19.04.2014
Selfyssingar sóttu Mosfellinga heim, þriðjudaginn fyrir páska, og máttu þola tap eftir að hafa leitt nánast allan leikinn. Jafnt var á tölum í upphafi leiks en Selfyssingar komust mest þremur mörkum yfir þegar líða tók á fyrri hálfleikinn í stöðunni 8-11.
11.04.2014
Hrafnhildur Hanna er í lokahóp U-20 ára landsliðs kvenna í handbolta. Liðið mun leika hér á Íslandi í undanriðli ásamt Úkraínu, Rúmeníu og Slóveníu.
11.04.2014
Enn einn sigur hjá mfl. karla í handbolta. Núna var það lið Fjölnis sem varð að játa sig sigrað en lokatölur leiksins urðu 29-23. Leikmenn Selfoss hafa oft spilað betur en þeir áttu í smá basli með að hrista Fjölni af sér í fyrri hálfleik en í hléi var staðan 12-9. Gunnar þjálfari fór greinilega vel yfir málin í hléi og kom liðið mun ákveðnara til leiks eftir hlé. Munurinn var samt aldrei mikill en sigur aldrei í hættu og lokatölur 29-23 eins og áður sagði.
09.04.2014
Um seinustu helgi fór Landsbankamótið í 7. flokki stráka og stelpna fram á Selfossi þar sem tæplega 900 keppendur mættu til leiks. Handknattleiksdeildin hélt mótið og gerði það með glæsibrag.Mikil ánægja var meðal keppenda, þjálfara og foreldra sem tóku þátt.
04.04.2014
Um helgina fer Landsbankamótið í 7. flokki stráka og stelpna fram á Selfossi. Þetta er fjórða árið í röð sem handknattleiksdeildin heldur mótið og hefur það tekist með glæsibrag hingað til.Öll lið leika 3-4 leiki hvorn dag en leikið er á þremur völlum í íþróttahúsi Vallaskóla og á þremur völlum í Iðu íþróttahúsi FSu. Leikið er eftir minniboltareglum þar sem fjórir eru inn á vellinum í einu í hvoru liði.
03.04.2014
Þessa vikuna er Serbinn Zoran Ivic gestaþjálfari hjá handknattleiksakademíu FSu og Umf. Selfoss og er hann hér í boði Sebastians Alexanderssonar yfirþjálfara akademíunnar.Zoran Ivic er afar virtur á sínu svið og hefur starfað sem handknattleiksþjálfari sem atvinnumaður í 21 ár, aðallega í Serbíu.
28.03.2014
Selfoss vann yfirburða sigur á liði Þróttar í kvöld. Það tók Selfoss nokkrar mínútur að komast í gang í upphafi leiks og komust Þróttarar yfir í stöðunni 4-2 en þá tóku okkar strákar við sér og var staðan orðin 5-9 þegar fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan í hálfleik var 9-18 fyrir Selfoss.
27.03.2014
Selfyssingar mættu Haukum í 3. flokki karla í handbolta í gær og að loknum leik fengu strákarnir afhentan bikar sem deildarmeistarar í 3.
27.03.2014
Kara Rún Árnadóttir hefur framlengt samning sinn við Selfoss um eitt ár. Kara hefur leikið vel fyrir Selfoss og verið mikilvægur hlekkur í ungu og efnilegu liði Selfoss sem hefur leikið í efstu deild síðustu tvö tímabil.Mikil ánægja er innan félagsins að Kara Rún hafi skrifað undir nýjan samning fyrir næsta ár og er það liður í áframhaldandi uppbyggingu Selfoss á starfi kvennahandboltans.
26.03.2014
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur undirritað nýjan tveggja ára samning við Selfoss. Hanna hefur verið einn af burðarásum hins unga og efnilega liðs Selfoss í meistaraflokki kvenna.