Fréttir

Bikarkeppni - yngri flokkar

Þriðji flokkur kvenna og þriðji flokkur karla í handbolta eru báðir komnir í fjögurra liða úrslit í bikarkeppninni.  Stelpurnar halda til Vestmannaeyja á morgun fimmtudag en þær eiga erfiðan leik fyrir höndum þar.  Strákarnir í þriðja flokki eiga svo leik á móti sprækum Haukastrákum, sunnudaginn 16.

Svekkjandi tap á móti ÍR

Selfyssingar er fallnir úr keppni í Coca Cola bikarnum eftir 23-28 tap gegn ÍR í átta liða úrslitum. Jafnræði var með liðunum fyrstu fimmtán mínúturnar en þá náði ÍR góðum kafla og komst fimm mörkum yfir í stöðunni 9-14.

Ósigur á Seltjarnarnesi

Á laugardag mættu stelpurnar okkar liði Gróttu á Seltjarnarnesi. Grótta hefur verið á miklu skriði að undanförnu og engin breyting varð í leiknum gegn Selfoss.

Stórleikur í handboltanum

Mánudaginn 10. febrúar klukkan 20:00 taka Selfyssingar á móti ÍR í átta liða úrslitum í Coca Cola bikarnum í handbolta.ÍR-ingar eru núverandi bikarmeistarar en eins og flestir muna þá mættust þessi sömu lið í fjögurra liða úrslitum fyrir ári síðan.

Góður sigur á Gróttu

Meistaraflokkur karla í handbolta gerði góða ferð á Seltjarnarnesið í kvöld þegar þeir höfðu betur í 20-23  sigri.  Fyrri hálfleikurinn var bras en Selfoss átti frekar slaka byrjun og lenti 6-1 undir.  Þá fóru okkar menn í gang og minnkuðu muninn í 6-5 en náðu þó aldrei að komast yfir í hálfleiknum.  Staðan í hálfleik var 10-7 fyrir Gróttu.  Eitthvað hefur Gunnar þjálfari farið yfir stöðuna í hálfleik því Selfyssingar byrjuðu vel eftir hlé og náðu fljótlega að jafna í stöðunni 14-14 og voru komnir yfir 14-15 þegar ca 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum.

Landsbankamótið í 6. flokki

Um helgina fer fram á Selfossi handboltamót hjá stelpunum á yngra ári í 6. flokki en í þeim flokki eru stelpur fæddar árið 2003. Mótið er styrkt af Landsbanka Íslands og fer fram í Íþróttahúsi Vallaskóla og í Iðu, íþróttahúsinu við Fjölbrautaskóla Suðurlands.Fjöldi liða eru skráð til keppni sem hefst klukkan tíu á laugardagsmorgun og verður spilað til klukkan sex þann dag.

Hlakkar til að takast á við áskoranir

Eins og fram hefur komið á heimasíðunni stóð U-18 ára landsliðið í handbolta með Selfyssinginn Ómar Inga Magnússon í broddi fylkingar í ströngu í kringum áramótin.

Stelpurnar stóðu sig

Þriðja 7. flokks mót vetrarins fór fram í Kórnum í Kópavogi um seinustu helgi. Selfoss skvísurnar stóðu sig frábærlega jafnt innan vallar sem utan.

Grátlegt tap staðreynd

Meistaraflokkur kvenna náði ekki að halda út og landa sigri á móti Aftureldinu. Grátlegt tap staðreynd og fyrstu stig Mosfellinga komin í hús.

Naumt tap í Eyjum

Á laugardag fóru stelpurnar okkar til Vestmannaeyja þar sem þær mættu ÍBV í Olísdeildinni. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og spennandi og leiddi Selfoss með einu marki í hálfleik 14-15.