Fréttir

Hótel Selfoss nýr styrktaraðili Handknattleiksdeildarinnar

Handknattleiksdeild Selfoss og skrifuðu undir samstarfssamning í kvöld. Það er mikið fagnaðarefni þegar nýir aðilar koma inn í starf deildarinnar en það verður aldrei of oft sagt að án fyrirtækja og velunnara deildarinnar er ekki hægt að halda úti því öfluga starfi sem þar er unnið.Handknattleiksdeild Selfoss þakkar forsvarsmönnum Hótel Selfoss fyrir þeirra hlut og hlakkar til að eiga með þeim gott samstarf á næstu árum.Á meðfylgjandi mynd eru Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson, formaður handknattleiksdeildarinnar, og Jónas Yngvi Ásgrímsson, markaðsstjóri Hótel Selfoss að handsala samninginn.

Öruggur sigur Selfoss

Selfoss vann gríðarlega sterkan sigur á Fjölni, 29 – 22 eftir að hafa leitt í hálfleik 15 – 14. Fyrir leikinn var lið Fjölnis taplaust í deildinni.

Fjórir Selfyssingar í yngri landsliðum HSÍ

Þrír leikmenn Selfoss hafa verið valdir í æfingahóp U-19 ára landsliðs kvenna sem æfir í Kórnum í Kópavogi dagana 9.-12. október.

Góð byrjun hjá 2. flokki karla

Annar flokkur karla í handbolta byrjar tímabilið vel. Þeir hafa nú lokið þremur leikjum af fimm í forkeppninni og unnið þá alla. Eftir forkeppni ræðst í hvaða deild lið spila í vetur og að sjálfsögðu stefna okkar strákar á að spila í efstu deild.Strákarnir spiluðu tvo leiki í síðustu viku.

Frábær sigur á móti Fylki

Meistaraflokkur kvenna vann góðan sigur á Fylki um helgina. Selfoss byrjaði leikinn betur en jafnt var á flestum tölum seinni hluta fyrri hálfleiks.

Svekkjandi tap á móti Gróttu

Selfoss tapaði á móti Gróttu í hörkuleik á Seltjarnarnesinu síðastliðin föstudag. Okkar strákar byrjaðu leikinn betur og leiddu leikinn í upphafi en staðan í hálfleik var 11-12 fyrir Selfoss.

Selfyssingar í basli með Hauka

Um helgina tapaði Selfoss fyrir Haukum á útivelli í Olísdeild kvenna. Eftir harða baráttu endaði leikurinn 25-19 en staðan í hálfleik var 14-11 fyrir heimakonur.Kristrún, Auður og Perla Ruth skoruðu allar 4 mörk fyrir Selfoss, Hrafnhildur Hanna og Heiða Björk skoruðu 2 mörk og þær Elena, Margrét Katrín og Kara Rún skoruðu allar 1 mark.Nánar er fjallað um leikinn á vef Næsti leikur er á heimavelli gegn Fylki laugardaginn 4.

Tap á móti Víkingum

Selfoss þurfti að játa sig sigraða á móti Víkingum í 1. deildinni í handbolta í gær. Selfyssingar byrjuðu vel og voru yfir allan fyrri hálfleikinn en staðan var 11 – 9 fyrir Selfoss í leikhléi.

Jafntefli í spennuleik

Selfoss gerði jafntefli við FH 19-19 í fyrsta heimaleik vetrarins í Olísdeildinni í handbolta í gær.Eftir fljúgandi start þar sem Selfoss komst í 7-1 skoruðu FH-ingar fimm mörk í röð.

Keppni hafin í Olísdeildinni - Fyrsti heimaleikur á þriðjudag

Keppni í Olísdeildinni í handbolta hófst á laugardag þegar Selfyssingar heimsóttu Fram í Framhúsið í Safamýri.Það var við ramman reip að draga og unnu Framarar öruggan tólf marka sigur 33-21 eftir að staðan í hálfleik var 18-10.Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var langatkvæðamest Selfyssinga með 14 mörk, Carmen Palamariu skoraði 4, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 2 og Elena Birgisdóttir 1 mark.Næsti leikur er á heimavelli gegn FH á þriðjudag og hefst kl.