20.05.2015
Karlalið Selfoss í knattspyrnu er komið í 32-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir 0-2 sigur á 3. deildarliði Reynis í Sandgerði í gær.Nánar er fjallað um leikinn á vef . .
18.05.2015
Strákarnir okkar fengu HK í heimsókn á JÁVERK-völlinn í 1.deildinni á föstudag en bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferð.Okkar menn réðu lögum og lofum á vellinum stóran hluta leiksins eða allt þar til að nýr liðsmaður Selfoss, Halldór Arnarson, var rekinn af velli með sitt annað gula spjald á 67.
15.05.2015
Dagný Brynjarsdóttir, sem varð fyrir skemmstu þýskur meistari í knattspyrnu með FC Bayern München, hefur gengið til liðs við Selfoss á nýjan leik og leikur með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar.
15.05.2015
Stelpurnar okkar sóttu Fylki heim í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í gær. Það er skemmst frá því að segja að liðið virtist aldrei komast í takt við leikinn og sú barátta og kraftur sem einkennt hefur liðið undanfarin ár virtist víðsfjarri.Fylkir vann 2-0 en heimakonur létu Selfoss um að stjórna leiknum og beitti hættulegum skyndisóknum þegar færi gafst.
14.05.2015
fyrir árið 2015 er komið á vef Sveitarfélagsins Árborgar. Í blaðinu er hægt að finna upplýsingar um flest námskeið og æfingar sem í boði eru fyrir börn og ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2015.Blaðinu verður dreift inn á öll heimili sveitarfélagsins í byrjun næstu viku.
13.05.2015
Stelpurnar hefja leik í Pepsi-deildinni, á morgun uppstigningardag, þegar þær mæta Fylki í Árbænum og hefst leikurinn kl. 14:00.Liðið kemur vel undirbúið til leiks og hefur leikið vel á undirbúningstímabilinu þar sem það komst m.a.
12.05.2015
Dagný Brynjarsdóttir, fyrrum leikmaður Selfoss, varð um helgina þýskur meistari í knattspyrnu með liði sínu FC Bayern München og er þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kona verður þýskur meistari í knattspyrnu.Dagný byrjaði á varamannabekknum í dag en kom inn í síðari hálfleik þegar um tíu mínútur voru til leiksloka.
11.05.2015
Selfoss tók á móti BÍ/Bolungarvík á laugardag í fyrstu umferð 1. deildar karla og vann frækinn sigur 2-0. Bæði lið reyndu sitt besta að spila góðan fótbolta í þessum fyrsta leik sumarsins.Leikurinn fór vel af stað og náðu okkar menn að skapa sér nokkur ákjósanleg marktækifæri.
08.05.2015
Knattspyrnudeild Selfoss í samstafi við Coerver Coaching bjóða upp á knattspyrnuskóla Coerver á Selfossi helgina 15.-17. maí nk. Þetta verður í fyrsta skipti sem boðið er upp á námskeiðið á Selfossi. Námskeiðið er fyrir alla iðkendur í 3.-6.
08.05.2015
Þrjár deildir Umf. Selfoss fengu endurnýjun viðurkenninga sinna sem á aðalfundi félagsins fimmtudaginn 16. apríl sl. en um er að ræða frjálsíþróttadeild, knattspyrnudeild og taekwondodeild.Í umsögn ÍSÍ kemur fram að handbækur deildanna eru vel unnar og uppfylla vel öll ákvæði fyrirmyndarfélaga þannig að tryggt er að allir rói í sömu átt.Sveitarfélagið Árborg styrkir sérstaklega fyrirmyndarfélög innan sveitarfélagsins á ári hverju.