18.10.2019
Mynd af Íslandsmeisturum í handknattleik árið 2019 var vígð á sigurleik Selfoss gegn KA sem fram fór í Hleðsluhöllinni á miðvikudagskvöld.
17.10.2019
Dregið var í 16-liða úrslit karla og kvenna í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola bikarnum, í hádeginu í dag.Strákarnir munu heimsækja Þór Akureyri og Stelpurnar fá Olísdeildarlið KA/Þór í Hleðsluhöllina. Þess má geta að Mílan, vinafélag Selfoss, mætir ÍR í Hleðsluhöllinni.Leikurinn hjá stelpunum mun fara fram í kringum 6.
16.10.2019
Það var nóg af mörkum fyrir alla í leik Selfoss og KA í þessum leik í Olísdeild karla í kvöld, en þar lögðu Selfyssingar gestina 36-34.Selfyssingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Stefán og Jónatan voru þá búnir að sjá nóg og tóku leikhlé eftir rétt rúmar 2 mínútur. Það gekk hjá þeim að skerpa sína menn og skiptust liðin á að skora en Akureyringar náðu að jafna leikinn þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af hálfleiknum, áfram skiptust liðin á að skora og lítið um varnir. Allt jafnt í hálfleik, 19-19.Það er ljóst að þjálfararnir í báðum klefum töluðu um að þétta vörnina, en liðin héldust áfram í hendur og jafnt á öllum tölum fyrstu 10 mínúur síðari hálfleiksins. Þá bættu Selfyssingar í og sigldu framúr og var forystan komin í 5 mörk, 29-24, þegar 46 mínútur voru á klukkunni. Þá tóku KA sitt síðasta leikhlé og ákváðu að taka Hauk Þrastarson úr umferð. Sóknarleikur Selfyssinga riðlaðist heldur við það, en ró komst yfir hann fljótlega aftur. KA-menn reyndu hvað þeir gátu og fóru maður á mann síðustu mínúturnar og hleyptu leiknum upp. Þeir náðu að koma spennu i lokamínútuna, en Selfyssingar stóðust áhlaupið.Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 11/3, Árni Steinn Steinþórsson 9, Haukur Þrastarson 9, Atli Ævar Ingólfsson 3, Nökkvi Dan Elliðason 3, Guðjón Baldur Ómarsson 1.Varin skot: Sölvi Ólafsson 8 (31%), Einar Baldvin Baldvinsson 4 (23%).Nánar er fjallað um leikinn á ogStrákarnir eru þar með komnir með 9 stig og náðu með þessum sigri að lyfta sér í 4.
15.10.2019
Handknattleiksdeildin vill koma sérstökum þökkum á framfæri til þeirra sem hafa stutt við liðið í gegnum Evrópukeppnina. Liðið féll úr keppni um helgina eftir tap gegn sænska liðinu HK Malmö í 2.
13.10.2019
Selfoss mættu HK Malmö frá Svíþjóð í Hleðsluhöllinni í EHF Cup í gærkvöldi. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Svíanna, 29-31.
11.10.2019
Selfoss lagði ÍR í toppbaráttunni í Grill 66 deild kvenna í kvöld. Leikið var í Austurbergi og enduðu leikar 25-23.Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en ÍR voru fyrri til að ná áhlaupi og leiddu um miðjan hálfleikinn með 3 mörkum. Stelpurnar náðu þá að bæta aðeins í vörnina og komst Henriette í gang í markinu. Það skilaði því að Selfyssingar leiddu í hálfleik 14-15.Í seinni hálfleik héldu þær áfram á svipaðri braut án þess þó að ná að slíta sig frá ÍR. Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum náði Selfoss loks að bæta í forystuna og leiddu með 5 mörkum þegar mest var. ÍR-ingar gerðu áhlaup á síðustu tveim mínútunum, það var of lítið og of seint og sigur Selfoss staðreynd, 23-25.Selfoss hefur þar með unnið alla 4 leiki sína og eru því á toppi deildarinnar.Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 7, Hulda Dís Þrastardóttir 5/5, Agnes Sigurðardóttir 4, Katla María Magnúsdóttir 4, Rakel Guðjónsdóttir 3, Katla Björg Ómarsdóttir 2.Varin skot: Henriette Østergård 9 (29%)Á laugardaginn er stórleikur hjá strákunum í EHF-keppninni gegn HK Malmö.
11.10.2019
Handboltalið Selfoss tekur á móti HK Malmö, frá Svíþjóð, í Evrópukeppninni næstkomandi laugardag 12. október kl. 18. Þetta er seinni leikur liðanna í þessari þessari umferð í Evrópukeppninni.
10.10.2019
Selfyssingar gerðu góða ferð til Eyjunar fögru í kvöld og sóttu þar tvö stig og heiðurinn um Suðurland með eins marks sigri, 29-30.Selfyssingar byrjuðu leikinn af krafti og voru mun sterkari í fyrri hálfleik, þeir voru tveimur til fjórum mörkum yfir og staðan í leikhléi var 13-15.
09.10.2019
Guðmundur Þ. Guðmundsson hefur valið 19 manna æfingahóp A-landsliðs karla vegna landsleikjanna gegn Svíþjóð í lok október. Fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 25.
06.10.2019
Selfoss tapaði með sex mörkum í gær, 33-27, gegn sænska liðinu HK Malmö í fyrri leik annarar umferðar Evrópukeppni félagsliða.Fyrri hálfleikur spilaðist nokkuð vel og voru Selfyssingar skrefi á undan fyrstu mínúturnar með Sölva fremstan í flokki.