistarakeppni HSÍ og hljóta því nafnbótina meistari meistaranna.  Næst á dagskrá hjá Selfossi er fyrsti leikur í Olísdeildinni, en hann er einmitt gegn FH.  Þá mætast liðin í Kaplakrika á miðvikudaginn 11.

Tinna Sigurrós framlengir

Tinna Sigurrós Traustadóttir samdi á dögunum við handknattleiksdeild Selfoss. Tinna, sem er aðeins 15 ára gömul, er örvhent skytta og tók hún sín fyrstu skref með meistaraflokki kvenna síðasta vetur og stóð sig með ágætum.

Heimsmeistaramót U-19 ára lokið

Fyrr í mánuðinum lauk heimsmeistaramóti U-19 ára karla sem fram fór í Skopje í Norður-Makedóníu.  Íslenska landsliðið var á meðal þáttakenda og hafnaði í 8.

Handboltaæfingar byrjaðar

Þá eru æfingar hafnar hjá yngri flokkum í handboltanum. Æfingatöfluna má sjá hér meðfylgjandi. Allar æfingar fara fram í Hleðsluhöllinni, Iðu íþróttahúsi FSu.Allir eru velkomnir að prófa að æfa handbolta. Allar nánari upplýsingar gefur yfirþjálfari yngri flokka, Einar Guðmundsson.Gengið er frá skráningu í gegnum á slóðinni selfoss.felog.is en þar er einnig hægt að nýta með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.Vinsamlegast athugið að rétt netfang verður að vera skráð í Nóra til að upplýsingar komist til skila.

Hulda áfram hjá Selfoss

Hulda Dís Þrastardóttir verður áfram í herbúðum Selfoss en hún samdi á dögunum við handknattleiksdeild Selfoss. Huldu þarf ekki að kynna fyrir Selfyssingum enda búin að spila með liðinu í nokkur ár.

ÍR sigraði Ragnarsmót kvenna

ÍR-stelpur sigruðu Ragnarsmót kvenna sem lauk í gær. Mótið var æsispennandi fram að lokasekúndu, ÍR var undir gegn Gróttu, en síðasta mark ÍR tryggði þeim sigur á mótinu vegna innbyrðis markatölu.

Valur sigraði Ragnarsmót karla 2019

Valur sigraði Ragnarsmót karla 2019 eftir sigur á ÍBV í úrslitaleik á laugardaginn s.l. Selfoss endaði í 5. sæti á mótinu. Mótið er árlegt æfingamót í handbolta til minningar um Ragnar Hjálmtýsson sem lést í bílslysi ungur að árum árið 1988, mótið hefur verið haldið árlega síðan og markar upphaf handboltavertíðarinnar.Valur vann alla sína leiki nokkuð örugglega og stóðu uppi sem sigurvegarar Ragnarsmótsins.