Fréttir

Stórsigur á móti Fylki

Strákarnir í Selfoss áttu ekki í vandræðum með slakt lið Fylkis á föstudaginn. Selfoss átti mjög góðan fyrri hálfleik og hreinlega valtaði yfir gestina sem áttu í mesta basli með að koma boltanum í netið.

Selfoss - ÍR í átta liða úrslitum

Selfoss og bikarmeistarar ÍR mætast í átta liða úrslitum Coca cola bikarsins. Leikurinn verður spilaður á Selfossi í byrjun febrúar en endanlegur tími er ekki kominn á hreint.

Atli Hjörvar kominn heim

Atli Hjörvar Einarsson skrifaði undir samning við Selfoss nú í vikunni, mun hann spila með liði Selfoss a.m.k út þetta tímabil. Atli fór frá Selfossi haustið 2011, spilaði með FH einn vetur en hann hefur spilað lykilhlutverk með liði Víkings síðastliðið eitt og hálft ár.Koma Atla mun án efa styrkja lið Selfoss en hann spilar sem línumaður og er öflugur varnarmaður.Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss býður Atla Hjörvar velkominn til baka en það er alltaf ánægjulegt þegar leikmenn snúa aftur til að spila með sínu uppeldisfélagi.

Tap á móti stórliði Vals

Meistaraflokkur kvenna í handbolta tók á mót sterku liði Vals í gærkvöldi sem situr í öðru sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikur var góður hjá Selfoss og voru kempurnar í Val í basli með ungu stelpurnar í Selfoss.

Komdu í handbolta - Handboltaátak HSÍ

Núna er EM í handbolta byrjað og stendur yfir til sunnudagsins 26. janúar þegar Evrópumeistarar verða krýndir. Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) stendur nú í annað sinn fyrir átakinu „Komdu í handbolta” þar sem nýjum iðkendum er boðið að æfa handbolta.

Heitt í kolunum í Vallaskóla í kvöld

Meistaraflokkur Selfoss í handknattleik spilar í Olísdeildinni í kvöld þegar liðið mætir Val. Leikur liðanna fer fram í Vallaskóla og hefst klukkan 19:30.

Aftur jafnt hjá stelpunum

Stelpurnar okkar brugðu sér til Akureyrar í gær þar sem þær mættu KA/Þór í Olís-deildinni. Selfosss hafði undirtökin í fyrri hálfleik og voru með fjögurra marka forystu í hálfleik 12-16.

Hvatagreiðslur hækka

Þegar nýtt hvatagreiðsluár byrjar þann 1. febrúar nk. mun framlag Sveitarfélagsins Árborgar til styrktar börnum sem stunda skipulagt íþrótta og/eða tómstundastarf hækka um 50% eða úr 10.000 kr.

Úrtaksæfingar drengja

Selfyssingar eiga fimm fulltrúa í úrtakshópi drengja sem fæddir eru árið 2000. Í hóp 1 eru Anton Breki Viktorsson, Guðjón Baldur Ómarsson og Haukur Þrastarson.

Ómar Ingi fór á kostum með landsliðinu

U-18 ára landsliðið með Selfyssinginn Ómar Inga Magnússon í broddi fylkingar hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur. Liðið sem leikur undir stjórn Einars Guðmundssonar yfirþjálfara Selfoss tók þátt í Sparkassen Cup í Þýskalandi milli jóla og nýárs.