Fréttir

Góður gangur hjá yngri flokkunum

4. flokkur kvenna vann gríðarlega góðan sigur á Fram í Safamýrinni um helgina og komst með sigrinum í fjórða sæti 1. deildar. Þetta er fyrsta ár stelpnanna í efstu deild og má segja að árangur þeirra sé framar vonum.5.

Öruggur sigur gegn ÍR

Selfoss vann þægilegan sigur á ÍR í Olís-deildinni í handbolta þegar liðin mættust í Breiðholti á laugardag.Sigur Selfyssinga var aldrei í hættu en eftir að hafa leitt í hálfleik 9-17 sigruðu stelpurnar okkar með sex marka mun 22-28.Landsliðskonan Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir var marka­hæst Selfyssinga með 7 mörk.

Selfyssingar sáu ekki til sólar

Selfyssingar biðu skipbrot gegn Víkingum í 1. deildinni á sunnudag. Staðan í hálfleik var 13-7 og unnu Víkingar að lokum átta marka sigur 25-17.Sævar Ingi Eiðsson var markahæstur Selfyssinga með 4 mörk, Guðjón Ágústsson, Elvar Örn Jónsson, Andri Már Sveinsson og Matthías Örn Halldórsson skoruðu allir 2 mörk og þeir Daníel Arnar Róbertsson, Ómar Vignir Helgason, Hörður Másson, Hergeir Grímsson og Jóhann Erlingsson skoruðu allir eitt mark.Selfyssingar eru nú í 5.

Hanna í A-landsliðið

Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur verið valin í landsliðshóp Íslands fyrir leikina í forkeppni HM 2015 við Ítalíu og Makedóníu.

Jafntefli á móti KR

Meistaraflokkur karla í handbolta gerði í gær jafntefli við KR, 26 -26. Selfyssingar voru frekar stirðir í gang og höfðu KR-ingar frumkvæði í upphafi leiks.

Fyrsti tapleikur Selfyssinga

Selfoss tók á móti Gróttu í níundu umferð Olísdeildarinnar á laugardag. Fyrir leikinn höfðu stelpurnar okkar ekki tapað á heimavelli í vetur.

Komnar í átta liða úrslit í Coca Cola bikarnum

Meistaraflokkur kvenna í handbolta gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn þegar þær mættu FH í Coca Cola bikarnum og eru komnar í átta liða úrslit.Jafnt var á tölum þar til staðan var 3 – 3 en þá stakk Selfoss af og var sigurinn í raun aldrei í hættu.

Samstarf við Landsbankann

Í dag var endurnýjaður samningur Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss við Landsbankann á Selfossi sem verður áfram einn helsti samstarfsaðili deildarinnar.

Selfoss úr leik í bikarnum

Selfyssingar tóku á móti Valsmönnum í 32 liða úrslitum Coca Cola bikarsins í gær. Leikurinn fór rólega af stað hvað markaskorun varðar og var staðan 1-1 eftir tæplega 15 mínútna leik.

Stelpurnar stóðu í Stjörnunni

Selfoss sótti Stjörnuna heim í áttundu umferð Olísdeildarinnar á laugardag. Fyrir leikinn voru liðin hlið við hlið í fjórða og fimmta sæti deildarinnar og því mikið í húfi fyrir bæði lið.