27.05.2014
Ellefu leikmenn skrifuðu undir samninga við Handknattleiksdeild Selfoss nú í kvöld. Allir þessir leikmenn eru aldir upp hjá félaginu en þarna eru ungir og efnilegir strákar sem eru að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki sem og eldri reynsluboltar sem hafa spilað fjölda leikja fyrir Selfoss.Stjórn handknattleiksdeildarinnar er að vonum ánægð með undirskriftir þessara leikmanna sem er liður í áframhaldandi uppbyggingu liðsins og sýnir góðan afrakstur af unglingastarfi félagsins.
26.05.2014
Handboltaskóli Umf. Selfoss verður í tvær vikur í sumar frá þriðudegi 10. júní til föstudags 20. júní.Tvískipt verður á námskeiðin eftir aldri.
25.05.2014
Strákarnir á eldra ári í 5. flokki, sem luku keppni á Íslandsmótinu í lok apríl, gerðu þeir sér lítið fyrir og urðu meistarar í efstu deild með því að vinna alla sína leiki.
23.05.2014
Íslandsmótinu í handbolta hjá yngra árí í 5. flokki karla lauk í byrjun maí.Selfoss 1 varð Íslandsmeistari en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu alla leiki vetrarins, tuttugu talsins.
22.05.2014
Lokahóf yngri flokka handknattleiksdeildar Umf. Selfoss verður haldið föstudaginn 23. maí í íþróttahúsi Vallaskóla frá kl. 17-18.Á dagskrá er verðlaunaafhending, myndataka og grillveisla.
22.05.2014
Drengirnir í 6. flokki gerðu góða ferð á Akureyri í lok apríl þar sem þeir urðu deildarmeistarar. Flokkurinn í heild sinni var til mikillar fyrirmyndar og stóð sig vel jafnt innan sem utan vallar.Mynd: Umf.
21.05.2014
Kristrún Steinþórsdóttir hefur samið við Selfoss til næstu tvegggja ára. Kristrún er að koma heim eftir að hafa leikið í Damörku síðastliðinn vetur en áður en hún hélt út þá lék hún með Selfoss í efstu deild á fyrsta ári liðsins þar, spilaði hún þá 19 leiki fyrir liðið og skoraði 64 mörk.Það er alveg ljóst að koma Kristrúnar er mikil styrking fyrir hið unga og efnilega lið Selfoss fyrir komandi átök í Olísdeildinni næsta vetur.Handknattleiksdeild Umf.
19.05.2014
Keppni á Íslandsmóti yngri flokka í handbolta lauk um seinustu mánaðarmót. Selfoss átti lið í öllum árgöngum sem öll stóðu sig vel og voru félaginu til sóma. Strákarnir á eldra ári í 5.
18.05.2014
Á lokahófi HSÍ sem fram fór í gærkvöldi átti Selfoss tvo verðlaunahafa. Gunnar Gunnarsson þjálfari mfl. karla var valinn þjálfari ársins í fyrstu deild og Ómar Ingi Magnússon var valinn efnilegasti leikmaður fyrstu deildarinnar.Einar Sverrisson komst einnig á blað en hann var tilnefndur í þremur flokkum sem efnilegasti leikmaður, sóknarmaður og leikmaður fyrstu deildar.
17.05.2014
Útskrift handknattleiksakademíu ásamt lokahófi 3. flokks karla og kvenna fór fram í Tíbrá þann 5. maí sl. Að vanda var lokahófið vel heppnað og eftir hefðbundna dagskrá buðu Soffía og Olga upp á glæsilegan kvöldverð og kökur en þær hafa séð um mötuneyti akademíunnar undanfarin ár.