17.10.2014
Alls eru sex leikmenn Selfoss í æfingahópum u-19 ára og u-21 árs landsliðum karla sem æfa seinustu vikuna í október.Einar Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið Elvar Örn Jónsson, Hergeir Grímsson og Guðjón Ágústsson í hópinn.
17.10.2014
Selfyssingurinn Aron Óli Lúðvíksson mun verja mark u-17 ára landsliðs karla sem tekur þátt í fjögurra liða móti í Frakklandi. Liðið, sem leikur undir stjórn Kristjáns Arasonar og Konráðs Olavssonar, fer utan 29.
11.10.2014
Strákarnir á eldra ári í 6. flokki spiluðu á fyrsta móti vetrarins um seinustu helgi. Þar vorum við í þeirri stöðu að eiga tvö lið í efstu deild, sem er afar sjaldgjæft.Selfoss 1 urðu deildarmeistarar eftir að hafa unnið alla sína leiki, Selfoss 2 urðu í þriðja sæti.
11.10.2014
Fimmti flokkur karla og kvenna fóru til Vestmannaeyja um seinustu helgi og kepptu á fyrsta móti vetrarins. Hvorki fleiri né færri en 47 krakkar frá Selfossi fóru á mótið sem skipuðu fimm lið.
11.10.2014
Handknattleiksdeild Selfoss og skrifuðu undir samstarfssamning í kvöld. Það er mikið fagnaðarefni þegar nýir aðilar koma inn í starf deildarinnar en það verður aldrei of oft sagt að án fyrirtækja og velunnara deildarinnar er ekki hægt að halda úti því öfluga starfi sem þar er unnið.Handknattleiksdeild Selfoss þakkar forsvarsmönnum Hótel Selfoss fyrir þeirra hlut og hlakkar til að eiga með þeim gott samstarf á næstu árum.Á meðfylgjandi mynd eru Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson, formaður handknattleiksdeildarinnar, og Jónas Yngvi Ásgrímsson, markaðsstjóri Hótel Selfoss að handsala samninginn.
11.10.2014
Selfoss vann gríðarlega sterkan sigur á Fjölni, 29 – 22 eftir að hafa leitt í hálfleik 15 – 14. Fyrir leikinn var lið Fjölnis taplaust í deildinni.
10.10.2014
Þrír leikmenn Selfoss hafa verið valdir í æfingahóp U-19 ára landsliðs kvenna sem æfir í Kórnum í Kópavogi dagana 9.-12. október.
07.10.2014
Annar flokkur karla í handbolta byrjar tímabilið vel. Þeir hafa nú lokið þremur leikjum af fimm í forkeppninni og unnið þá alla. Eftir forkeppni ræðst í hvaða deild lið spila í vetur og að sjálfsögðu stefna okkar strákar á að spila í efstu deild.Strákarnir spiluðu tvo leiki í síðustu viku.
06.10.2014
Meistaraflokkur kvenna vann góðan sigur á Fylki um helgina. Selfoss byrjaði leikinn betur en jafnt var á flestum tölum seinni hluta fyrri hálfleiks.
06.10.2014
Selfoss tapaði á móti Gróttu í hörkuleik á Seltjarnarnesinu síðastliðin föstudag. Okkar strákar byrjaðu leikinn betur og leiddu leikinn í upphafi en staðan í hálfleik var 11-12 fyrir Selfoss.